Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 21
fersku minni skipa- og flugvéla- módelin sem hann setti saman af kostgæfni þar sem hver hlut- ur var á sínum stað. Trausti Gestsson, blóðfaðir Jörundar, var þekktur aflaskip- stjóri og að loknu landsprófi ár- ið 1966 fór Jörundur í síldveiði- túra með honum á Súlunni frá Akureyri. Heim kom hann vel loðinn um lófana og hafði efni á að kaupa fínan plötuspilara og nýjustu plöturnar með Bítlun- um og öðrum þeim hljómsveit- um sem þá voru vinsælar. Á haustmánuðum sátum við á efri hæðinni heima hjá ömmu, hlustuðum lotningarfullir á lög- in og ræddum þau fram og til baka. Eftir skólagöngu í Ólafsfirði varð ekki hjá því komist að leiðir skildi, að minnsta kosti hluta úr hverju ári. Ég fór til náms á Akureyri en Jörundur var ekki tilbúinn í þann leik að sinni og hélt til Þýskalands þar sem hann vann í skipasmíðastöð í hartnær tvö ár. Þá leið ömmu ekki alltaf vel því skiljanlega óttaðist hún um strákinn sinn úti í hinum stóra heimi enda sjöundi áratugurinn mikill umbrotatími. Við Jörund- ur héldum sambandi með stop- ulum bréfaskriftum sem þó nægðu til þess að ég vissi nokk- urn veginn hvað hann var að fást við. Eftir heimkomuna um 1970 kynntist hann Ingveldi Jó- hannesdóttur og stuttu seinna byrjuðu þau að búa. Á níunda áratugnum hóf hann nám, lauk stúdentsprófi og síðan iðn- rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri. Á sínum yngri árum var Jör- undur ekki mikið gefinn fyrir íþróttir en það breyttist heldur betur þegar hann var kominn hátt á fimmtugsaldurinn. Þá fékk hann mikinn áhuga á úti- vist; gekk um fjöll á sumrin og á gönguskíðum á vetrum. Hann komst í svo gott form að hann tók þátt í Vasa-göngunni nokkrum sinnum. Auðheyrt var á honum að þessi lífsstíll var honum að skapi. Það er því erf- itt að sætta sig við fráfall hans. Við Guðrún sendum Ingveldi, börnunum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning Jörundar Traustasonar. Friðrik G. Olgeirsson. Nú fallinn er frá góður fé- lagi. Jörundur var hluti af stórum hóp sem hefur haft þann undarlega ávana að flykkjast til Svíþjóðar einu sinni á ári og ganga þar hina löngu og erfiðu Vasa-göngu. Jörundur gekk sína fyrstu göngu árið 2002 og síðan sam- tals þrettán ár í röð. Í þessum hópferðum myndast ólýsanleg tengsl og vinskapur manna á milli þar sem búið er þröngt, gist er í litlum kofum, í kojum, setið er með skíðapoka á öxl- unum og eru menn hver ofan í öðrum allan sólarhringinn. Jör- undur var frábær og traustur ferðafélagi. Hann hafði gaman af því að segja frá og hlusta á aðra. Ljóst var að Jörundur hafði sjálfur gengið sína síðustu Vasa-göngu þegar við félagarn- ir héldum til Svíþjóðar nú í byrjun marsmánaðar. Við ákváðum að Jörundur skyldi ganga með okkur öllum í hinsta sinn og gengum því með mynd af honum á okkur. Við erum þess fullvissir að hann hafi notið ferðarinnar þó svo að hans marklína hafi verið önnur en okkar. Hvíl í friði, kæri vinur. Við viljum senda fjölskyldu Jörundar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Vasagöngufélaga, Kári Jóhannesson, Jóhann- es Kárason, Einar Eyland, Guðmundur Bjarnar Guðmundsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016 Raðauglýsingar Tilkynningar Viðvörun Fyrrverandi hæstaréttardómari hefur bent á að í Hæstarétti Ísl. sitji maður í dómarasæti sem er ber að brotum á lögum og stjórnarskrá. Þá hefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, bent á að sú innræktun sem birtist í vali dómara í Hæstarétt að undanförnu, sé ávallt hættuleg og almennt talin leiða til úrkynjunar. Stjórnarskráin 59. gr.: ,,Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum”. Mun Alþingi girða sig í brók - leggja niður Hæstarétt og forða frekari úrkynjun, stofna nýjan Landsrétt og nýjanYfirrétt? Magnús heitinnThoroddsen mátti víkja úr Hæstarétti 1989 og braut hann þó engin lög. Siðferðisbrot og virðing réttarins þá, laga og stjórnarskrárbrot nú. Úrkynjun eða hvað? Ráðherra dómstóla þegir, Alþingi þegir, dómarar þegja, lögmenn þegja, þögn, þögn og meiri þögn. Hollvinir réttarríksins. