Víkurfréttir - 15.05.1996, Qupperneq 3
FEKK GRASLEPPUNET
í SKRÚFUNA
Skipverjar á Hugborgu skutu
upp neyðarblysi og gerðu
þannig vart við sig þegar þeir
höfðu fengið grásleppunet í
sknífuna utan við Grindavík í
sfðustu viku. Strákarnir á
Farsæli GK koniu Hugborgu
til hjálpar og drógu liana til
hafnar þar sem skorið var úr
skrúfunni.
HLAUT
HÖFUÐÁVERKA
Ekið var á bam við Baðsvelli
í Grindavík á miðvikudag í
fyrri viku. Bamið hlaut minni-
háttar höfuðáverka en slapp
að öðm leiti vel.
ÞRETTÁN OFFLJÓTIR
Lögreglan í Grindavík tók
þrettán ökumenn fyrir of
hraðan akstur í síðustu viku.
Ökumaður bifhjóls var tekinn
á 181 km. hraða á Grinda-
víkurvegi. Þá gómuðu grind-
vískir lögreglumenn ökumann
bifreiðar á '159 km. hraða á
Reykjanesbraut. Sigurður
Ágústsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn sagði í samtali
við blaðið að ökumenn mættu
eiga von á að sjá Grindavíkur-
lögregluna á brautinni en við
hefðbundið eftirlit á Grinda-
víkurvegi er alltaf tekinn
„smá" rúntur á brautina þar
sem yfirleitt eru teknir 2-3
fyrir of hraðan akstur.
Sjómanna- og saltfisk-
hátíð í Grindavík
Mikil sjómanna- og saltfiskhátíð verður haldin í Grindavík dag-
ana 29. maí - 2. júní þar sem boðið verður upp á Ijölbreytta dag-
skrá í tilefni af sjómannadeginum. Meðal þess sem boðið verður
upp á er dansleikir, tónleikar, Silungsveiði, fiskmarkaður,
Grindavíkursaga, sjóklæði í 100 ár, Fuglaskoðun, Björgunarsýn-
ing, Gönguferðir og fjömferðir, veitingastaðir verða með fisk-
rétti og gestakokka og maigt fleira. Bæði tjaldsvæði og og hjól-
hýsastæði verða ftí og geta bömin farið í leiktæki.
Umskiftingar og annað fólk
Bæjarmálefni Keflavíkur em
sífelld gamanmál. Síðasta
uppákoman er fréttin að
Steinþór Jónsson, hótelstjóri,
eigi nafnið Reykjanesbær.
Bæjarstjóri telur, að sú
hugsanlega deila, hver eigi
nafnið, eigi að úrskurðast hjá
félagsmálaráðherra. Ef að
félagsmálaráðherra bakkar
hann upp, þá er lýðræði Ellert
Eiríkssonar fullnægt. Eins og
allir vita hyggst safnaðarstjóm
Keflavíkurkirkju reisa mis-
jafnlega fallega skúra við
kirkjuna, enda þótt mikill
meiri hluti íbúanna hafi lýst
andúð á því. Kirkjumála-
ráðherra finnst það gott mál
og þá finnst Ellert það frábært.
Annar bæjarfulltrúi, Jóhann
Geirdal, formaður verslunar-
mannafélags Suðurnesja og
varaformaður Alþýðu-
bandalagsins hefur fengið
lýðræðislega köllun: sá
maður eða kona, sem er
honum ósammála og lætur þá
skoðun í ljósi, skal bannfærð.
Þetta að gagnrýna hinn heila-
ga Jóhann, gerði fyrrverandi
formaður Magnús Gíslason á
félagsfundi. Jóhann brást
skjótt við og rak Magnús út í
ystu myrkur eins og hann
hafði áður gert við Gylfa
skólastjóra, Hjálmar rektor og
Einar sleggjukastara. Var jtetta
ekki maðurinn sem að kveldi
síðustu sveitarstjórnarkos-
ninga hljóp til Drifu og Önnu
Margrétar og bauð sinn stuðn-
ing við vinstri stjóm í bæjar-
félaginu en morguninn eftir
hringdi einhver með rödd
Jóhanns í Ellert og spurði
hvort þeir, Jóhann og Ellert
væru ekki vinir og ættu að
vinna saman? Þessi vaska
framganga Jóhanns við
Magnús Garðverja hefur
vakið aðdáun fjölmiðlafólks
hér í bæ, enda engum dottið í
hug að spyrja Magnús um
hvað væri deilt. Og nú er
Drífa orðin formaður neyten-
dasamtakanna, enda þótt hen-
nar flokkur hafi barist harðri
baráttu gegn frjálri verslun.
Sagði einhver að sæmileg
laun hafi verið í boði? Laun,
vel á minnst, fær Geirdal ekki
160 þúsund á mánuði fyrir sín
störf hjá verslunarmönnum á
meðan Magnús tók 100 þús. á
ári. Að sjálfsögðu ganga
bæjarfulltrúar á undan með
góðu fordæmi með lækkun
eigin launa, þegar launafólk er
beðið að herða sultarólina. Að
sjálfsögðu.
Hilmar Jónsson.
Háþrýs tiþvo ttu r
á húsum
Berglind ehf.
sími 421 3986
Eggert
URVAL
AF ÓDÝRUM
G/\RÐYRKJU-
VERKFÆRUM
Meðal annars:
• trjáklippur
• limgerðisklippur
• greinaklippur
• kantskerar
Verkfæradeild - Sími 421 1730
JEPPASYNING
Ferðaklúbburinn 4x4
heldur jeppasýnmgu
imkaup í Njarðvfl
á föstudaginn, 17. maí
kl. 14:00 til 18:00
Allt áhugafólk um jeppa
og ferðamennsku
velkomið.
Sumarfötin komin
SufltöAolufaÁta-* •
Ko\\óttattowtíapg«UU
HOLMGARÐI - SIMI 421 4799
V íkurfréttir
3