Morgunblaðið - 14.03.2016, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MARS 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt þú hafir náð ákveðnum áfanga
sem sjálfsagt er að fagna máttu ekki sitja
með hendur í skauti. Reyndu að halda þig á
mottunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Haltu vöku þinni því ýmislegt er að
gerast í kringum þig sem þú mátt ekki láta
framhjá þér fara. En til eru þeir dagar þar
sem þú skalt fara varlega í hlutina.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert hreinskiptinn að eðlisfari
og getur sagt hlutina afdráttarlaust.
Mundu bara að öllu gamni fylgir nokkur al-
vara.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kemur sjálfum þér á óvart með
því að afþakka heimboð til að geta verið
heima. Njóttu svo breytinganna út í æsar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Flas er ekki til fagnaðar. Mundu bara
að tala skýrt og skorinort svo enginn þurfi
að velkjast í vafa um tilgang þinn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt auðvelt með að ná sambandi
við börn og nú er rétti tíminn fyrir leiki,
skemmtanir og frí. Gerðu ekki munnlega
samninga og hafðu allt á hreinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er eitthvað að gerjast í ástarlífi
þínu. Vertu því þolinmóður, það kemur að
þér. Leyfðu mönnum að gaspra, þeir gefast
upp og þá kemur þinn tími.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu vakandi fyrir því sem
raunverulega er á seyði og kemur betur í
ljós með líkamstjáningu en því sem fólk
lætur raunverulega út úr sér. Taktu það ró-
lega þar til þetta gengur yfir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert kærleiksríkur og hefur
svo mikið að gefa að jafnvel ókunnugir fá
að njóta þess. Ef þú kemst ekki að heiman
má alltaf fara eitthvað í huganum og
gleyma sér í bíó eða með bók.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Málstaður þinn vinnur æ fleiri á
sitt band og mest munu gleðja þig sinna-
skipti gamals vinar. Hefur þér sést yfir eitt-
hvað? Veltu sparnaðarleiðum fyrir þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Fundir eru varasamir. Skoðaðu
málið vandlega svo þú hafir það á hreinu.
Hvernig væri að taka frí í vinnunni og lyfta
sér upp? Vingastu við náungann og hlæðu
dátt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver frá öðrum menningarheimi
hjálpar þér við að víkka sjóndeildarhring-
inn. Vertu einbeittur því helgin býður upp á
mikið stuð.
Hlutverk listafólks í samfélaginuer – jafnhliða því að gleðja – að
setja mál í annað samhengi svo við
hin getum öðlast nýjan skilning á
umhverfi okkar. Víkverji hefur síð-
ustu daga sérstaklega skoðað mynd-
list í þessu tilliti. Á borði hans er bók
Aðalsteins Ingólfssonar Blæbrigði
vatnsins sem kom út árið 2010. Þar
fjallar höfundurinn um vatnslita-
myndir íslenskra listmálara, frá
1880 til 2009, sem nálguðust við-
fangsefni sín hver með sínu móti. En
það er eftirtektarvert hve náttúran
verður þeim oft að yrkisefni, það er
landið í öllum sínum litatónum, í
myndum sem málaðar voru á tímum
sjálfstæðisbaráttunnar. Að því leyti
felst mikill boðskapur í myndlist
fyrri tíma, með sama hætti og margt
kúnstverkið í nútímanum, bækur,
tónlist, bíómyndir og fleira, er hlaðið
skilaboðum.
x x x
Bókin Danmark – fra A til Å semhið þekkta danska forlag Gyld-
endal gaf út fyrir nokkrum árum er
greinargóð og áhugaverð leiðsögn.
Þetta er falleg bók með myndum af
vindmyllum, grænum ökrum, bind-
ingshúsum og höllum. Og auðvitað
er ítarlega sagt frá Margréti Þór-
hildi og hirðinni allri, sem Danir
dýrka og dá. Tugir þúsunda Íslend-
inga hafa búið og búa í Danaveldi og
helgarferð til Köben er sígild
skemmtun. Bókin vakti hins vegar
þá spurningu í huga Víkverja hvort
tengslin milli Íslands og Danmörku
séu orðin losaraleg nú, þegar eng-
ilsaxnesk áhrif eru yfir og allt um
kring í lífi okkar. Ef svo er þarf átak
til að bæta úr því, enda er sam-
félagsgerðin í þessum tveimur lönd-
um lík og við hér á landinu bláa get-
um margt gott numið af Dönum.
