Víkurfréttir - 06.04.1995, Blaðsíða 16
16
6. APRÍL 1995
VlffURFRÉTTIR
Heitar umræður á bæjarstjórnarfundi í Keflavík, Njarðvík, Höfnum
um nafnamálið:
Drííu hótuð
meirihlutaslitum
-allt í loft upp eftir ummæli forseta bæjarstjómar um
nafnamálið. Drífa sökuð um að vera á atkvæðaveiðum!
Ummæli DnTu Sigfúsdóttur, förseta
bæjarstjómar Keflavíkur, Njarðvíkur
og Haftta á Stöð 2 á mánudagskvöld-
ið, þar sem hún sagðist m.a. vilja
skoða mótmæli hinna sveitarfélaganna
vegna nafhakosningarinnar og einnig
ræða hugsanlega frestun á málinu inn-
an bæjarstjómar, féllu í grýttan jarðveg
hjá öðrum bæjarfulltrúum. Létu mttrgir
þeirra þung orð falla í hennar garð á
bæjarstjómarfundi á þriðjudagskvöldið
og sökuðu hana um að vera á at-
kvæðaveiðum.
Drífa sat ekki bæjarstjómarfund
|xgar ákvörðun var tekin um að láta
kjósa um nöfnin Reykjanesbær og
Suðumesbær. A |reim fiúndi sem var
lokaður öðmm en bæjartúlltrúum var
einnig kynnt greinargerð sem m.a.
snéri sérstaklega að hinum sveitarfé-
lögunum en |rau hafa nú mótmælt því
að kosið verði um nafnið Suðumes-
bær.
Anna MargrétGuðmundsdóttir, Al-
þýðutlokki opnaði umræðuna á fund-
inum á þriðjudttg og gagnrýndi förseta
bæjarstjómar fyrir ummæli í fjölmiðl-
um um mál sem allir bæjarfulltrúar
helðu verið sammála um og margrætt.
Jónína Sanders, formaður bæjarráðs
ásakaði Drífú að vera á atkvæðaveið-
um vegna þingkosninga á laugardag
og undir það tók Kristján Gunnarsson,
Alþýðullokki.
Drífa fór því næst í pontu og skýrði
sitt mál. Hún sagðist hafa fúndið fyrir
talsverðri óánægju á vinnustaðafund-
um sem hún hafi farið á að undantomu
meðul bæjarbúa vegna nafnamálsins
og minntist á niðurstöður skoðana-
könnunar Víkurfiétta sem sýndi mikið
fylgi við nafnið Keflavrk-Njarðvík.
Drífa sagðist hafa séð áskorun trá hin-
um sveitarfélögunum og taldi jxtð eðli-
legt að hún yrði skoðuð, eins og hún
sagði í viðtali við fiéttamann Stöðvar 2
á mánudag. A bæjarstjómarfúndinum
sagði hún síðan: „t dag las ég hins veg-
ar greinargerð þar sem sérstaklega er
fjallað um þau mál sem snúa að ná-
grannasveitarfélögunum vegna nafú-
giftar bæjarins. Hún skýrir málið all-
vel. Eg hef hins vegar rætt við all
marga bæjarfúlltrúa um málið og tel
eftir þær viðræður að afstaða bæjar-
stjómar sé óbreytt. Eg hef hvergi lagt
til að málinu verði ftestað og mun ekki
gera |rað", sagði Drífa sem jafhframt
benti á að hún leyfði sér að hafit skoð-
anir. Hún hefði látið þær koma fiam í
viðtalinu á Stöð 2 og þess vegna skildi
hún ekki þessa viðkvæmni bæjarfúll-
trúa. Hún heföi ekki verið búin að sjá
lögfræðiálit vegna hinna sveitarfélag-
anna sem hinir bæjarfulltrúar hetðu
rætt um á lokaða bæjarstjómarfúndin-
um. Því hefði henni fúndist eðlilegt að
segja að það ætti að skoða mótmæli
sveitarfélaganna. Drífa sagði eftir bæj-
arstjómarfúndinn í samtali við blaða-
mann að jretta lögfræðiálit heiði verið
geymt á skrifstofu bæjarstjóra sem
trúnaðarskjal og því hefði hún ekki
verið búin að sjá jrað.
