Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 ✝ Anna Jens’sÓskarsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 17. ágúst 1921. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Mikkalína Sturludóttir, f. 1894, d. 1982, og Óskar Jónsson, f. 1897, d. 1971. Systkini Önnu: Ólafía Verónika, látin, Þórður Viggó og Margrét Jensína. Anna giftist 29. nóvember 1947 Þórði Sigurðssyni málara- meistara, f. 23. febrúar 1921. Hann lést 27. febrúar 2015. For- eldrar hans voru Margrét Ólafsdóttir, f. 1885, d. 1970, og Sigurður Þórðarson, f. 1886, d. 1964. Börn Önnu og Þórðar eru: 1) Óskar, f. 17. febrúar 1948, kvæntur Sue Þórðarson. 2) Reynir, f. 26. maí 1954, kvæntur Stefaníu Kristínu Sigurðardóttur. Synir þeirra: Þórður, f. 1980, dóttir hans og Lindu Kristinsdóttur er Ásta Kristín, f. 2009. Hlynur, f. 1983, sambýliskona Astrid Fehling. 3) Margrjet, f. 12. nóvember 1961, gift Arnóri Skúlasyni. Börn þeirra: Óskar, f. 1984, kvæntur Tinnu Þórarinsdóttur. Dætur þeirra eru Anna Heiða, f. 2009, og Ólöf Birna, f. 2013. Signý, f. 1990, sam- býlismaður Sævar Ingi Sigurgeirsson. Sonur þeirra er Styrmir Már, f. 2015. Rúnar, f. 1992. Anna ólst upp á Þingeyri til 10 ára aldurs en flutti þá til Hafnarfjarðar þar sem hún bjó alla sína ævi, lengst af á Herjólfsgötu 34, síðan á Lauf- vangi 2. Hún lauk gagnfræðaprófi og fór síðar í Húsmæðraskólann á Ísafirði. Eftir skólagöngu aðstoðaði Anna föður sinn á ýmsan hátt í frystihúsi hans, ásamt því að sinna heimili og börnum eftir að hún giftist. En árið 1973 fór hún að vinna utan heimilis og var útivinnandi í um 20 ár og starfaði hjá Sælgætisgerðinni Mónu í Hafnarfirði. Síðustu árin dvaldi Anna ásamt Þórði á Hrafnistu í Hafn- arfirði, heilsu hennar var farið að hraka undir það síðasta. Útför Önnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. mars 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku amma Jens’s. Nú þegar þú hefur kvatt okk- ur í hinsta sinn rifjast upp margar ljúfar minningar sem lifa áfram með okkur. Samveru- stundir okkar voru margar enda bjugguð þið afi í næstu götu við okkur bræðurna og vorum við oft í heimsókn. Það var ævinlega gott að koma til ykkar og nú þegar við horfum til baka er aðdáunarvert hve mikla þolinmæði og ástúð þið sýnduð okkur. Þú varst ákveðin, sanngjörn, tillitssöm og réttsýn með ein- dæmum. Gott dæmi um það er þegar ég kom heim til ykkar með brennibolta sem ég hafði fundið á skólalóðinni og hafði vafalaust verið þar í nokkra daga. Það var ekki til umræðu að fá að fara með hann inn heldur skyldi farið beint aftur á skólalóðina og boltinn settur þar sem hann var. Það er varla hægt að hugsa sér betra vega- nesti út í lífið en réttsýni og lífsgildi hennar ömmu Jens’s. Ekki er hægt að kveðja þig án þess að minnast á þá mögn- uðu matseld sem fram fór á Laufvanginum. Við fengum ósjaldan að ráða hvað væri í matinn og uppáhaldið okkar var fiskibollur steiktar að sérstök- um hætti á öllum hliðum og víð- frægar voru í Hafnarfirðinum. Grjónagrautur var einnig al- gengur og afgangurinn nýttur til að útbúa heimsins bestu klatta. Í kökubakstri varstu ótrúleg, hvað afi og við bræð- urnir vorum heppnir. Kvöld- kaffið hjá ykkur var oftast með heimabökuðu góðgæti; kleinum, páskakökunni gómsætu og að ógleymdum randalínum um jól- in sem enginn getur „toppað“. Þegar við komum í heimsókn til ykkar afa varstu annaðhvort í eldhúsinu að baka, elda