Víkurfréttir - 15.05.1996, Page 19
♦ Gullmerkjahafar Víðismanna að undanskildum fjórum sem ekki gátu mætt.
Vel heppnað Víðisafmæli
Það var svo sannarlega stór síð-
asta helgi í Garðinum þegar Víð-
ismenn héldu upp á sextíu ára af-
mæli sitt með pompi og prakt.
Hápunkturinn var hátíðardagskrá
í íþróttamiðstöðinni á laugardags-
kvöldið. Þar mættu nálægt sex-
hundruð manns sem lætur nærri
að vera nánast allir fullorðnir í
hreppnum, og nutu vel heppnaðs
kvölds. Sigurður Jónsson, ritari
Víðis og sveitarstjóri var veislu-
stjóri en á dagskránni voru ýmis
menningaratriði þar sem söngur
og tónlist voru í fyrirrúmi auk
ræðuhalda og verðlaunaafhend-
inga. I byrjun kvöldsins lék kvin-
tett Tónlistarskólans í Garði en
þar á eftir léku þær Edda Rut
Björnsdóttir á trompet og Elín
Björk Jónasdóttir á fiðlu. Bjarni
Thor Kristinsson, bassi söng
nokkur lög og Söngsveitin Vík-
ingar sem er karlakór þeirra
Garðmanna lét ekki sitt eftir ligg-
ja og tók nokkur vel valin lög.
Omar Ragnarsson, hin lands-
þekkti grínari og fréttamaður
spretti síðan úr spori áður en
sveiflukóngurinn Geirmundur
Valtýsson fékk hálfan Garðinn út
á dansgólfið í stærsta íþróttasal á
Suðumesjum.
Finnbogi Björnsson, formaður
Víðis flutti afmælisávarp og
sagði m.a. að á næsta aðalfundi
Víðis yrði það lagt til samþykktaf
að stofndagur félagsins yrði 11.
maí en í sögu Víðis er það ekki á
hreinu hvenær hann er. Finnbogi
sagði það vel til fallið í þessu
sjávarúvegsplássi að miða við
„lokadaginn“ sem er 11. maí. Þá
var í fyrsta skipti í sögu Víðis af-
hent silfur- og gullmerki félags-
ins.
Nokkrir frammámenn íþróttafé-
laga á Suðumesjum fluttu ávarp
og færðu afmælisbaminu gjafir,
m.a. Skúli Skúlason frá Keflavík
og Gunnlaugur Hreinsson frá
Grindavík og Sigurður Valur As-
bjarnarson, sveitarstjóri Sand-
gerðinga. Bæði Gunnlaugur og
Sigurður minntust á nýlokið Suð-
umesjamót í knattspyrnu þar sem
Víðismenn fóru með sigur af
hólmi og færðu þannig félaginu
góða afmælisgjöf, Suðurnesja-
meistaratitil 1996. MagnúsFinns-
son, varaforseti Iþróttasambands
íslands steig einnig í pontu og
notaði tækifærið til að afhenda
Ijómm Garðmönnum gull og silf-
urmerki ISÍ. Silfurmerki hlutu
þau Heiðar Þorsteinsson og
Hrönn Edvinsdóttir en gull í
barminn fengu þeir Finnbogi
Bjömsson og Sigurður Ingvars-
son.
I fyrsta skipi vom afhent gull- og
silfurmerki Víðis. Gullmerki
fengu: Þórir Guðmundsson, Sig-
urður Ingvarsson, Sigtryggur
Hafsteinsson, Heiðar Þorsteins-
son, Asgeir Kjartansson, Eyjólfur
Gislason, Ingimundur Guðnason,
Júlíus Baldvinsson, Einvarður
Albertsson, Finnbogi Bjömsson
og mættu þeir allir á hátíðina.
Aðrir sem fengu gull vom Jónas
Guðmundsson, fyrsti formaður
félagsins sem gat ekki komið því
við að mæta en sendi hlýjar
kveðjur til félagsins sem og þeir
Omar Jóhannsson, Magnús
Gíslason og Sigurður Gústafsson.
Silfur fengu Guðmundur Knúts-
son, Guðjón Guðmundsson, Hall-
dór Einarsson, Jónatan Ingimars-
son, Matthildur Ingvarsdóttir,
Karvel Hreiðarsson, Gunnar H.
Hásler, Hrönn Edvinsdóttir,
Magnús Þ. Magnússon og
Tryggvi Einarsson.
Félagið fékk margar kveðjur og
gjafir, m.a. færði Hreppsnefnd
Gerðarhrepps félaginu eitt hund-
rað þúsund krónur til kaupa á
myndbandstökuvél og þau hjón
Kristín og Sigurður Ingvarsson
gáfu félaginu tuttugu fótbolta
sem ætlaðir eru til notkunar í
yngstu flokkunum.
♦ Þessir hlutu
silfurmerki Víðis.
♦ Mörg menningaratriði
voru. M.a. lék Elín B. Jón-
asdóttir á fiðlu.
Húsnæöisnefnd
Reykjanesbæjar
Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar
auglýsir 2 íbúðir til sölu.
Um er að ræða 89 fermetra 3ja
herbergja almenna kaupleiguíbúð og
67 fermetra 2ja herbergja
félagslega eignaríbúð.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar á
skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykja-
nesbæjar Tjarnargötu 12, 230 Kefla-
vík, síminn er 421 6700
Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar
Reykjabakki ehf.
Timburversiun
Hjallahraun 2 - 220 Hafnarfirði
sími 565 1761 fax 565 0280 - 892 1910
Timbur í öllum stærðum. Gagnvarið timbur.
Spónarplötur. Mótakrossviður.
Birkikrossviður. Panill, inni og úti.
Girðingastaurar. Grindarefni.
Innréttingarefni.
Sendum um alit land
Leitið verðtilboða
íþróttafélagið NES
Auka aðalfundur
verður haldinn í Stapa
miðvikudaginn 22. maí kl. 20.30
Dagskrá:
Stofnun nýs íþróttabandalags
Önnur mál
Stjórnin
Stofnfundur
íþróttabandalags
Reykjanesbæjar
Samkvæmt tillögu frá íþróttanefnd rík-
isins, sem staðfest hefur verið af
Menntamálaráðuneytinu, skulu vera
tvö íþróttahéruð á Suðurnesjum.
Hér með er boðað til stofnfundar
íþróttabandalags Reykjanesbæjar
miðvikudaginn 29. maí 1996 kl. 20.00 í
sal Fjölbrauta Suðurnesja.
Undirbúningsnefndin
Víkuifréttir
19