Víkurfréttir - 15.05.1996, Qupperneq 9
Járn og skip:
Mikill uppgangur í solpöllum
„Það er samdóma álit þeirra
sem við verslum við að tx'ðin
sé góð og örugglega mánuði
á undan. Enda hefur hún
komið aftan að fólki sem
hefur ekki verið undir það
búið“, sagði Einar Steinþórs-
son verlunarstjóri í Járn og
skip. Verslunin hefur auk
annars úrval verkfæra tii
sumarsins á boðstólum allt
frá smáum garðyrkjuverk-
fænxm til stón-a sláttuvéla.
HveiTiig er með flaggstangir,
kaupir fólk slíkt í dag?
„Það er nú aðallega fólk sem
er komið yfir þrítugt, fertugt
og er búið að setja sig niður
og klára garðana si'na. Þá vill
það oft setja lokahnykkin á
þá með fallegri flaggstöng.
Stangirnar þarf að panta eftir
máli en það er hægt að
kaupa toppinn á staðnum“.
Eru einhverjar nýjungar í
gangi?
„Safnkassamir fyrir lífrænan
úrgang eru voða mikið að
koma inn og eiaim við með
eina tegund til þess að prófa.
Fólk er farið að átta sig á
þessum hlutum og er að
byrja á þessu“.
Bæjarbúar hafa greinilega
eitthvað tekið til við vor-
verkin og em þeir í Jám og
skip þegar byrjaðir að selja
Aburð og lauf- og mosaeyði
sem og hrífur og fleira. „Við
seljum mikið af pallaefni í
sólpaila en það virðist vera
mikill uppgangur í því. Það
virðist því að sumarið ætli
að verða gott svona miðað
við hvemig það fer af stað“.
Roðamaurinn er viðbjóður
-segir Hafsteinn Emilsson, úðari
Þrátt fyrir góða tíð er enn ekki
kominn tími til þess að úða
garða og þarf að bíða eftir því
að blóm og tré springi út. Haf-
steinn Emilsson er þó í start-
holunum en hann hefur séð
um hefðbundna garðúðun sl.
10 ár. Fyrst ásamt föður sín-
um og síðan sjálfstætt. Hann
er þó byrjaður að úða gegn
roðamaur sem hann segir
hvimleiðann. „Roðamaurinn
er alger viðbjóður og fer það
mest fyrir bijóstið á fólki að
hann fer inn í hús. Það má bú-
ast við því að það sé meira af
honum núna þar sem veturinn
hefur verið óvenju góður. Það
þarf mikið frost í langan tíma
til þess að drepa hann og sýn-
ist mér hann vera hálfum
mánuði fyrr núna í ár“.
Hafsteinn sagði að allar reglur
varðandi úðun væru orðnar
strangari varðandi efnisnotk-
un og einnig þyrftu úðarar að
sækja sérstök námskeið. „Það
efni sem ég
er að nota
h e i t i r
Permasett
og ef hægt
er að tala
um eitur
sem er um-
h verfi s-
vænt þá er
það þetta
efni. Fyrir
svona 10-
15 árum var notað eitur sem
er ennþá í jarðveginum en
þetta efni sem ég nota brotnar
niður í jarðveginum. Það er
ekkert óeðlilegt að fólk þurfi
kannski að úða tvisvar sinn-
um yfir sumarið þar sem þessi
efni eru eins og lyf sem við
tökum inn og eru sterk fyrst
en svo minnka áhrifin eftir því
sem á líður“.
Þetta eru oft sömu garðamir
sem Hafsteinn er að úða en
segist þó ekki úða hjá fólki ef
þess þarf ekki með. „Það hef-
ur ekkert upp á sig. Það er
eins og að taka magnyl ef þú
ert ekki með höfuðverk.“
Hverjir eru helstu skaðvald-
amir?
„Það er lúsin aðallega og eins
leita ég eftir skemmdum í
trjám. Maðkurinn er skæður
og hann getur étið upp garða á
þremur dögum. Það er synd
að sjá það gerast hjá fólki ef
það áttar sig ekki á því“, sagði
Hafsteinn að lokum.
GARÐAUÐUN
STVRLÁVGS ÓLAFSSONAR
Er grenið eða furan illa farin eftir
veturinn? Úða greni og furu með
lífrænum áburði sem hjálpar til
við endurnýjun barrnála.
(Koniferen Baisam og Maxicorp).
Eyði mosa og illgresi úr
grasflötum. Eyði gróðri
úr stéttum og innkeyrslum.
Leiðandi þjónusta.
Upplýsingar í símum
421-2794 og 893-7145
NYTT 0GENDURBÆTT
ÚTI-VITRETEX FRÁBÆR
MÁLNING Á STEINHÚS
ÁSAMT ALLRIVIÐARVÖRN
Á TILBODIÚT MAÍ
Málningarverslun
með fagmennsku í fyrirrúmi!
BALDURSGOTU 14 ■ KEFLAVIK - SIMI 421 4737
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Kosningaskrifstofa
opnuð í Keflavík
á morgun, fimmtudag
Á morgun, fimmtudag kl. 16 verður opnuð kosningaskrifstofa
stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar á Suðurnesjum,
að Hafnargötu 61 Kefiavík (við Vatnsneslorg).
Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín munu kynna framboðið og
laka á móli sluðningsfólki milli kl. 16 og 18.
Ávörp og fyrirspurnir - allir velkomnir!
Nemendur Tónlistarskólans f Kefiavík leika, myndlistarmenn frá
Suðurnesjum sýna verk sín og kaffiveitingar verða á boðstólum.
Kosningaskrifstofan verður opin fyrsl um sinn frá kl. 17 til 21
virka daga og milli kl. 14 og 18 um helgar.
Síininn er 421 6«08, fav 421 (>«!(»
Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín taka á móti stuðningsfólki milli kl. 16 og 18.
FORSETAKJÖR 1996
Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar á Suðurnesjum.
Víkurfréttir
9