eða leggja 10-20-30-kapalinn þinn sem þú gast lagt aftur og aftur án þess að hann gengi upp. Ef þig var ekki þar að finna sastu iðulega inni í saumaherbergi við gömlu vélina og gerðir við föt okkar og annarra fjölskyldu- meðlima. Ófáir bangsarnir, teppin og aðrar hannyrðir urðu þar til, ekki aðeins fyrir fjöl- skyldumeðlimi heldur naut kvenfélagið Hringurinn góðs af bakstri og handavinnu þinni. Áhugamálið þitt var barna- börnin og síðar einnig barna- barnabörnin. Eftir að annar okkar fluttist út á land þá voru ófá símtölin frá ömmu og afa, bara til að vita hvort það væri ekki örugglega allt í besta lagi. Þú fylgdist vel með okkur og vissir alltaf upp á hár hvar við vorum og hvað við aðhöfðumst. Elsku amma, nú þegar þú hefur yfirgefið okkur södd líf- daga kveðjum við þig með mikl- um söknuði. Nú ertu, eftir eins árs fjarveru, aftur komin við hlið afa sem tekur vel á móti þér eins og alltaf. Biðjum að heilsa afa og við söknum hans líka. Hvíl í friði, elsku amma. Þórður og Hlynur. Elsku amma Jens’s. Rosalega er skrítið að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig eða tala við þig aftur. Seinasta ár hefur verið erfitt, sérstak- lega fyrir þig en líka fyrir okk- ur, að sjá hvernig líkami og sál fór niður á við eftir að afi kvaddi. Við ákváðum að reyna að gleyma þeim tíma en minn- ast þín og þess tíma þegar þú varst heilsuhraust og yndisleg- asta amma sem hugsast getur. Mikið var nú gott að koma í heimsókn til ykkar á Laufvang- inn, þar tók á móti manni góður andi og mikil hlýja. Alltaf fann maður hvað ykkur þótti vænt um okkur, fjölskylduna ykkar, og þið voruð svo áhugasöm um allt sem við barnabörnin vorum að gera og mikið sem okkur þótti vænt um ykkur. Þegar við byrjuðum í golfinu voruð þið þau fyrstu til að koma ykkur inn í allar reglur golfsins en þið voruð okkar helstu stuðnings- aðilar. Enn þann dag í dag þeg- ar við löbbum upp 18. holuna heima á Keili, þá lítum við upp á bílastæðið fyrir ofan völlinn og minnumst þess að sjá þig og afa samankomin til að fylgjast með okkur spila síðustu holuna. Uppáhaldssagan okkar um þig er þegar þið afi tókuð að ykkur að passa gullfiskinn fyrir okkur þegar við fórum til Aust- urríkis eitt árið. Þér fannst hann veiklulegur þannig að hann fékk að fylgja ykkur afa hvert sem var í íbúðinni, hann fékk meira að segja að horfa á sjónvarpið með ykkur. Því mið- ur drapst fiskurinn í þinni umsjá og þú varst alveg miður þín, en þetta er einmitt lýsandi; vildir allt það besta fyrir alla. Við eigum eftir að sakna þess að spila við þig, drekka kvöld- kaffi með þér, sjá þig hlæja, en það var frekar fyndið þegar þú fórst í hláturskast, við eigum eftir að sakna litlu krumpuðu handarinnar þinnar, hvernig þú borðaðir mysinginn upp úr doll- unni með hnífnum og alls ann- ars sem gerði þig að bestu ömmu sem hægt var að hugsa sér. Elsku amma Jens’s, vonandi eruð þið afi sameinuð á ný, „loksins“, eftir ár hvort frá öðru. Takk fyrir allt sem þið afi kennduð okkur, þið voruð frá- bær á alla vegu. Ykkar Rúnar og Signý. Amma Jens. Ég held að ég hafi verið orð- inn tvítugur þegar ég uppgötv- aði að Jens væri sérstakt nafn fyrir ömmu. En það er líka við hæfi að sérstök amma beri sér- stakt nafn. Eftir svona langan tíma er þakklæti og góðar minningar mér efst í huga. Það er ekki sjálfsagt að eiga sér jafn harðan stuðningsmann og þig. Í þínum augum gat maður ekkert rangt gert. Á