Morgunblaðið - 14.03.2016, Page 32
MÁNUDAGUR 14. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Spáð ofsaveðri í kvöld
2. Byssumaður handtekinn á …
3. Almenn lögregla vopnaðist
4. Frosti Logason trúlofaður ástinni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Fléttuleikurinn Dóttirin, bóndinn
og slaghörpuleikarinn eftir Ingi-
björgu Hjartardóttur sem fluttur var
28. og 29. febrúar sl. verður end-
urfluttur í Iðnó í kvöld kl 20. Leikur-
inn er fléttaður saman úr þremur ein-
leikjum sem sýndir voru í Þjóðleik-
húskjallaranum árið 1995. Einleikirnir
eru byggðir á frásögn þriggja ís-
lenskra samtímakvenna. Þetta eru
þrjár ólíkar frásagnir, en það sem er
sameiginlegt með þeim er að kon-
urnar eru allar á svipuðum aldri og
aldar upp við lík skilyrði, í harð-
neskjulegum, íslenskum veruleika.
Fléttuleikurinn
endurfluttur í Iðnó
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Silfurbergi Hörpu í kvöld kl.
20. Flutt verður latin-tónlist af ýms-
um gerðum, frá ólíkum stöðum og
tímum, m.a. tengd hljómsveitum Tit-
os Puentes, Peréz Prados, Xaviers
Cugats og Dizzys Gillespies. Einnig
kemur íslensk latin-tónlist eftir Tóm-
as R. Einarsson, Sigurð Flosason og
Samúel J. Samúelsson við sögu en
stjórnandi er Samúel.
Þess má geta að
Stórsveit Reykjavík-
ur hlaut nú nýverið,
annað árið í röð, ís-
lensku tónlistar-
verðlaunin fyrir
plötu ársins í
flokki djass- og
blústónlistar
og var auk
þess tilnefnd
til Menning-
arverðlauna
DV.
Stórsveit Reykjavík-
ur flytur latin-tónlist
Á þriðjudag og miðvikudag Sunnan 8-13 m/s og súld eða dálítil
rigning en léttskýjað á Norðausturlandi. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag og föstudag Hæg breytileg átt og víða léttskýjað.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s rigning eða slydda með
köflum, él á Norðvesturlandi en bjart fyrir norðaustan. Hiti 1 til 10
stig, svalast á Vestfjörðum.
VEÐUR
Íslenska landsliðið í hand-
knattleik kvenna heldur enn
í vonina um að komast í
lokakeppni EM í handknatt-
leik eftir nauman sigur á
Sviss, 20:19, í Schenker-
höllinni á Ásvöllum í gær.
Hvort af því verður eða ekki
skýrist í júní þegar loka-
leikir undankeppninnar fara
fram. Florentina Stanciu
átti stórleik í marki íslenska
landsliðsins sem átti öðru
fremur þátt í sigrinum. »2
Vorleikirnir skera
úr um framhaldið
Guðrún G. Björnsdóttir úr KR og Daði
Freyr Guðmundsson úr Víkingi urðu í
gær Íslandsmeistarar í
einliðaleik í borð-
tennis. Þetta var
fyrsti Íslands-
meistaratitill Daða í
einliðaleik en Guðrún
fagnaði titlinum í sjöunda
sinn, eftir að hafa meðal
annars lent í miklum
spennuleik í und-
anúrslitum. »4
Daði Freyr braut ísinn
og Guðrún með sjö
„Það er gott að fá hrós frá Ole Gunnar
Solskjær en það gerir voðalega lítið
fyrir mig. Ég er ekki að velta mér upp
úr því sem aðrir segja,“ sagði Aron
Sigurðarson, sem heillaði Solskjær í
frumraun sinni í norsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær. Aron skoraði
laglegt mark sem dugði til að tryggja
Tromsö 1:1-jafntefli gegn lærisveinum
Solskjærs í Molde. »1
Aron dvelur ekki lengi
við hrós Solskjærs
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Ljósmyndarinn Berglind Ósk Svav-
arsdóttir, sem vinnur fyrir sam-
komu- og tónlistarhúsið Vega í
Kaupmannahöfn, myndaði Mary,
krónprinsessu
Dana, á alþjóð-
legum baráttu-
degi kvenna hinn
áttunda mars.
„Hún var frá-
bær. Hún hélt
þarna ræðu og
þetta var lang-
stærsta verkefni
sem ég hef tekið
að mér,“ segir
Berglind en hún
gengur undir nafninu Begga á
danskri grundu. Á sama degi ári áð-
ur var hún ráðin til að mynda þáver-
andi forsætisráðherra Dana, Helle
Thorning-Schmidt, og heppnaðist
það einnig vel og verður nafn Beggu
æ stærra með hverju verkefninu.
„Ég ætlaði fyrst að stoppa stutt
hér í Kaupmannahöfn en mér þykir
orðið svo ótrúlega vænt um borgina
að ég er ekkert að fara. Allavega
ekki eins og staðan er núna. Ég er
að ná að skapa mér nafn og fæ mik-
ið af góðum verkefnum og sífellt
meiri tækifæri. Á meðan það er
þannig er engin ástæða til að fara
heim,“ segir Berglind.
Hringdi oft í mömmu
Hún segir þó að lífið hafi ekki
alltaf verið dans á rósum í Kaup-
mannahöfn og hún hafi oft hringt
heim til Íslands í upphafi. „Það er
ekkert grín að koma hingað alein og
reyna að skapa sér nafn. Ég hringdi
oft í mömmu og vildi bara fá að
koma heim. Sem betur fer hefur
hún alltaf sagt nei,“ segir hún og
hlær.
Begga lærði í Ljósmyndaskóla Ís-
lands, hjá Sissu, og útskrifaðist í
febrúar fyrir tveimur árum. Hún
flutti til Danmerkur í júlí, nánast
um leið og hún útskrifaðist, og hefur
ekki séð eftir því.
Fjölbreytt og skemmtilegt
„Þetta eru svo fjölbreytt verkefni
sem ég hef verið í og svo skemmti-
leg. Núna er ég að mynda fyrir
lyfjafyrirtæki, ég myndaði drag-
sýningu fyrir stuttu og krónprins-
essu í síðustu viku.“ Vega er stærsti
tónleikastaður Kaupmannahafnar
og hefur Begga verið fyrir aftan
myndavélina og smellt af mynd af
mörgum þekktum hljómsveitum.
„Ég myndaði Cage The Elephant
sem var mjög skemmtilegt. Royal
blood voru einnig frábærir. Hljóm-
sveitin er ein af mínum uppáhalds-
hljómsveitum og er alveg mögnuð á
sviði.“
Myndaði Mary krónprinsessu
Ljósmyndarinn
Berglind Svavars-
dóttir í Danmörku
Krónprinsessa Mary krónprinsessa gengur í salinn í Vega skömmu áður en hún hélt ræðu á alþjóðlegum baráttu-
degi kvenna. Berglind fylgdi henni eftir hvert fótmál um húsið en Vega er vinsælt samkomu- og tónlistarhús.
In Flames Berglind myndar hljómsveitir sem stíga á svið í Vega.
Berglind Ósk
Svavarsdóttir
Ljósmynd/Begga