Jóhann Geirdal, Alþýðubandalagi
sagðist ekki ánægður með skýringar
forseta. Það væri auðvelt fyrir hvem og
einn að standa upp rétt fyrir kosningar
og segja Itvað hann vildi og rétt væri
að skoða. Mjög mikil umræða væri
búin að eiga sér stað í bæjanáði og
bæjarstjóm og því væri jretta eins og
rýtingsstunga í bak annarra bæjarfúll-
trúa fiá forseta bæjarstjómar. Jóhann
sagði trúnað við forseta brostinn. „Við
erum kosin til að taka ákvarðanir og
getum ekki hlaupist undan merkjum".
Drífa spurði í framhaldi af máli Jó-
hanns hvort bæjarfulltrúar væm ekki
alltaf tilbúnir að skoða mál sem jreim
bæmst í hendur og endurtók að hún
hefði ekki verið búin að sjá umrætt
lögfræðiálit sem lagt var fram á lokaða
bæjarstjómarfundinum.
Anna Margrét sagði að það væri
krafa allra að forseti bæjarstjómar vissi
um jafh mikilvæg mál og lögfræðiálit
vegna hinna sveitarfélaganna. Ekki
væri hægt að segja að hún hafi ekki
skoðað jxtð.
Umræðum um fretta mál lauk án
nokkurra tillögu eða annarrar af-
Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæj-
arstjómar.
greiðslu. Málið stendur eins og ákveð-
iðhefúrverið.
Drífa sagði á mr'tnudag við Stöð 2
að hún ætlaði að ræða við bæjarfull-
trúa um þann möguleika að fresta
kosningunni vegna mikillar óánægju
og jreirra mótmæla sem borist liafa.
,J2fúr að hafa rætt jressi mál við hina
bæjarfulltrúana fyrir bæjarstjómar-
fundinn fann ég að málinu varð ekki
haggað", sagði Drífa eftir fundinn.
-Nú var bæjarfulltrúum heitt í
hamsi á bæjarstjómarfúndinum og því
ljdst að jreir hafa ekki rætt við þig fyrir
hann á ljúfum nótum. Varðstu fyrir
verulegum óþægindum vegna jress
sem þú sagðir í fréttum Stöðvar 2.
Fékkstu kannski hótanir?
„Eg get ekki neitað því að það
hreinlega sauð uppúr og jú, ég fékk að
heyra hótanir".
-Um slit á meirihluta?
„Það vom ýmis orð látin falla undir
rós í hita leiksins. Meðal annars var
minnst á hugsanlegan nýjan meiri-
hluta. En ég tók jtessum ummælum
ekki alvarlega. Ég tel sjálfsagt að bæj-
arstjóm ræði jafh mikilvægt mál og
nafhamálið er fyrir bæjarbúa, jx5 svo
að ákvörðun hafi legið fýrir í rnálinu, í
Ijósi jteirrar óánægju sem fram hefur
koniið."
Leiðari:
Um gefín loforð
Enn er gengið til kosninga á Suðurnesjum. A undanförnum
tveimur árunt hafa mörg atkvæði verið greidd í sveitarstjórnar-
kosningum, sameiningar-, nafna og safnaðarheimiliskosningum.
Næstkomandi laugardag verður kosið um hverjir komi til nteð
að ráða ríkjum á alþingi voru. Einnig verður kosið um nafn á
sameinaða bæjarfélagið. Óhætt er að segja að nafnamálið hafi
skyggt á liina kosningabaráttuna og frambjóðendur hafa óspart
fengið að heyra óánægju nteð framgang nafnaklúðurs í samein-
uðu sveitarfélagi. Forseti bæjarstjómar fékk einnig orð í eyra frá
félögum sínum í bæjarstjórn á þriðjudaginn, fyrir það eill að
leyfa sér að hafa þá skoðun að hugsanlega niætti ræða betur
framgang ntálsins. Allir vissu að ákvörðun hafði verið tekin en
að bæjarfulltrúi skuli fá þvílíka útreið frá kollegum sínum, jafnt
í rneiri- sem minnihluta er ekki eðlilegt í Ijósi þess að mikill
meirihluti bæjarbúa hefði stutt það að fresta rnálinu, - og freista
þess að finna flöt sem fleiri hefðu sæst á en að velja á milli
tveggja nafna sem lílil sátt er um.
