Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 20
20 2. NÓVEMBER 1995 VlKURFRÉTTIR Förðunarskóli Gallery Förðunar: Lærðu förðun fyrir tískusýningar og Ijósmyndun Rósa Víkingsdóttir fræðslufulltrúi skrifar: Vipkt tóbaksvarnastarf í grunnskólum Fyrir nokkrum dögum lauk sex vikna námskeiði í förðun sem haldið var af Förðunar- skóla Gallery Förðunar í Keflavík. Þetta er fyrsta slíka námskeiðið sem haldið er á Suðurnesjum en eftir áramótin er fyrirhugað að halda annað slíkt námskeið. Nemendur voru fimm að þessu sinni og í förðunarskól- anum var farið í gegnum allt það helsta sem förðunarfræð- ingar eru að vinna við, þ.e.a.s. náttúrulega förðun fyrir litljós- myndun og svart/hvíta ljós- myndun. Einnig dagförðun, kvöldförðun og eyelinerskygg- ingu, allt fyrir svart/hvítt og lit. Einnig var farið í tískusýnigar- förðun og hin ýmsu tímabil eins og t.d. sixties. Þær fimm stúlkur sem tóku þátt í förðunarskólanum verða útskrifaðar á næstunni og fá viðurkenningarskjal og ein- kunnir. Stúlkurnar eru Vilborg Förðun: Vilborg Asn Bjöms- dóttir Óladóttir og Rúna Óladóttir. Eins og fyrr segir verður far- ið af stað með skólann aftur eftir áramótin og er skráning hafin. Meðfylgjandi myndir tók myndasmiður Víkurfrétta, Hilmar Bragi, í síðustu viku skólahaldsins. Myndirnar sýna bæði förðun fyrir svart/hvítt og lit. Texti & myndir: Hilmar Bragi Reykingar ungs fólks eru vaxandi áhyggjuefni. Þá hefur færst í vöxt neftóbaks- og munntóbaksneysla barna og unglinga með tilkomu nýrra innfluttra tóbakstegun- da. Er svo langt komið að búast má við faraldri hér á Suðurnesjum líkt og orðið hefur víða annars staðar. Það er því brýnt að virkt tóbaksvarnarstarf sé innt af hendi. Krabbameinsfélag Suður- nesja hefur nú gripið til þess ráðs að ráða til sín fræðslu- fulltrúa sem mun starfa að tóbaksvörnum hér á Suðurnesjum í samvinnu við Krabbameinsfélag Reykja- víkur. Þá verður fræðslufull- trúinn f nánum tengslum við þá fagaðila sem starfa nú þegar við forvarnir í skól- unum en það eru annars vegar skólahjúkrunarfræðin- gar og hins vegar kennarar sem kenna námsefni þessu tengt. Starf fræðslufulltrúa felst fyrst og fremst í skip- ulögðum heimsóknum í bekki til nemenda 11 ára og eldri. Jafnhliða fræðslustarfi í skólunum er unnið að ákveðnu tilraunaverkefni en það er stofnun tóbaksvarna- klúbba í Holtaskóla meðal nemenda í 8. og 9. bekk. Starfsemi þeirra fer fram eftir skóla einu sinni í viku. Meðlimir þeirra eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum f baráttunni gegn reykingum og allri tóbaksnotkun. Markmið með klúbbastarfi eru: 1. Hvetja ungt fólk til að byrja ekki að reykja. Hafa Ása Björnsdóttir, Sigrún Grét- arsdóttir, Kristín Helgadóttir, Vilborg Einarsdóttir og Ólöf Einarsdóttir. Kennarar í Förð- unarskóla Gallery Förðunar voru Anna Thoer, Ásta Dfs Förðun: Sigriin Grétarsdóttir Förðun: Kristín Helgadóttir áhrif á viðhorf til þess í þá átt að það sé ekki flott að reykja. Einnig að það geti varist utanaðkomandi þrýstingi Rósa Víkingsdóttir, fræðslu- fulltrúi Krabbameinsfélags Suðumesja. (hópþrýstingi) og sagt NEI við tóbaki hvaða nafni sem það nefnsit. 2. Miðla fræðslu og upplýsingum um skaðsemi reykinga. 3. Nota uppbyggilegar leiðir þar sem nemendur eru virkir þátttakendur til að stuðla að reyklausu umhverfi í skólum, inná heimilum og í samfélaginu öllu. Án efa eru ýmsir áhrifa- valdar sem hvetja börn og unglinga til reykinga og má hér nefna fordæmi reykinga- manna. Það er því brýnt að tóbaksneysla verði gerð útlæg alls staðar þar sem börn og unglingar eru við nám, leik og störf. Það er ósk okkar sem að þessu stöndum að allir leggist á eitt við að ala upp reyklausa kynslóð. Förðun: Vilborg Einarsdóttir Förðun: Ólöf Einarsdóttir W KEFLAVIK

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.