Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.1996, Síða 7

Víkurfréttir - 15.05.1996, Síða 7
Sniglar svara lögreglunni Vegna ummæla Karls Her- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns í Keflavík á síðu 4 í DV þann 30.04.96 vill stjóm Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla koma eftirfarandi á framfæri: Fullyrðing sú sem Karl setur fram að flestir bifhjólamenn virði ekki hraðatakmarkanir á ekki við nein rök að styðjast. Þetta er alhæfing sem setur öll þau hundruð bifhjólamanna sem um ísland aka undir einn hatt sem ökufanta og glæpa- menn. Hann hefði allt eins getað sagt að flestir hesta- menn væru diykkjumenn. Sniglar hafa frá árinu 1992 rekið öflugt umferðarátak í samvinnu við tryggingarfé- lögin og fleiri aðila, sem hefur skilað sér með stórfelldri fækkun slysa á biihjólamönn- um. Tilvikum hefur fækkað um 36%. Slösuðum hefur fækkað um 41% og þar af hefur mikið slösuð- um fækkað um 67% (Tekið saman úr slysatölum Umferðaráðs) Þrátt fyrir þetta hefur bithjól- um fjölgað á þessum tíma. Karl hefði betur sagt að flestir bifhjólamenn SEM HANN HEFÐI AFSKIPTI AF, virtu ekki hraðatakmarkanir og undanskilið þannig þann mikla meirihluta sem ekur af skynsemi og aldrei kemst í kast við lögin. Stjórn Snigla hafa borist kvartanir undan aðgerðum lögreglunnar í Keflavík sem hafa falist í því að teknar eru myndir af hverju hjóli ásamt eiganda þess. Er þetta væntan- lega gert lögreglunni til glöggvunar vegna HUGSAN- LEGRA LÖGBROTA!!! Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar hafa frá upphafi reynt að eyða fordómum í garð bif- hjólamanna og ávallt leitast við að hafa gott samstarf við lögregluna. Teljum við að það AÐ STILLA UPP BIF- HJÓLAMÖNNUM SEM HUGSANLEGUM GLÆPA- MÖNNUM beri vott um for- Ein í „fýlu I dag er föstudagurinn 10. maí, alveg indælis dagur. Eg fór snemma á fætur til próflesturs og leist bara vel á þennan yndisfagra dag og gat vart hugsað mér að vera inn- andyra. Eftir að hafa kvartað örlítið í móður minni um að þurfa að sitja inni að lesa í góða veðrinu datt henni það snjallræði í hug að slá upp sóltjaldi og var það bót í máli því þá gat ég verið úti að lesa og notið veðurblíðunnar, æð- islegt, fullkominn dagur. Ég fylgist með móður minni fara með þvott á snúruna og var hún mjög ánægð með þurrkinn, sem sagt allir mjög hrifnir af þessum degi og ætla að njóta hans til hins ýtrasta. En allt í einu sótti á mig sú hugsun, hvað er ég að pæla að sitja hérna úti, ég bý jú í Sand- gerði og það skal enginn segja mér að þeir sleppi við að bræla í þessu blíðskaparveðri og ég er varla búin að sleppa þessari hugsun þá sé ég hið þykka ský leggjast yftr bæinn, þvflík stækja. Mér er spurn, er endalaust hægt að bjóða bæjarbúum uppá þetta? Er endalaust hægt að gefa undanþágur? Er ekk- ert gert svo bæjarbúum líði vel héma eða er kannski verið að flæma okkur í burtu? Ég er allavega orðin ansi þreytt á þessu og veit ég að svo er um flesta bæjarbúa. Ég vil að eitt- hvað sé gert, allavega að þeir standi við það að loka er stækjan leggst yfir bæinn. Sandgerðingur Aðalfundur veröur haldinn 22. maí í húsi félagsins kl. 20.30 Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf Allir félagsmenn velkomnir dóma og sé ekki góðu sam- starfi til framdráttar. Er það von okkar að allir sjái að sér og eyðileggi ekki mar- gra ára gott samstarf með for- dómum og óvarlegu orða- gjálfri. Fyrir hönd stjómar Bifhjóla- samtaka lýðveldisins, Snigla Gunnar Þór Jónsson, oddviti stjórnar. Viðtalstími Atvinnu- og Ferðamálafulltrúa Atvinnu- og Ferðamálafulltrúi Mark- aðs- og atvinnumálaskrifstofunnar verða með viðtalstíma á skrifstofu Gerðahrepps miðvikudaginn 22. maí kl. 13.30-15.30 Sveitarstjóri TISKUSYNIIMG á Café Flug f Kjarna á morgun, uppstigningardag kl. 15:00 Sýndar verða vörur frá versluninni. Snyrtivörukynningar frá Juvena og Revlon. Börn úr forskóla Tónlistarskólans í Keflavík leika undir stjórn Steinunnar Karlsdóttur. HAPPDRÆTTI KAFFISALA Á CAFÉ FLUG - ALLIR VELK0MNIR .twS** c/j-nnúta Anna Hcifnargötu 37A Sími 421 3311 SUMARBUSTAÐAEIGENDUR! Tökum að okkur úðun á sumarbústaðalöndum á SV-homínu! Ára^^Sabúnað^- 0DYRT - ABYRGÐ Tökum að okkur úðun á trjám. Notum skordýraeitrið PERMASEKT, sem er skaðlaust mönnum, fuglum og gæludýrum. Úðum einnig við roðamaur. ogHaísteínnErol mim V íkuifréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.