Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.11.1995, Blaðsíða 8
2. NÓVEMBER 1995 VlffURFRÉTTIR Útivistaráhugafólk kætist: Gönguleið frá Reykjanesvita til Þingvalla Þess er ekki langt að biða að ny og falleg, stikuð gönguleið steinsnar frá höfuöborginni verði opnuð til útivistar. Fáar eða engin höfðuborg í heiminum geta státað af sömu nánd við stik- aða óbyggöaleiö samkvæmt því sem kom fram á fréttamanna- fundi sem haldinn var í Káðhúsi Revkjavíkur nýverið á vegum framkvæmdanefndar um gerð Reykjanesvita. Hugmyndin að gerð göngu- leiðarinnar var fyrst lögð fram í stjórn Ferðamálasamtaka höf- uðborgarsvæðisins af Ara Trausta Guðmundssyni, jarð- eðlisfræðingi. Hugmyndin hef- ur fengið góðar undirtektir og hann hefði ekki órað fyrir að hún yrði að veruleika á svo skömmum tíma. Gönguleiðin liggur um óbyggðir frá Reykja- gönguleiðar frá Þingvöllum að nesvita að Þorbirni, frá Þorbimi að Sandfelli og þaðan að Djúpavatni með viðkomu við Keili. Frá Djúpavatni er st'ðan gengið að Kaldárseli ofan við Hafnarfjörð og um Bláfjöll, Hamragil og fleiri staði allt að Þingvöllum. Sveitarfélög innan Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og Samtaka sveitarfél- Reykjavegur frá Nesjavöllum i, , oð Reykjanestá . REy,K^v*^ - Tll vesturst^A - - f ~ I. Kaldársel ab 7' y Mí ’ t Ke,lav^t - \ y*\ \ '• DjúpavatnXÍ^ Knlir ^ / Bláfjal íf Þorbjorn b SandfelF/ / skáli 3. Hamragli ab Nesjavöllqm Crindavík öm ab 3. Sandfell 2. Bláfjalia- austurs: ski>li' Hamragll 1. Kaldársel í Bláfjallaskála Reykjanestá ab Þorhirnl L2. Djúpvatn ab Sandfelli 10 km aga á Suðurnesjum standa sam- eiginlega að verkefninu. Hafist var handa í sumarbyrjun og er stefnt að því að ganga geti haf- ist í vor. Leiðin frá Þingvöllum um Nesjavelli í Sleggjubein- skarð var stikuð fyrir og nú er langt komið að stika leiðina frá Sleggjubeinsskarði í Bláfjöll. Um sex til átta daga tekur að ganga leiðina alla en einnig er hægt að skipta henni í tvennt, vesturlegg og austurlegg, um Kaldársel. Vesturleggurinn er áætlaður fjórar dagleiðir og austurleggur þrjár dagleiðir. Gönguleiðin verður merkt með bláum stikum en einnig verða settar upp rauðar stikur sem vísa mönnum veginn niður í sveitarfélögin og að fallegum stöðum utan höfuðleiðarinnar. Aætlað er að verkefnið muni kosta um 17 milljónir króna. í þeini kostnaði er falin stikun leiðarinnar, gerð tjaldstæða, uppsetning salerna og aðstöðu fyrir rennandi vatn, bygging skála og gerð kynningarefnis. Gönguleiðinni hefur ekki verið gefið nafn en hún hefur verið kölluð Reykjavegur. Þá hefur verið stungið upp á nafninu Reykjanesvegur. mmmmmmmM Mánudaga til fimmtudaga kl. 16:00 tíl 23:30 Föstudaga tíl sunnudaga kl. 13:00 tíl 23:30 NÝ SPÓLA KR. 300.- - Eín eldri fylgír meöl NÝLEG SPÓLA KR- 200,- - Exn gömixl fýlgír meö! GAJVILAR SPÓLUR KR. ÍOO.- MYNDBANDSTÆKI + 6 SPÓLUR TILBOÐ KR. 900.- Holtsgata 26 Njarðvík sími ^21-5613 Árnað heilla 15. júli voru voru gefin saman í Ytri-Njarðvíkurkirkju af séra Baldri Rafni Sigurðssyni, brúð- lijónin Sara Dögg Gylfadóttir og Björn Símonarson, Efstaleiti 28, keflavík Mynd: Nýmynd. 