x x x
Skaginn mikli, milli Húnaflóa ogSkagafjarðar, eru fáfarnar slóð-
ir en áhugaverðar. Því er fengur í
bók Sigurjóns Björnssonar sálfræð-
ings Skaginn og Skagaheiði. Í bók-
inni, sem er frá 2005, segir höfund-
urinn frá bæjum, björgum, hólum,
lækjum og leitum – já fjölbreyttri
náttúru. Og svo eru ótalmörg góð sil-
ungsvötn á þessum slóðum og það er
ekki alveg laust við að lýsingar á
þeim veki veiðidellu í brjósti Vík-
verja. víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem
mig styrkan gjörir. (Fil. 4.13)
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Með öryggið
í lagi!
Hjá Dynjanda færðu fallvarnarnir
sem tryggja þitt öryggi.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.
Páll Imsland heilsaði leirliðum ároknóttu, skömmu eftir mið-
nætti á fimmtudagsnótt:
Sigfríðar Sunnevu’ á Stöng
saga af karlförum ströng
gekk alltaf í brösum
og eilífum hrösum
því heimreiðin hennar var löng.
Og enn kvað Páll „á snjóhvítum
(föstudags)morgni“:
Pratinn var Kirkjufells-Pési
piltur frá Kirkjufells-Nesi.
Hann var reiðmaður ærinn,
með rammefld tvö lærin,
reiðskjótinn Kirkjufells-Blesi.
Vorhugur er kominn í menn.
Kristján Runólfsson skrifaði í Leir-
inn næsta morgun – og hrynjandin
er skemmtileg:
Dagar góðir lengjast og lífið fer að
vakna,
úr löngum vetrardvala og bráðum sólin
skín,
ekki mikið lengur ég sælu þeirrar sakna
að sitja úti í garði að lepja öl og vín.
Höskuldur Búi Jónsson var í svip-
uðum hugleiðingum, hringhenda –
„flott þessi“ sagði Fía á Sandi:
Vesæl hretin víkja senn
vakna tetrin blóma.
Í köldu fleti áir enn
urt í vetrardróma.
Hugleiðingar sr. Skírnis
Garðarssonar eru alltaf for-
vitnilegar og stundum upplýsandi:
„Ég stend mig að því að hugsa og
svara fólki í hendingum, (maður
hlýtur að geta skilgreint sig sem
minnihlutahóp, hvaðúrhvurju). Um
daginn sagði konan á Bónuskass-
anum: „Eiðu góða helgi“, ég svar-
aði að bragði:
Í helgar-eyðu hyggst ég detta,
hávært ei þó verði stuð.
Komdu sæl mín kassanetta
kona og vertu margblessuð.
Nokkrum mínútum síðar bætti
hann við: „afs. gleymdi rúsínunni í
pulsuendanum“ og gaf síðan þessa
skýringu: „Nýyrðið „kassanett“
kona er náttúrlega það sama og
„barmfögur“ – glöggur lesandi er
náttúrlega búinn að sjá það fyrir
löngu, og óþarfi að hafa mörg orð
um, læt þetta þó fylgja með mér
sjálfum til minnis, enda gleyminn
orðinn á svona atriði.“
Gömul vísa:
Seggjum vil ég þar segja frá
og svinnum lýða dróttum,
hann lemur á dögum lauka ná
en liggur hjá henni á nóttum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorhugur og
kassanett kona
Í klípu
„OK, EN FJÁRHAGSLEGA? ERUM VIÐ
MEÐ FAST UNDIR FÓTUM ÞAR?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ERT ÞÚ GAURINN SEM HRINGDIR
Á PÍPARA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að jafna hlutina.
ÉG HEYRI ÞESSI
SKRÍTNU HLJÓÐ
HLÝTUR AÐ
VERA KOMIÐ AÐ
HÁDEGISMAT
HVAÐ
SEGIÐ ÞÉR?
ÉG ÆTLA AÐ
FÁ EITT GLAS
AF ROMMI!
ÞAÐ ER
RÉTT…
ÞÚ ÆTTIR EKKI
AÐ DREKKA Á
FASTANDI MAGA!
FÆRÐU MÉR
ROMMKÖKU!!