Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1996, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 05.12.1996, Qupperneq 7
Þreifingar á vinstri vængnum -málefnaleg samstaða fyrir hendi, segja formenn minnihlutaflokkanna Bæjarfulltrúar minnihlutans í Reykjanesbæ, Alþýðuflokkur og Alþýðubandaiag, hafa að undanfömu starfað saman með óformlegum hætti. Nú er verið að skoða hvoit hægt sé að auka samstarfið enn frekar á formleg- an hátt með sameiginlegum bæjarmálafundum Alþýðu- flokksfélaganna og Alþýðu- bandalags auk þess að auka samvinnu fulltrúa flokkanna í nefndum sveitarfélagsins. Samkvæmt heimildum blaðsins em auk þess ýmsar þreifmgar í gangi á meðal félagshyggju- og jafnaðarmanna í Reykjanesbæ. Þar em á ferð einstaklingar inn- an flokka sem utan sem hist hafa á óformlegan hátt að und- anfömu. Að sögn Olafs Tordesen, for- manns Alþýðuflokks Njarðvík- ur er mikill hugur í mönnum en þó er öll vinna á frumstigi. „Menn eru nú að ræða saman um stefnumótun í bæjarmálum en það er ekkert launungamál að málefnaágreiningur flokk- anna er ekki mikill. Við erum að skoða hvort að vilji sé fyrir sameiginlegum bæjarmálafund- um sem og fyrir samvinnu full- trúa flokkanna í nefndum og ráðum í Reykjanesbæ. Er mikill hugur í fólki? ,Já, já, það er hugur í mönnum en þó er aðeins tekið eitt skref í einu. Það em miklar þreifingar í gangi en þetta er allt á frum- stigi“, sagði Ólafur. Eysteinn Eyjólfsson, formaður Alþýðubandalagsfélags Kefla- víkur og Njarðvíkur sagði það vera merkilegt í sjálfu sér og ánægjuleg nýjung að minni- hlutaflokkarnir í bæjarstjórn Reykjanesbæjar væru að starfa saman. „Málefnaleg samstaða er mikil og hefur ágæt samvinna verið á milli flokkanna. Almennur vilji til samvinnu er fyrir hendi innan Alþýðubandalagsins og á síð- asta aðalfundi var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir ánægju með samstarf flokk- anna“, sagði Eysteinn og taldi liann almennan vilja vera til þess að auka samstarfið enn frekar og nefndi í því sambandi samvinnu fulltrúa minnihlutans í nefndum og ráðum í sveitarfé- j laginu. Ólafur var fáorður þegar hann var spurður um sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags í næstu kosning- um og sagði að það yrði tíminn að leiða í Ijós. Eysteinn tók í sama streng og sagði tæpt eitt og hálft ár til kosninga þannig að menn hafi tímann fyrir sér. „Nú eru menn einfaldlega að einbeita sér að þvf að vinna saman og er meginhugmyndin j sú að taka eitt skref í einu. Þó j teljum við í Alþýðubandalaginu að það sé grundvöllur fyrir breiðri samfylkingu jafnaðar- og félagshyggjumanna í Reykjanesbæ sem myndi m.a. j einbeita sér að því að gera Reykjanesbæ að fjölskyldu- vænna bæjarfélagi en það er nú“, sagði Eysteinn. Hugsanlegt er að minnihlutinn komi saman fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar í bæjarstjóm Reykjanesbæjar. Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur: Fagnar samstarfi jafnaðar og félagshyggjufúlks í Reykjanesbæ Jólasveifla í Keflavíkurkirkju Sunnudagskvöldið 8. desember k. 20.30 verður Jólasveifia í Keflavíkurkirkju. Sungin verða dægurlög og popplög sem tengjast jólahátíðinni, ein- nig gamalgróin jólalög í léttari búningi. Má nefna lög eins og Hvít jól og Ó helga nótt. Söngvarar verða Einar Júlíus- son, Rúnar Júlíusson, María Baldursdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Einar Öm Einarsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur einnig meö söngvurunum og nokkur létt jólalög. Hljóðfæraleikarar verða Baldur Þórir Guðmundsson og Júlt'us Guðmundsson. ásamt popp- bandi Keflavíkurkirkju sem hefur leikiö vð poppguðsþjón- ustur í Kefiavfkurkirkju, en bandið skipa Sigurður Guð- mundsson. Þórólfur Ingi Þórs- son, Vilhelm Ólafsson, ásamt Einari Erni Einarssyni og söngstjóra Keflavíkurkirkju, sem stjómar tónlist kvöldsins. Sr. Sigfús Baldvin Ingason mun flytja hugvekju. I lok stundarinnar verður sungið við kertaljós. Alþýðubandalagsfélag Kefla- víkur og Njarðvíkur hélt aðal- fund sinn 25. nóvember sl. Bæjarmál voru þar ofarlega á baugi og samþykkti fundurinn ályktun sem fagnar samstarfi bæjarfulltrúa minnihluta Al- þýðuflokks og Alþýðubanda- lags í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar. Einnig fagnaði fundurinn því óformlega samstarfi ein- staklinga úr ýmsum fiokkum og utan flokka sem nú á sér stað í bænum og á þar við nýlegt samstarf jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ. Segir m.a. í ályktuninni: „Aðalfundur Alþýðubandalags- félags Keflavíkur og Njarðvíkur fagnar þeim bættu samskiptum sem nú eiga sér stað milli bæj- arfulltrúa Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins í bæjar- stjóm Reykjanesbæjar. A þessu ári hafa bæjarfulltrúar þessara flokka, sem saman mynda minnihluta bæjarstjómar tekið upp aukið samstarf, sem m.a. felur í sér að haldnir eru sér- stakir minnihlutafundir bæjar- fulltrúa fyrir bæjarstjómarfundi. Reynslan af þessu starfi er góð, aukin málefnaleg samstaða og jákvæð samvinna". Aðalfundurinn minnir á að við síðustu bæjarstjómarkosningar var G-listinn borinn fram af „Alþýðubandalaginu og öðru jafnaðar- og félagshyggjufólki“ og bendir á að áfram eigi að stuðla að því að auka samstarf þeirra sem vilja fylkja sér undir merki jafnaðar og félagshyggju. Besta jólagjöfín! fjTSLiJajsj Lífsreynsla ungs JjJJaJyaJ manns og bsrátta bans við að fóta sig í samfélaginu á ný. BTil Óska eftir að ráða járniðnaðarmenn og bifvélavirkja til starfa strax. Mikil vinna. Upplýsingar í símum: 426-8540 og 426-8672. Vélsmiðja Þorsteins ehf. Grindavík Rafvirki óskast Rafvirki óskasttil starfa (viðhalds- vinna og nýlagnir). Verður að geta starfað sjálfstætt. Uppl. í sfma: 892-3427 Sjálfbjörg Suðurnesjum I tilefni af 35 ára afmæli félagsins er öllum félögum og velunnurum boðið til kaffidrykkju frá kl. 15.00 til kl. 17.00 sunnudaginn 8. des. 1996 í húsi félagsins að Fitjabraut 6c, Njarðvík, sem þá verður tekið formlega í notkun. PJÓNUSTA FVRIR TOYOTA Eftirtaldir aöilar sjá um smurþjónustu fyrir Toyota bíla og selja ekta Toyota smur- og loftsiur Reykjanes Aðalstööin hf., Keflavík Bíliön hf., Keflavík Skipting hf., Keflavik Smur- og hjólb.þjón. Björns og Þóröar, Keflavík Bílaþjónustan, Grindavík Olís, Grindavík ® TOYOTA Tákn um gæði Víkuifrétlir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.