Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.04.1995, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 06.04.1995, Blaðsíða 15
VlKUPFRÉTTIR 6. APRIL 1995 15 Menn verða ótrúlega póli- tískir síðustu dagana fyrir kosningar. Hér er eitt gott dæmi: Jóhann Einvarðsson sent sat á þingi fyrir B-Iistann, Framsókn, á síðasta kjörtímabili var á póst- húsinu í vikunni. Hann rétti starfsstúlku Pósts og síma um- slag sem hann ætlaði að senda til útlanda. Hún spurði Jóa þá hvort hann vildi senda það í A- eða B-póst en síðarnefndi staf- urinn þýðir að sendingin er lengur á leiðinni. Jói var ekki í vafa...auðvitað í B-póst... Viktor flaup út Góð frá- sögn er á for- síðu VOGA, blaðs sjálf- stæðismanna í Reykjanes- kjördæmi, um að Viktor B. Kjartansson 6. maður á lista flokksins fyrir þessar kosning- ar, hafi þróað tölvuforritið Flugvaka. I viðtalinu segist Viktor gera sér vissar vonir um að ná kosningu, enda sé hann í baráttusætinu. Það eina skrýtna við forsíðufréttina fínu er að myndin sem fylgir henni er af alít öðrum manni, Stefáni G. Tómassyni úr Grindavík, en hann skipar 7. sætið. Sjálfstæð- ismennirnir þekktu ekki mann- inn í baráttusætinu... D-álman Árni Mathiesen annar maður á D-lista sjálfstæðismanna var einn nokkurra ræðumanna við undirskrift D-álmunnar á Flug- hótelinu á mánudag. Hann var að sjálfsögðu ánægður með daginn og sagði að nafn- ið á bygging- unni væri honum sér- lega að skapi. „Þegar ég var að byrja mína baráttu fyrir fyrsta prófkjörið sem ég tók þátt í var þetta mál efst í hug- um flestraSuðurnesjamanna þannig að það er sérlega á- nægjulegt að það skuli vera konrið í höfn“, sagði Árni dýralæknir. Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09:00- 11:00 á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, II hæð, sími 16700. Bæjarstjóri. Mcrkjasala einstæðra Þann 8. apríl, á kjördag, stendur Félag einstæðra foreldra fyrir merkjasölu til styrktar starfsemi fé- lagsins, sem er að gæta hagsmuna einstæðra foreldra og bama |reirra. Sölufólk okkar verður við kjörstaði og næsta nágrenni þeirra. Athygli skal vakin á því að búið er að stofna deild innan félagsins hér á Suðurnesjum og mun sú deild vinna að sömu markmiðum. Félagið hefur á sínum snærum lögfræðinga og félagsráðgjafa. Auk þess á félagið 20 íbúðir í tveimur húsum að Öldugötu 11 og Skeljanesi 6, sem notuð eru sem neyðar- og bráðabirgðarhúsnæði. Félagsstarf okkar er margþætt, m.a. má nefna að félagið hefur opið hús annan hvem sunnudag ffá 14-17 að Skeljanesi 6, fjölskyldudagar nokkmm sinnum á ári, vorfagnað- urofl. Starf Suðurnesjadeildarinnar verður auglýst síðar. Með fyrirfram þökk fvrir góð- an stuðning á kjördag. Félag einstaeðra foreldra. KJÖRFUNDUR í KEFLAVÍK, NJARÐVÍK OG HÖFNUM, vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 8. apríl1995, hefst kl. 10:00. Kjörstaðir verða sem hér segir: í Keflavík: Holtaskóli viö Sunnubraut. í Njarövík: Njarövíkurskóli viö Þórustíg. í Höfnum: Hús Björgunarsveitarinnar Eldeyjar. Kjörstaðir verða opnir til kl. 22:00 í Keflavík og Njarövík. Kjörstað í Höfnum verður lokað kl. 18:00. Samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða í lögum nr. 9/1995 getur dómsmálaráðherra ákveðið, að kosning skuli standa í tvo daga. Ákvörðun þessa efnis verður birt í síðasta iagi tveimur dögum fyrir kjördag. Sérstök athygli kjósenda er vakin á eftirfarandi ákvæði laga nr. 10/1991: „Er kjósandi kemur inn í kjörfundarstoíuna gerir hann kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fuiinægjandi hátt. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhendir oddviti honum einn kjörseðil." Kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini, getur átt von á því aö fá ekki aö greiða atkvæöi. Keflavík, 4. apríl 1995. Kjörstjórn, Börkur Eiríksson, Stella Björk Baldvinsdóttir, Friörik Valdimarsson. Guðspeklifélagiö: Námskeid í Þróunarheimspeki Fjórði og síðasti hluli námskeiðsins verður haldinn sunnudaginn 9. apríl kl. 20:00. Þró- unarheimspeki er skemmtilegt viðfangsefni fyrir þá sem hafa áhuga á andlegum og dul- spekilegum fræðum. Námskeiðið er haldið sem fyrr í sal Verslunarmannafélags Suður- nesja að Vatnsnesvegi 14 í Keflavík. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 37532. VIÐ BJÓÐUMÞÉR í kosningakaffi tz Hótel Kefltivík t't kjördtzg í kosningciktzffi í Sjálfstœöishúsinu í Njtzrövík ti kosningtzvöku ti Ktzffi Kefltzvík fró kl. 22:00 BETRA ÍSLAND

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.