Víkurfréttir - 06.04.1995, Blaðsíða 9
VfKURFRÉTTIR
6. APRIL 1995
9
JORDÆMI
REYKJA
Það sldptír máli
hverjir stjórna
Það er sumum einkar lagið að
snúa staðreyndum á hvolf. Einn
þein'á geystist fram á ritvöllinn í
Suðumesjafréttum um daginn. Sá
heitir Jón Páll Eyjólfsson. Þar
hafði híuin slík endaskipti á hlutun-
um, að guðfaðir og lærifaðir hans,
tlokkaflakkarinn og kamelljónið,
Olafur Ragnar Grimsson, hlýtur að
vera stoltur af afkvæminu.
Einhvers staðar segir, að menn
eigi ekki að nefna snöm í hengds
manns húsi og
að komminn
Jón Páll skuli
þora að minnast
á álmálið og
stóriðnað al-
mennt í sam-
hengi við Al-
þýðubandalag-
ið, sýnir ekki
einungis þekk-
ingarleysi hans,
heldur eindæma bamaskap. Hjör-
Ieifarnir í Alþýðubandalaginu,
goðin hans Jóns Páls, hafa ætíð og
alltaf þvælst fyrir og neynt að koma
í veg fýrir fjárfestingu erlendra að-
ila í íslensku atvinnulífi. Það sama
var upp á teningnum þegar Al-
þýðutlokkurinn og forystumenn
hans unnu að því hörðum höndum
að koma upp álveri á Keilisnesi.
Hjörleifunum í öllum flokkum
tókst að þvæla málinu fram og til
baka hér innanlands, að samningar
töfðust og við misstum af strætis-
vagninum í þetta skiptið. Efnahag-
skreppan og verðfall í áliðnaði
frestaði þessu stóra hagsmunamáli
okkar Suðumesjamanna.
En annað bættist við. Það var
ekki einungis að kommamir hér
heima væru að þvælast fyrir í
þessu máli, heldur varð niðurstað-
an sú að skoðanabræður þeirra í
Austur-Evrópu gerðu einnig sitt.
Með falli múrsins, sem við lýð-
ræðissinnar fögnuðum af heilum
hug, þá leiddi það til verðfalls á áli,
því yfir Veslur-Evrópu rann nú
svartálið í stríðum straumum á nið-
ursettu verði. Þeir gátu selt það á
undraverði vegna þess að komm-
amir í austri höfðu haldið starfs-
mönnum f þrælabúðum við fram-
leiðsluna. Við það var ekki hægt
að keppa.
Staðreyndin er sú að kommar
hér á Suðumesjum ættu að hafa sig
hæga þegar atvinnumál ber á
góma, hvort held-
ur það er álmálið
eða önnur mál.
Hvað þá sam-
skiptin við vam-
arliðið. Var það
ekki „glókollur-
inn“ Olafur
Ragnar, sem vildi
vamarliðið á brott
í hvelli og breyta
vamarsvæðinu í
kvikmyndaver?! Mætti út af fyrir
sig búa til góða grínmynd um
kommana og atvinnumálin.
Nei, ágætu Suðurnesjamenn.
Þegar kemur að skynsamlegri og
framsækinni atvinnumálastefnu,
þá vita það allir sem vita vilja, að
Alþýðuflokkurinn er sá flokkur
sem veit hvað hann vill og hann
lætur verkin tala.
Munum það í kjörklefanum 8.
apríl næstkomandi.
Við höfum nóg af blaðurskjóð-
um í pólitíkinni en of fáa stjóm-
málamenn sem taka til hendi. Gef-
um þeim fymiefndu frí í þessum
kosningum, en þá síðamefndu má
finna í forystuhópi Alþýðuflokks-
ins. Rannveig, Guðmundur Ámi,
Petrína og Hrafnkell er fólk sem
lætur fylgja aðgerðir með orðum.