22. jiílí voru gefin saman í Innri-Njarðvtkurkirkju af séra Baldri Rafni Sigurðssyni, brúð- hjónin Bjamey María Hallm- ansdóttir og Gestur Pétursson, Stillwater, Oklalioma, U.S.A. Mynd: Nýmynd. nr \-ílrm fkmm TMÍS i tfNMtf Eigum „loðfóðraða“ skó fyrir flestar gerðir bifreiða á lager - bæði með „mannbroddum“ og án! REGULUS OPIÐ MAN-FÖSKL. 08-18 LAUGARD.KL. 10-15 Fitjabraut 12 - Njarðvík - sími 421 1399 Kirkja Keflavíkurkirkja Laugardagur 4. nóvember: Jarðaför Þorgeirs Karlssonar Kirkjuvegi 1A, Keflavík, ferfram kl. 14:00. Sunnudagur 5. nóvember: Allra heilagra messa: Kirkjudagur eldri borgara. Sunnudagaskóli kl. 11:00 árd. Efni: Sæluboðin. Munið skólabílinn. Messa kl. 14. Látinna minnst. Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Gauja Magn- úsdóttir, Jóhanna Kristinsdóttir og Jón Valdimarsson lesa ritningargreinar. Kór Keflavíkurkirkju syngur m.a. Litaníu Bjama Þorsteinssonar. Einsöngvari María Guðmundsdóttir. Organisti og stjómandi er Einar Öm Einarsson, en hann leikur á orgel kirkjunnar hálftíma fyrir athöfn. Boðið verður upp á akstur frá Suðurgötu 15-17 og Hlévangi kl. 13:30 og til baka eftir kaffiveitingar á Kirkjulundi, sem Systra- og bræðrafélagið býður til. Þriðjudagur 7. nóvember kl. 20:30: Femúngamámskeið fyrir foreldra fermin- garbama í Kirkjulundi í umsjá Láru G. Oddsdóttur, stud. theol. Efni: Altarisgangan og táknmál kirkjunnar. ATHUGIÐ! Kirkjan er opin á þriðjudögum og fimm- tudögum kl. 16-18 og gefst fólki tækifæri á að eiga sínar íhugunar- og bænastundir. Starfsfólk verður til viðtals á sama tíma í Kirkjulundi. Prestarnir. Félagið BÖRNIN OG VIÐ í Keflavík Foreldramorgnar: Foreldrar koma saman ásamt bömum sínum á þriðjudögum á gæsluvellinum við Heiðarból í Keflavík. Stjórnin. Njarðvíkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 5. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 13:00. Miðvikudagur 8. nóvember: Foreldramorgun kl. 10:30. Ytri-Njarðvíkurkirkja Fimmtudagur 2. nóvember: Spilakvöld aldraðra kl. 20:00. Bækur frá bókasafninu verða til útláns. Allir hjartan- lega velkomnir. Sunnudagur 5. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Þriðjudagur 7. nóvember: Foreldramorgun kl. 10:30. Baldur Rafn Sigurðsson. BJARMI félag um sorg og sorgarferli á Suður- nesjum Mánudagur 6. nóvember: Fimmti fundur nærhóps kl. 20:00 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:30. mun Jóna Dóra Karlsdóttir flytja erindi í Ytri-Njarðvíkurkirkju um sorgina og fjölmiðla. Útskálakirkja Sunnudagur 5. nóvember: Messakl. 11:00. Sunnudagaskóli kl. 14:00. Kyrrðar og bænastundir eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 20:30. Sóknarprestur. Grindavíkurkirkja Sunnudagur 5. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Allra heilagra messa. Eldri borgarar eru þátttakendur í athöfnin- ni, og eru allir eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir. Kaffiveitingar eftir messu. Sóknarprestur. Hvítasunnukirkjan/Vegurinn Bamakirkja sunnudag kl. 11:00. ogsamkomakl. 14:00. Allir velkomnir. Safnaðarheimili aðvcntista Blikabraut 2: Laugardagur kl. 10:15. Guðsþjónusta og Biblíurannsókn. Kaþólska Kapellan Kcflavik Skólavegi 38: Messa kl. 14:00 á sunnudögum. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.