Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 1
FROST 06 FUNI í STAPA Á LAUGARDAGSKVÖLD Stœrsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum 43, tölubhið 16. árgangur Finmtudagurinn 2. nóvember 1995 ocfcimm #5:Pf\RI5JÓ-DURm I KEFLAVIK OG MEIRIFRAMKVÆMDIR - Verktakar náðu góðum samuingum! SIÐA 2 STRÆTI ‘ JÓIGEIDAL ALLTUM FRUMSÝNT EKKIÁ HAUSTDAGA Á MORGUN 1 VILLIGÖTUM 1 í BLAÐINU! Óprúttnir „gestir“ af höfuðborgarsvæðinu: GLÆPAGEIMGI STÖÐVAÐ! -hafði stundað skipulögð bilamnbrot á Suðurnesjum Tveir ungir menn úr Reykjavík voru handteknir við innbrot í bifreið við Hátún í Keflavík aðfaranótt miðvikudags. Við yfirheyrslur játuðu þeir fleiri innbrol og greindu frá fleiri aðilum, sem stunda skipulögð innbrot í bfla á Suðumesjum að sögn Johns Hill, rannsóknarlögreglumanns. Þeirra aðila er nú leitað en þeir eru frá höfuðborgarsvæðinu. Innbrotsþjófamir hafa stundað þessi innbrot að undanfömu með reglulegum og mjög skipulögðum hætti. Að sögn Johns höfðu þjófarnir merkt inn á götuskrá í Suðurnesjasímaskrá götunúmer þar sem bílar voru fyrir utan og þeir vildu komast inn í. Þeir koniu að degi til í vettvangsrannsóknir. I mörgum tilfellum höfðu þeir einnig skrifað niður bílnúmer. Við rannsókn kom í Ijós að í a.m.k. tveimur tilfellum var búið að skrá niður bifreiðar lögreglumanna sem starfa í Kefla\ ík og til stóð að brjótast inn f. John sagði að innbrotsþjófarnir hafi ekki vílað fyrir sér í nælurmyrkrinu að brjóta bílrúður og stela úr þeim geislaspilara og vegleg bílkassettutæki, bátalara og annað verðmætt. „Þeir tóku aðallega vandaða og frekar dýra hluti“, sagði John. Innbrotin voru framin í Keflavík, Sandgerði, Garði og vfðar á Suðurnesjum. Heimasíða Víkurfrétta: http://www.spomet.is/vikurfr/index.html Netfang/rafpóstur: vikurfr@spomet.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.