unglingsárum man ég eftir að hafa sótt til ykkar afa þegar manni fannst mamma og pabbi ósanngjörn. Alltaf tókuð þið minn málstað – alveg sama hversu heimskulegur hann var. Óbilandi trú ykkar á manni hvarf aldrei. Til marks um hversu mikið þið studduð okkur systkinin, þá settuð þið ykkur inn í alveg nýja íþrótt – komin nálægt 80 ára aldri. Stundirnar sem við áttum saman á golfvöllunum og í golfskálunum víðsvegar um landið eru ómetanlegar. Það þekktu líka allir ömmu og afa Signýjar og Rúnars. Ég man líka hvað var gaman að fá að koma í næturgistingu til ykkar. Því fylgdi ávallt kvöldkaffi, nálægt miðnætti. En það var eftir að við höfðum spil- að allt kvöldið – tíu, manna, eða 10-20-30. Svo var það krossgát- an í Morgunblaðinu yfir morg- unmatnum og morgunleikfimi í framhaldinu inni í eldhúsi. Senn líður að páskum og nú sem endranær verður rifjað upp þegar maður fékk stútfullt páskaegg sent til Danmerkur á páskunum. Það er ekki slæmt að eiga ömmu sem sér um að framleiða Mónueggin og gat því svindlað og sett alltof mikið nammi inn í þau. Sumarið 1995, rétt eftir að við fluttum heim aftur, fórum við á æskuslóðir þínar í Dýra- fjörð á Vestfjörðum. Þá 11 ára gamall sat ég undir stýri á bíln- um ykkar og þú sast í farþega- sætinu. Afi var alltaf mjög passasamur með bílinn ykkar og það kom flatt upp á mig þeg- ar þú sagðir: „Jæja Óskar, settu hann nú í gang.“ Svo tók- um við þó nokkurn rúnt um bílastæðið og afi stóð alveg kjaftstopp eftir þegar við renndum af stað. Mest af öllu er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að upplifa marga stóra viðburði í mínu lífi með ykkur afa mér við hlið. Ég man að ég hugsaði þegar ég flutti til Austurríkis og var þar í hálft ár árið 2003. „Vonandi verða þau enn til staðar þegar ég kem heim.“ Síðan bjuggum við Tinna í Þýskalandi frá 2008- 2010 og aftur kom sama hugsun upp. Mikið væri nú gaman að geta sýnt þeim frumburðinn. Árið 2012 giftum við okkur og þá var ég svo hamingjusamur að fá ykkur í brúðkaupið okkar. Loks náðir þú líka að hitta litlu Ólöfu okkar, svo ég get ekki kvartað vitund. Svona eftir á er þetta hálfkjánalegt, þú varst svo sterk manneskja, amma, og misstir auðvitað ekki af neinu. En svona á hinn bóginn þá sýnir þetta hvað við vorum miklir vinir, ég vildi hafa ykkur afa með í þessum atburðum í lífi mínu, þið voruð mér gríð- arlega mikilvæg, ég hefði gert allt fyrir ykkur og ég vildi gjarnan gera ykkur stolt. Farðu nú, elsku amma, og hvíldu í friði með afa. Eftir allt sem á undan er gengið, þá eruð þið alltaf best saman. Bið að heilsa honum og sjáumst hress. Ykkar, Óskar. Anna Jens’s Óskarsdóttir HIINSTA KVEÐJA Kveðja frá tengdadóttur. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (GJ) Stefanía Kristín. ✝ Úlfar Benón-ýsson fæddist í Miðhúsum í Bæj- arhreppi 13. maí 1941. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 6. mars 2016. Foreldrar hans voru Benóný Guð- jónsson, f. 16. maí 1915, d. 4. nóv- ember 1989, og Laufey Dagbjartsdóttir, f. 20. október 1920, d. 6. júní 2005. Systkini Úlfars eru: Ingi- björg, f. 1943, d. 10. febrúar 2016, Kristinn, f. 1947, Hösk- uldur, f. 1950, Gunnar, f. 1952, Bryndís, f. 1955, Bergljót, f. 1958, og Dagur, f. 1961. Eiginkona Úlfars er Mar- grét Jónsdóttir, f. 3. sept- ember 1948. