Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 11
veldar, en á einhverjum tíma-
punkti verður maður að gera sér
grein fyrir staðreyndum lífsins og
hætta að þráast við,“ segir
Oddný.
Hún segist hafa meiri áhyggjur
af unga fólkinu sem ætli að hætta
búskap. Það sé mikið áfall fyrir
samfélagið í Árneshreppi.
Búskapurinn erfiður og
stendur tæpast undir sér
Þorsteinn Guðmundsson býr á
Finnbogastöðum ásamt Guðmundi
föður sínum, sem er á áttræðis-
aldri. Guðmundur á Finnboga-
stöðum er bróðir Guðbjargar í
Bæ. Þorsteinn segist reikna með
að jörðin verði seld, enda sé hún
lífeyrir föður hans, en vonandi
verði búið áfram á Finnboga-
stöðum.
Nýlegt kanadískt einingahús er
á Finnbogastöðum, en það var
reist eftir að gamla íbúðarhúsið
brann til kaldra kola árið 2008.
Margir komu að söfnun til bygg-
ingar nýja hússins.
Þorsteinn segist hafa búið í
Reykjavík árið 2009 þegar hann
varð atvinnulaus og hafi þá flutt
aftur heim til pabba á Finnboga-
stöðum. „Í framhaldinu fæddist
sú hugmynd að ég tæki við búinu
og það varð úr árið 2010. Mig
hafði svo sem alltaf langað til að
taka einhvern tímann við bú-
skapnum, en það var engan veg-
inn á planinu að taka við hér þeg-
ar ég var aðeins 24 ára gamall, á
fullu að lifa lífinu og eltast við
stelpur,“ segir Þorsteinn. Hann
er áttundi ættliðurinn í beinan
karllegg sem búið hefur á Finn-
bogastöðum.
Hann var mest með tæplega
300 fjár, en síðasta haust lógaði
hann því sem þurfti að lóga og
setti ekkert á þannig að nú er
hann með 230 fjár. Hann segir
fjárbúskap ekki standa undir sér
nema menn séu með yfir 600 fjár.
„Ég óttast að það sem er að
gerast hér í þessu litla, afskekkta
samfélagi sé nákvæmlega sama
sagan og í svo mörgum öðrum
sveitum landsins áður,“ segir Þor-
steinn. „Að lokum verða svo fáir
eftir að þeir einfaldlega neyðast
til að fara þó svo að þeir vilji alls
ekki fara í burtu.
Ég er að bregða búi vegna þess
að svona lítill búskapur er erfiður
og stendur tæpast undir sér. Svo
langar mig til að skoða heiminn
aðeins, jafnvel að vinna erlendis í
einhverja mánuði. Ekki er heldur
útilokað að ég fari aftur að hlaupa
á eftir stelpum enda í fínu formi
eftir allar smalamennskurnar,“
segir Þorsteinn á Finnbogastöð-
um og hlær.
Árneshreppur á Ströndum
NORÐURFJÖRÐUR
REYKJARFJÖRÐUR
IN
GÓ
LF
SF
JÖ
RÐ
UR 1
2
5
4
6 7
8
9
3
Djúpavík
Gjögur
Flugvöllur
1. Krossnes
2. Verslun/kaffihús/
Bergistangi
3. Steinstún
4. Melar 1 og 2
5. Árnes 1 og 2
6. Bær
8. Litla Ávík
9. Kjörvogur
7. Finnbogastaðir
BAKSVIÐ
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Forsetakosningar á Íslandi fara fram
laugardaginn 25. júní næstkomandi,
samkvæmt auglýsingu forsætisráðu-
neytisins frá því á föstudag. Atkvæða-
greiðsla utan kjörfundar getur hafist
átta vikum fyrir kjördag, sem væri þá
30. apríl nk.
Um atkvæðagreiðslu utan kjörfund-
ar segir m.a. á heimasíðu innanríkis-
ráðuneytisins: „Atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar hefst á sama tíma um allt
land að undangenginni auglýsingu
innanríkisráðuneytisins eftir að kjör-
seðlar hafa verið fullgerðir. Atkvæða-
greiðsluna má þó ekki hefja fyrr en í
fyrsta lagi átta vikum fyrir kjördag.
Kjósanda sem ekki getur kosið á kjör-
dag, er heimilt að greiða atkvæði utan
kjörfundar.“
Hefst áður en frestur rennur út
Í þessu samhengi er forvitnilegt að
velta því fyrir sér að frestur til þess að
bjóða sig fram til forseta Íslands renn-
ur út hinn 21. maí nk., fimm vikum fyr-
ir kjördag, þannig að utankjörfund-
aratkvæðagreiðsla hefst í raun
þremur vikum áður en framboðsfrest-
ur rennur út, þannig að þeir sem kjósa
utan kjörfundar geta verið að renna
blint í sjóinn með atkvæði sitt þar sem
listi frambjóðenda gæti tekið miklum
breytingum frá því að utankjörfund-
arkosning hefst þar til framboðsfrest-
ur rennur út. Einhverjir frambjóðend-
ur gætu hafa horfið af framboðslista-
num eins og hann leit út þegar
atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
hófst og aðrir gætu hafa bæst við á
listann fram til 21. maí.