Bæjarfulltrúar ræddu um gefið loforð í nafnamálinu og að við
það ætti að standa. Margir hafa efast um |rað hvernig fulltrúar
fyrri bæjarstjórna gátu gefið slíkt loforð. Fara svo með rnálið
fyrir atkvæðagreiðslu hjá bæjarbúum sem síðan kolfella loforðið
sem bæjarfulltrúarnir voru búnir að gefa, þ.e. að leyfa ekki
gömlu bæjamöfnin. í skoðanakönnuninni í fyrravor samhliða
bæjarstjórnarkosningum fengu nöfnin Suðurnes og Reykjanes
samtals 11% atkvæða. I skoðanakönnun Víkurfrétta fyrir
skömmu var mikill meirihluti fyrir því að halda gömlu bæjar-
nöfnunum. En það virðisf ekki skipta bæjarstjórn neinu máli
hvað bæjarbúar vilja. Bæjarfulltrúar eru búnir að ræða málið svo
mikið og skoða að nú skal bara kjósa um það sem þeim finnst,-
ekki það sem bæjarbúa vilja.
Sameiningin hefur skilað árangri í rekstri bæjarfélagsins en að
leggja það fyrir mikinn meirihluta bæjarbúa að „loforð" um að
nota ekki gömlu bæjarnöfnin skipti meira máli en hagkvæmni
sameiningar, er út í hött. Það verður fróðlegt að fylgjast með því
hvað frambjóðendur sem nú komast á þing sem og starfandi
bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi, - ná að efna mörg lof-
orð sem þeir hafa gefið.
l’áll Ketilsson.
VOND
Bæjarstjóm Keflavíkur, Njarð-
víkur og Hafna er ákveðin í að at-
kvæðagreiðsla um nýtt nafn á
sveitarfélagið fari fram 8. apríl
nk. samhliða kosningum til al-
þingis. Atkvæðagreiðslan skal
vera um nöfnin Reykjanesbæ og
Suðurnesbæ, þrátt fyrir að í
tvígang megi leiða líkur að því að
meira en 80% bæjarbúa vilji |rau
ekki.
Fyrir tæpu ári síðan, eða 16.
apríl í fyrra fóru fram kosningar
um nafn á sveitarfélagið. Þá var
kosið um fimm nöfn, Suðumes,
Reykjanes, Hafnavík, Nesbæ og
Fitjar. Einnig var auð lína á at-
kvæðaseðlinum þar sem kjósend-
ur máttu skrifa inn annað nafn en
þessi sem í boði voru. Nöfn bæj-
arfélaganna þriggja komu þó ekki
til greina skv. ákvörðun sveitar-
stjómarmanna. Þau vom bönnuð.
Alls greiddu 2199 bæjarbúa at-
kvæði. Af nöfnunum fimm fékk
Suðumes flest atkvæði, eða 631
sem var nálægt 9% íbúa á kjör-
skrá. Önnur nöfn á atkvæðaseðl-
inum fengu fá atkvæði. 1088
bæjarbúa lýstu óánægju sinni
með þau nöfn sem í boði voru og
rituðu nafnið Keflavík í auðu lín-
una og 77 gerðu atkvæðaseðla
sína ógilda. Nálægt 4000 manns
sýndu kosningunum áhugaleysi
eða andúð og tóku ekki þátt í
þeim. Bæjarstjórnin ákvað eftir
þessar kosningar að Suðumesja-
bær skyldi vera nafnið á sveitar-
félaginu, en var gerð afturreka
með þá ákvörðun sína eins og
menn muna.