Tökum saman höndum með A-
listanum á Reykjanesi. Það skiptir
máli hvetjir stjóma.
Olafur Thordersen
Alþingiskosningar 1995 - Aðsendar
Kefla víkurflugvöllur:
w
Islendinga í öll störf
Á Keflavíkurflugvelli starfa
nú hundruð erlendra ríkisborg-
ara í störfum sem íslendingar
gætu sinnt. Hér er átt við borg-
araleg störf sem á engan hátt
snerta hlutverk varnarliðsins.
Islendingar eiga auðvitað að
koma ár sinni svo fyrir borð að
öll borgaraleg störf á flugvell-
inuni verði unnin af Islending-
um.
Þegar varnarsamningurinn
var gerður reyndist næg atvinna
fyrir alla hérlendis. Sú staða
mótaði auðvitað innihald samn-
ingsins. Þannig var skrifað und-
ir heimild fyrir bandaríska
þegna til að gegna í einhverjum
mæli boraralegum störfum. Nú
Hjnlmar Árnason
er hins vegar öldin önnur. At-
vinnuleysi knýr dyra á mörgum
heimilum. Þess vegna eiga
stjórnvöld að beita öllunt ráð-
um til að vinna bug á meinvætti
þeim sem atvinnuleysið er.
Þingmenn kjördæmisins eiga
að koma sér saman um að
þrýsta á utanríkisráðherra um
að standa fyrir endurskoðun
þessa þáttar varnarsamningsins.
Markmiðið á að vera það að
einungis Islendingar sinni öll-
um borgaralegum störfum á
Keflavfkurflugvelli. Um er að
ræða störf á ntörgum sviðunt,
s.s. verslun, iðnaði, skrifstofu-
störf o.s.frv. Vilji er allt sem
þarf. Frambjóðendur Fram-
sóknar lýsa sig reiðubúin til
þessa verks.
lljálmar Arnason
skipar baráttusæti í
Revkjanesi.
Óvenjulegur stöðugleiki
Mig langar í upphafi til að þakka
fyrir sendingu sem mér barst frá
Sjálfstæðisflokknum, helbláan tví-
blöðung sendi hann mér, ásamt fal-
legum myndum af frambjóðendum
sínum og stuttorðum lysingum á
eigin afrekum ásamt hótunum um
áframhaldandi affek.
Fyrsta málsgrein bæklingsins
hljóðaði þannig: „í tíð Davíðs
Oddssonar hefur tekist að skapa ó-
venjulegan stöðugleika í íslenskum
stjómmálum.”
Hér finnst mér sérlega vel að orði
komist.það er nefnilega mála sann-
ast að stöðugleiki sá sem að hér hef-
ur verið skapaður er um margt afar
óvenjulegur.
Hann felst meðal annars í því að
miklir fjármunir, líklega milli 5 og 7
milljarðar hafa með ýmsum brell-
um verið fluttir frá launþegum til
fjármagnseigenda. Persónuafsláttur
hefur verið stórlega lækkaður.
Vaxtabætur og bamabætur voru
skertar. Vextir hækkuðu gríðarlega
strax í upphafi kjörtímabilsins.
Skattur var lagður á sjúklinga,
skólagjöld á framhaldsskólanema,
námslaunakerfið var skorið niður
um rúm 40%. Erlendar skuldir rík-
isins hafa vaxið og þjóðarsáttar-
samningum, sem gerðir hafa verið í j
þeirri tní að sátt væri um sanngjöm
skipú þjóðartekna hefur verið mis-
beitt þannig að launakjör em orðin
slík að fullvinnandi fólk vinnurekki
fýrirnauðþurffum.
I hverju ætli hann sé þá fólginn
þessi stöðugleiki sem Sjálfstæðis-
flokkurinn bendir réttilega á að sé
Sigríður Jóliawwsdóttir
afar óvenjulegur.