Forsetakosningin fer fram um há-
sumar og því má búast við því að
margir landsmenn verði á ferð og flugi
á kjördag. Þess vegna er almennt
reiknað með því að þátttaka í at-
kvæðagreiðslu utan kjörfundar verði
mikil. Í forsetakosningunum í júní
2012 var kjörsókn 69,32% og var
Ólafur Ragnar Grímsson endurkjör-
inn með 35,68% atkvæða. Þá greiddu
38.140 kjósendur atkvæði utan kjör-
fundar, sem var 23,4% af greiddum
atkvæðum.
Fyrirgerir ekki rétti
Fram kemur á vef innanríkisráðu-
neytisins að atkvæðagreiðsla utan
kjörfundar fyrirgerir ekki rétti
manns til að greiða atkvæði á kjör-
dag. Hafi kjósandi kosið utan kjör-
fundar, en vilji á kjördag kjósa á nýj-
an leik, kemur utankjörfundar-
atkvæðaseðill hans ekki til greina við
kosninguna.
Jóhannes Tómasson, upplýsinga-
fulltrúi í innanríkisráðuneytinu,
bendir á að þeir sem kjósi utan kjör-
fundar á fyrstu þremur vikunum, eft-
ir að opnað er fyrir utankjörfundar-
atkvæði, þ.e. frá 30. apríl til 21. maí,
þegar framboðsfundur rennur út,
geti alltaf kosið aftur á kjördag. Það
sé alltaf nýjasta atkvæðið sem gildi.
„Það má kannski segja að í þeim
möguleika sé ákveðin björgun, ef
menn kjósa áður en endanlegur listi
frambjóðenda liggur fyrir, en þó ekki
alveg, því ef kjósandi er klárlega í
burtu á kjördag og kemst ekki til
þess að kjósa á nýjan leik, þá getur
hann ekkert gert í málinu,“ sagði Jó-
hannes.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
fer fram hjá sýslumönnum um allt
land, á aðalskrifstofum eða í útibúum
þeirra. Atkvæðagreiðsla utan kjör-
fundar á vegum embættis sýslu-
mannsins í Reykjavík verður í Skóg-
arhlíð 6 til 13. júní en færist yfir í
Laugardalshöll frá og með fimmtu-
deginum 14. júní. Opið verður alla
daga frá kl. 10.00-22.00.
Kjósa má átta
vikum fyrir kjördag
Framboðsfresti til forseta lýkur 21. maí, 5 vikum fyrir
forsetakjör 23,4% greiddu atkvæði utan kjörfundar 2012
Morgunblaðið/Ómar
Bessastaðir Það eru þrír og hálfur mánuður í forsetakosningar og þá mun
það liggja fyrir hver ræður ríkjum á Bessastöðum næstu fjögur árin.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Vertu upplýstur!
blattafram.is
Á HVERJUM DEGI
STUÐLUM VIÐ MÖRG
AÐ KYNFERÐISOFBELDI
MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA
Í HINA ÁTTINA.
Í HVAÐA ÁTT HORFIRU?
9
Síðum
úli
Gengið inn
úr porti
Ormsson og Samsungsetursins • Síðumúla 9
Lagersala
Gerið góð kaup á góðri vöru
ÞVOTTAVÉLAR - MYNDAVÉLAR - HLJÓMTÆKI - SJÓNVARPSVEGGFESTINGAR - POTTAR OG PÖNNUR - SPORTMYNDAVÉLAR - SPJALDTÖLVUR - HEYRNARTÓL - SJÓNAUKAR - SMÁTÆKI - BÚSÁHÖLD - ÚTVÖRP
- TÖLVUTÖSKUR - FLAKKARAR - BRENNSLUDISKAR - LJÓSMYNDAPAPPÍR - FARSÍMAHULSTUR - BLU-RAY HEIMABÍÓ - BLANDARAR - 3DS LEIKIR - STÝRIPINNAR - REIKNIVÉLAR - TÖLVUMÝS - LYKLABORÐ -
BLUETOOTH HÁTALARAR - BASSABÍLKEILUR - SJÓNVÖRP - ÍSSKÁPAR - VEFMYNDAVÉLAR - SOUNDBAR - DJ STJÓRNBORÐ - MÍKRAFÓNAR - LEIKJASTÝRI - NETBÚNAÐUR OG SVOMIKLUMEIRA.
Opið kl. 13-18 virka daga og laugardaga kl. 12-16
Nú er búið með sauðfé á tíu bæjum í Árneshreppi; Kjörvogi, Litlu-Ávík,
Finnbogastöðum, Bæ, Árnesi, Melum, Steinstúni og Krossnesi. Á Melum
og Árnesi er tvíbýli.
Einnig á fólk heimili allt árið í skólahúsinu á Finnbogastöðum, húsi
Kaupfélagsins í Norðurfirði og að ógleymdum Bergistanga. Þar búa
Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir, en Gunnsteinn var í forystu í
sveitarfélaginu í áratugi og sat í sveitarstjórn í 48 ár.
Myndarlegt hótel er í Djúpavík og ferðaþjónustu hefur vaxið fiskur um
hrygg í Árneshreppi á síðustu árum. Yfir sumartímann fjölgar mjög í
hreppnum. Ágæt hafnaraðstaða er í Norðurfirði og talsverð sjósókn það-
an yfir sumartímann. Nú er unnið að dýpkun hafnarinnar og fjölgun við-
leguplássa í höfninni.
Fjölgar mjög yfir sumartímann
BÚIÐ MEÐ SAUÐFÉ Á TÍU BÆJUM