Félagsvfsindastofnun Háskól-
ans framkvæmdi skoðanakönnun
fyrir Víkurfréttir fyrir stuttu. í
henni fengu þessi tvö nöfn,
Reykjanesbær og Suðurnesbær
háðuglega útreið, því fýrra nafnið
fékk 7% atkvæða og það seinna
4% atkvæða. Ef kosið væri um
þrjú nöfn. þ.e. Reykjanesbæ,
Suðumesbæ og nafnið Keflavík-
Njarðvík, fengi Reykjanesbær
17% atkvæða, Suðumesbær 23%
atkvæða og Keflavík-Njarðvík
60% atkvæða. Þetta sýnir auðvit-
að það að meirihluti íbúanna vill
ekki breyta núverandi nöfnunr.
Þrátt fyrir þessa eindregnu skoð-
anir meirihluta íbúa í þessari
skoðanakönnun, þar sem meira
en 80% íbúa vilja sjá annað nafn
á sveitarfélaginu en Reykjanesbæ
eða Suðurnesbæ, ætlar bæjar-
stjórnin að hnoða öðru hvoru
nafninu á sveitarfélagið.
Hann er undarlegur þessi
ásetningur bæjarstjórnarinnar að
ætla að ganga gegn vilja meiri-
hluta bæjarbúa enn á ný f þessu
máli. Það hefur heyrst í bæjarfull-
trúum að þeir séu að standa við
loforð sem þeir gáfu, um að nú-
verandi bæjarnöfn yrðu ekki í
Keflavík-
Njarðvík-Hafnir:
Gömlu kjör■
staðirnir
notaðir
Þar sem kennaraverkfalli
hefur verið frestað samþykkti
bæjarstjórn Keflavíkur,
Njarðvíkur og Hafna á fundi
á þriðjudag að nota ekki
íþróttahúsin sem kjörstaði
heldur „gömlu" kjörstaðina,
þ.e. Njarðvíkurskóla og
Holtaskóla í Keflavík. í
Höfnum verður kosið í hús-
næði björgunarsveitarinnar
Eldeyjar. A þessum stöðum
verður kosið til alþingis sem
og í nafnamálinu.
Nýr veit-
ingastaður
fær vínveit-
ingaleyfi
Nýr veitingastaður verður
opnaður að Hafnargötu 30 í
næstu viku. Hlutafélagið
Gunnarsson hf. sem mun
reka staðinn fékk vínveit-
ingaleyfi sanrþykkt á bæjar-
stjórnarfundi í fyrradag sem
og Halldór Sigdórsson, veit-
ingamaður á Café flug.
A Brosinu í gær kom fram
að nýi veitingastaðurinn sem
verður til húsa þar sem Edin-
borg var áður mun líklega
opna 19. apríl nk. Ekki er
búið að finna nafn á staðinn.
nafni sameinaðs sveitarfélags.
Það væri fróðlegt að fá að vita
hverjum bæjarfulltrúar hafa lofað
að svipta sveitarfélögin núver-
andi nöfnum sínum, nöfnum sem
þau hafa borið um aldir. Meiri-
hluti íbúanna kannast greinilega
ekki við að eiga slík loforð inni
hjá bæjarfulltrúum.
Undirritaður féllst á að taka
sæti í kjörstjóm, er bæjarstjóm
skipaði í til að sjá unt fram-
kvæmd kosningar um nýtt nafn á
sveitarfélagið. Þegar ég gerði það
datt mér ekki í hug að ég gæti
ekki sjálfur tekið þátt í þeirn
sömu kosningum vegna ein-
strengislegrar ákvörðunar bæjar-
stjómar um valkosti. Þetta er hlá-
leg staða. Eg hef því ákveðið að
minn eini valkostur í kosningun-
um sé að gera seðilinn ógildan
með því að strika yfir þau tvö
nöfn sem í boði eru, og reyna
þannig að koma þeim skilaboð-
um til bæjarstjórnarinnar að ég
vilji ekki breytingar á núverandi
nöfnum. Þetta virðist nærtækasti
möguleiki minn til að mótmæla
því að bæjarstjóm hvikar ekki frá
ákvörðun sinni um nafnakosning-
una, þrátt fyrir að mikill meiri-
hluti bæjarbúa sé andvígur því
sem kjósa á um í þessum kosn-
ingum. Þetta er vond bæjarstjóm.
Magnús Haraldsson.