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10, útskurður 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13. Árskógar 4 Opið í smiðar og útskurð kl. 8-16. Handavinna með leið- beinanda kl. 12.30-16. Botsía með Þóreyju kl. 9.30-10.10. Stafaganga, ganga um nágrennið kl. 11-11.40. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu. kl. 16. Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13. Furugerði Morgunmatur kl. 8.10-9. Handavinnustofa opin án leið- beinanda. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffi kl. 14.30-15.30. Kvöld- matur kl. 18-19. Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8 og 15. Stólaleikfimi fyrir konur og karla í Sjálandi kl. 9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl. 10 og í Ásgarði kl. 11. Karlaleikfimi kl. 11.40. Botsía kl.12.20 í Ásgarði. Heilsu- efling 60+ kl. 16.15 í Jónshúsi. Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13. Kóræfing Gerðubergskórs kl. 14.30-16.30. Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl. 9.10, gler- og postulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, handavinna kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13, brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9-14. Bænastund kl. 9.30-10. Jóga kl. 10.10-11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, blöðin og púsl liggja frammi, léttar erobic-æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir. Íþróttafélagið Glóð Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Zumba kl. 17.30 í Digranesi. Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi Rásar 2 kl. 9.45, lesið úr blöðum í Kaffisetrinu kl. 10.15, bókmenntahópur í Kaffisetrinu kl.11, trésmiðja kl. 13-16, samverustund með djákna kl. 13.30, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í síma 411 2760. Seltjarnarnes Gler, Valhúsaskóla kl. 9 og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga, salnum, Skólabraut kl. 11. Handavinna, Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.30. Sléttuvegur 11-13 Heitt á könnunni, dagblöð og spjall kl. 8.30-10.30, hádegisverður kl. 11.30-12.30, félagsvist kl. 13, síðdegishressing kl.14.30-15.30. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Fótaaðgerð kl. 9.Tréútskurður kl. 9.15-12, Lúðvík Einarsson. Vitatorg Leirmótun, postulín kl. 9. Upplestur framhaldssögu kl.12.30. Frjáls spilamenska, stóladans og bókband kl. 13. Félagsstarfið opið fyrir alla. Smáauglýsingar 569 1100 www.mb Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt Sundbolir • Tankini Bikini • Náttföt Undirföt • Sloppar Inniskór • Undirkjólar Aðhaldsföt Frú Sigurlaug Fylgstu með á facebook Mjóddin s. 774-7377 10.9 00. - 10.9 00. - 10.9 00. - 11.9 00. - Vandaðir þýskir JOMOS herra- skór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðum sóla TEG.315208 81 230 Stærðir: 41 - 47 Verð: 15.750.- TEG. 204203 23 322 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Teg:206202 23 000 Stærðir: 40 - 48 Verð: 14.850.- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Sendum um allt land Erum á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald          Getum bætt við okkur verk- efnum í viðhaldi, breytingum og nýsmíði fasteigna. Fagmenn á öllum sviðum. Upplýsingar í síma 856 2600. brhus@simnet.is fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.