Genginu hefur verið haldið stöð-
ugu og verðbólgu hefur verið hald-
ið í skefjum. Á það er hins vegar
ekki oft minnst að þegar núverandi
ríkisstjóm tók við völdum 1991 var
verðbólgan aðeins 4%. Verðbólgu-
skrýmslið sem hér engu eirði ára-
tugum saman var orðið að ntein-
lausri búrtík á hlaðinu hjá Ólafi
Ragnari meðan hann var fjármála-
ráðherra.
Glundroðakenningin.
Það er hárrétt mat hjá Sjálfstæð-
isflokknum að hér er um afar
óvenjulegan stöðugleika að ræða.
Hitt er að sjálfsögðu fjarstæða að
venjulegu launafólki sé akkur í því
að varðveita slíkan stöðugleika til
frambúðar. því er nú gripið til
gömlu glundroðakenningarinnar.
þeir hafa löngum þann steininn
klappað Sjálfstæðismenn með sorg-
legum árangri.
Aftur og afitur hefur verið reynt
að sameina vinstri menn og ævin-
lega með sömu aðferðinni. |teirri
aðferð að stofna enn einn vinstri
tlokkinn. Slíkir flokkæ' hafa farið af
stað með miklum væntingum, reytt
til sín fýlgi af vinstra væng stjóm-
málanna en síðan hjaðnað niður og
loks er eins og ekkert hafi gerst.
Nýjasta uppákoman í þessa vem
er að vfsu nteð hjákátlegra móti þar
sem fyrrum ráðherra í ríkisstjóm
Davíðs Oddssonar,- ráðherra sem
stóð að öllum þeim hervirkjum sem
ég lysti hér að framan.-ætlar nú að
sameina alla vinstri menn nteð
þessari sömu gömlu aðferð. Hefði
Jóhanna Sigurðardóttir verið valin
formaður Alþýðuflokksins eftir að
hafa lýst því fjálglega livað hún liafi
alltaf átt gott samstarf við Davíð
Oddsson Irefði hennar tími komið
strax og Þjóðvaki aldæi orðið úl.
Sjálfstæðisflokkurinn lýsir því nú
yftr að hann leggi allt kapp á að
varðveita sinn „óvenjulega stöðug-
leika”. Það er okkar hlutverk að sjá
til þess að það takist ekki. Von laun-
þega þessa lands er því sú að hér
verði þingstyrkur úl þess að mynda
þriggja flokka vinstri stjóm. Hvort
Haíldór eða Jón Baldvin hallast til
vinstri eða hægri er undir því komið
] að Alþýðubandalagið fái nægilegt
kjörfýlgi til þess að halda í vinstri
höndina á þeim,- og halda fast.
Atkvæði greitt G-listanum er at-
kvæði greitt vinstri stefnu; greitt
jafnrétti og mannlegri reisn gegn
þeim gróðaöflum sem nú eru á
góðri leið með að leggja íslenskt
velferðarkerfi í rúst.
Sigríður .lóhannesdútfir
skipar nnnað sæti
G- listans á Reykjanesi
Guðmundur Sigurðssou
Kratar
fá fjóra
Guðmundur Sigurðsson,
Vogabæjarbóndi, var viss um
að kratar fengju fjóra nienn
inni, hafði auðsjáanlega trölla-
trú á yfirlækninum.
„Eg spái íhaldinu fimm
mönnum, krötum fjórum, alla-
böllum einum og framsókn
tveimur.
** 4íé®l *
REYKJANtSKJORDÆMI
íhaldið
fær sex
Ásgeir Jónsson hjá Lögbók
var viss um að Sjálfstæðis-
flokkur fengi sex menn inni og
ætti það að gefa Viktori byr
undir báða vængi.
„Ég hugsa að Alþýðuflokk-
ur fái tvo menn, Framsókn tvo,
Sjálfstæðisflokkur sex menn.
G-listi einn og Kvennalisti
einn. Ég alveg hlutlaus í
nafnamálinu."
Asgeir Jónsson