Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 27
KARLAKÓR KEFLAVÍKUR KVENNAKÓR SUÐURNESJA TÓNLEIKAR Munið jólatónleika Karlakórs Keflavíkur 03 Kvennakórs Suðurnesja sem haldnir verða sunnudaginn 15. desember kl. 20:30 í Ytri Njarðvíkurkirkju. Keflvíkingar óstöðvandi Keflvíkingar innsigluðu enn einn sigur á sunnudaginn í DHL deildinni í körfuknattleik karla og lágu þá ísfirðingar 108-91. Fátt er um þennan leik að segja annað en það að þetta var leik- ur kattarins að músinni og sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. KFÍ mun áreiðanlega komast aftur niður á jörðina eftir þenn- an leik en liðið vann sigur á Haukum fyrir vestan í miklum baráttuleik nýlega. Keflavík er á mikilli siglingu þessa dagana og vinnur nú hvem sigurinn á eftir öðrum. Minnir liðið nú einna helst á Keflavíkurhrað- lestina sigursælu sem var og hét. Damon Johnson er í stöð- ugum vexti og fellur mjög vel inn í liðið enda er drengurinn mjög snöggur og vandfundinn er sá maður í deildinni sem get- ur stöðvað hann án þess að fá hjálp a.m.k. eins samherja. Sömu sögu er að segja um hin Suðumesjaliðin tvö sem hafa einnig mjög góða erlenda leik- menn þótt mörgum þyki að Torrey John hjá Njarðvík leiki oft ekki af fullri getu. Átta liða bikarúrslit Á sunnudaginn var mikið að gerast í körfunni því auk þess sem leikin var heil umferð í DHL deildinni var dregið í 8- liða úrslit í bikarkeppni KKI, karla- og kvennaflokki. Karlar Selfuss - Grindavík fini. 12. des. kl. 20.00 ÍR - Keflavik fim. 12. des. kl. 20.00 KR - Njarðvík fiis. 13. des. kl. 20.00 KFÍ - UMSB 13. des. kl. 20.00 Konur Keflavík - UMFG 12. des. kl. 20.00 ÍS - KR 12. des. kl. 20.00 UMFN - SkallaKrimur 12. des. kl. 20.00 ÍR - KFÍ12. des. kl. 21.30. Aukin þjónusta hjá Bónco Þeir hjá Bónco hafa nú aukið við þjónustu sína og bjóða nú sjálfsþjónustu í húsakynnum sínum Grófinni 8. Þar geta menn farið nreð bíla sína inn í hlýtt og bjart húsnæði til þess að þrífa þá og haft aðgang að öllum tækjum og tólum til verksins einnig er þar hægt sinna minniháttar viðgerðum. í>etta er kærkomin þjónusta nú þegar allra veðra er von og dinrmt mestan hluta dagsins og því erfitt unt vik úti við. Strák- amir í Bónco gefa allar nánari upplýsingar í síma 421-2604. Bónco hefur einnig til sölu allar bílahreingerningarvörur frá SONAX og ARMORALL. Þannig að það er nóg að panta tíma og mæta á staðinn því í Bónco er allt til alls til bíla- hreingeminga. Grindavík lagöi áhuga- lausa IMjanðvíkinga Á sunnudaginn signrðu Grind- víkingar Njarðvík á jreirra eigin heimavelli 81-92 í DHL deild- inni í körfuknattleik. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 en það verður að segj- ast eins og er að það var varla góð kynning fyrir körfuboltann. Mjög fáir áhorfendur voru mættir og ótrúlegt að þama hafi tvö af toppliðum deildarinnar verið að leiða saman hesta sína. En það voru ekki einungis áhorfendur sem voru áhuga- lausir því leikmenn Njarðvíkur voru mjög slakir og eyddu á tímabili meiri orku í að dæma leikinn og röfla í dómurum, sem reyndar vom mjög slakir, heldur en að spila körfuknatt- leik. Grindavík byrjaði með miklum látum og náði 17 stiga forystu í byrjun og það var meira en Njarðvík réði við og segja má að Grindavík hafi lagt gmnninn að sigrinum strax í upphafi leiks. Um miðjan síðari hálfleik komst Njarðvík skyndilega inn í leikinn, m.a. með fallegri troðslu Torrey John og var muninn minnstur þrjú stig en nær komust Njarðvíkingar ekki og Grindvíkingar innbyrgðu eins og áður segir 11 stiga siaur 81-92. Aðspurður eftir leikinn sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarð- víkur að þeir væm ekki komnir í jólafrí en með smá heppni hefði þetta getað komið hjá þeim í seinni hálfleik þegar þeir náðu að minnka muninn í þrjú stig. Hann sagði ennfremur að dómgæslan hafi ekki verið góð og vafasamt hafi verið að dæma skref á Torrey þegar Njarðvtk var þremur stigum undir og Grindavík hafi í framhaldi skor- að 3ja stiga körfu. Trérimlagluggatjöld Sníðum þœr í gluggann þinn Verð frá kr. 3.060 Margar stœrðir - mikið úrval yki? mahogany, hirsuberja r dropinn ‘ar° Hafnargötu 90, 230 Keflavík, sími 421-4790 Góö jólagjöf! Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.