Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 2
Athugið! Skoðið myndaglugga okkar, þar er að finna sýnishorn af ýmsum fasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. Tónlistarskóli Njarðvíkur: Jólatónleikar Tónlistarskóli Njarðvíkur heldur tvenna jólatónleika á næstunni í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fyrri tónleikamir verða haldnir laugardaginn 14. desember kl. 16.00. Fram koma m.a. eldri lúðrasveitin, Jingle Bells-bandið og hópur Suzukinemenda auk annarra samleiks og einleiksatr- iða. Seinni tónleikarnir verða Sunnudaginn 15. desember kl. 14.00. Þar koma nr.a. fram yngri lúðrasveitin, Jass-combo og forskólanemendur auk ann- arra samleiks og einleiksatriða. Jólafrí tónlistarskólans hefst miðvikudaginn 18. desemberog hefst kennsla aftur mánudaginn 6. janúar. Fasteimasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 SÍMAR4211420 OG 4214288 Mikil örtöd myndaðist í Samkaup á opnunardaginn. Vestfirðingar fjölmenntu í nýju verslunina og voru ánægdir með tföruverð og úrval. Lengst til hægri má sjá Sturlu Eðvarðsson verslunarstjóra í Njarðvík en hann var í hópi kaupfélagsmanna sem vann við undirbúnin opnunarinnar. Víkurfréttamenn mættu á staðinn og tóku þessar myndir. Grófinni 8 - Keflavík - sími 421 4299 - ekið inn frá Bergvegi Sjálfsþjónusta opin virka daga kl. 08:00 til 21:00 Féllu niður Tvö slys urðu í vikunni þar sem nrenn féllu niður við vinnu sína. Maður sem var að vinna við loftnet á þaki fjölbýlishúss að Hringbraut 136 féll niður um þrjár hæðir á lóð. Hann var fluttur á Sjúkrahús Suður- nesja og síðar á Sjúkrahús Reyjavík- ur til frekari aðhlynningar. Vinnuslys varð í Hólmgarði í Ketla- vík er maöur var setja upp skilti í stiga. Stiginn rann undtui honum og féll hann niður á stétt og skaddaðist á baki. Básvegur 4, Keflavík 115 ferm., eldra einbýlishús (hæð, kjallari og ris). Hagstæð húsbréfalán áhvfl. kr. 3,7 millj. Losnar fljót-lega. 5.200.000.- Hólabraul 6, Kellavík2ja herb. íbúð ú 2. hæð (0201) í góöu ástandi. Laus strax. Ymsir góðir greiðslu- möguleikar koma til greina. 4.000.000.- Hjallavcgur 11, N jarðvík 3ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu ástandi. Mjög hagstæð Byggingarsj,- og Húsbréfalán áhvíl. Losnar fljótlega. 5.400.000,- Eyjabolt 4a, (larði 69 ferm., parhús. í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvíl- andi. Tilboð. Hringbraut 78, Keflavík 63 ferm., n.h., ásamt 44 ferm. bílskúr. Ymsir góðir greiðs- luskilmálar koma til greina m.a. bifreið. Laus strax. Tilboð. Mávabraut 2(í, Keflavík 2ja herb. fbúð á I. hæð. Góðar innréttingar. Hagstæð Byggingarsj,- og Húsbréfalán áhvíl., með lágum vöxtum. Ýmsir góðir greiðslumögu- leikar koma til greina. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Leiðrétting I síðasta tölublaði birtist röng mynd í auglýsingu Fasteignasölunnar, leiðréttist það hér með og eru viðkomandi aðilar beðnir velvirðingar. Túngata 23, Sandgerði 108 femt. e.h. með sér- inngangi, ásamt 44 ferm. bílskúr. Góður staður. Skipti á fasteign í Kefla- vík kemur til greina. 6.500.000.- Sundmiðstöðin hlýtun viðurkenningu Sundmiðstöð Keflavíkur hlaut sl. fimmtudag viðurkenningu fyrir gott aðgengi fatlaðra. Viðurkenningin er framhald af könnun sem gerð var á að- gengi fatlaðra að opinberum stöðum í tilefni alþjóðadags fatlaðra 3. desember sl. A næstunni verður tekið í notkun sérstakt búningsher- bergi fyrir fatlaða í Sundmið- stöðinni sem mun bæta að- stöðuna til muna. Ása Kristín Margeirsdóttir. fonnaður Þroskahjálpar á Suð- umesjum veitti viðurkenning- una fyrir hönd Þroskahjálpar. Jón Jóhannsson forstöðumað- ur íþróttamannvirkja í Reykja- nesbæ tók við viðurkenning- unni fyrir hönd Sundntið- stöðvarinnar. við opnun Samkaups Opnun Samkaups í miðbæ Isafjarðar sl. fimmtudagsmorgun markaði tímamót í verslun á Vestfjörðum því vöruverð lækkaði verulega. „Við bjóðum santa vöruverð og í Samkaup í Njarðvík og í Hafnarfirði og munum gera það áfram", sagði Guðjón Stefánsson, Kaupfélagsstjóri í samtali við Víkuifréttir. Guðjón segir að Kaupfélagið haft fengið áskoranir frá bæjar- búum á Vestfjörðum um að opna þegar Kaupfélag ísfirðinga hætti rekstri. „Okkur fannst þetta heldur fjarri raunvemleikanum í byrjun en nú er þetta orðið að vemleika. Mótttökumar hafa verið frantar björtustu vonum og fyrir það vUjum við þakka". Það er óhætt að segja að mótttökurnar hafi verið hlýjar því Kaupfélaginu bámst átján blómakörfur frá aðilum fyrir vestan. Eins var hljóðið í kaupmönnum í miðbæ ísafjarðar gott. „Opnun Samkaups hleypir líft í miðbæinn á nýjan leik“, sögðu þeir. Kaupfélag Suðurnesja í víking á Isafirði: Vöruverð lækkaði mikið Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.