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson, f. 29. maí 1908, d. 12. ágúst 1981, og Ingigerður Eyjólfsdóttir, f. 28. desember 1916, d. 15. nóv- ember 2000. Dætur Úlfars og Margrétar eru: 1) Laufey, f. 1966. Eiginmaður henn- ar er Jón Ingi Georgsson. Synir Laufeyjar og Páls Reynis Pálssonar, f. 1962, eru Úlfar, f. 1989, og Fann- ar, f. 1995. Börn Jóns eru Ása Dagmar og Georg Jón. 2) Inga Jóna, f. 1970. Dóttir hennar og Rúnars Kárasonar, f. 1969, er Rakel, f. 1998. Sambýlis- maður Ingu Jónu er Daði Ragnarsson, dætur hans eru Sara og Elísabet. Lengst af starfaði Úlfar hjá Gúmmívinnustofunni, síðar N1. Útför Úlfars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. mars 2016, klukkan 13. Í dag kveðjum við ljúfmenni sem tilheyrt hefur fjölskyldu minni nánast alla mína ævi. Við slík tímamót veltir maður vöngum og lítur til baka. Lifði hann vel? Síðustu árin voru mági mínum vissulega erfið vegna óvinnandi baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Mér verður hugsað til fyrir- lesturs sem ég sá nýlega. Þar greindi frá stórri og áratuga- langri rannsókn á vegferð manna, þar sem flestallt í til- veru þeirra var reglulega mælt og vegið. Þar á meðal hamingjan. Nið- urstöðurnar voru nokkuð for- vitnilegar. Það var ekki auðurinn, frægðin, framinn eða veraldleg- ir sigrar sem reyndust færa mönnum hamingjuna, heldur hversu vel þeir ræktuðu sam- bandið við sína nánustu. Úlli lifði án vafa hamingju- ríku lífi ef sú mælistika er not- uð. Hann var alla tíð einstak- lega duglegur við að halda utan um sitt fólk og sinnti bæði fjöl- skyldu og vinum af mikilli elju og umhyggjusemi. Lentir þú undir hans vernd- arvæng áttirðu hann að alla tíð. Ef á bjátaði einhvers staðar var hann fyrstur á staðinn til að bjóða hjálp. Hann stóð með sínum á góðu stundunum og líka hinum síðri. Annað sem Úlli gerði sér- staklega vel var að njóta lífsins. Þrátt fyrir mikla vinnu, dugnað og óþarflega mikið strit á stund- um gaf hann sér tíma fyrir sín fjölmörgu áhugamál, veiði, hestamennska, skíði, fjallgöng- ur, ferðalög og golf svo eitthvað sé nefnt. Alltaf í hópi góðra vina og kunningja, enda félagslynd- ur mjög. Það skemmtilegasta við hann var þó hans létta lund – glettn- in, glaðværðin og stríðnin. Góð- látlegir hrekkir og stríðni, í bland við hæfileikann til að koma auga á hið spaugilega. Sem þýddi að þar sem Úlli var voru hlátrasköllin aldrei langt undan. Þetta reyndist honum líka dýrmætur eiginleiki á seinasta kaflanum þar sem hann tók erf- iðleikunum með ótrúlegri já- kvæðni og æðruleysi, glettinn og kankvís að vanda. Því er orðið lífsleikni mér efst í huga þegar ég hugsa um þenn- an hjartahlýja og vandaða mann. Hann kunni að lifa, elska, njóta og hlæja. Allt það sem gefur lífinu gildi. Gangan var því sannarlega góð svo langt sem hún náði. Takk, elsku Úlli minn, fyrir ómetanlegar samverustundir, takk fyrir að vera fjölskyldu minni traustur bakhjarl, takk fyrir hláturinn og hlýjuna, takk fyrir innblásturinn og þín góðu gildi. Sjáumst hinum megin. Elfa Kristín Jónsdóttir. Úlfar Benónýsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR H. JÓHANNSSON flugvirki, Engjaseli 21, lést þann 10. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Karitas (www.karitas.is eða í síma 551-5606). . Bryndís Arnfinnsdóttir, Jóhann H. Valdimarsson, Arnfinnur V. Sigurðsson, Harpa Björgvinsdóttir, Sesselja G. Sigurðardóttir, Þorkell L. Þórarinsson, Anna Karen Sigurðardóttir, Einar O. Sigurðsson og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.