Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 19
Strœtó í Reykjanesbœ af stað nk. laugardag 14. des: Vona af fólk æf i sig í að nota strætó -segir Þórunn Benediktsdóttir, formabur Almenningsvagnanefndar Reykjanesbœjar Strætóferðir hefjast í Reykja- nesbæ laugardaginn 14. des- ember nk. Að sögn Þórunnar Benediktsdóttur, formanns al- menningsvagnanefndar Reykjanesbæjar, gengur und- irbúningur vel þótt seint hafi verið farið af stað. „Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað að hefja rekstur al- menningsvagna á fundi sínum 15. október sl. þannig að það hefur verið mikið að gera og tími til undirbúnings naum- ur“, sagði Þórunn en almenn- ingsvagnanefnd hefur verið að kynna kennurum í skólum á svæðinu leiðarkerfi og tíma- töflu AVR að undanfömu. „Nú er fyrst og fremst verið að vinna að tengingu á milli Heiðarholts og Sjafnarvalla en þar verður 3 -4 metra lang- ur bráðabirgða malarvegur sem einungis er ætlaður AVR. Hafa íbúar við Heiðarholtið verið látnir vita af þeim fram- kvæmdum. Einnig er unnið að því að setja upp skilti á biðstöðvum og færa sumar þeirra til. Við notumst einnig við þær biðstöðvar sem fyrir eru en rennunt þó blint í sjó- inn livað varðar staðsetningu þeirra. Við munum því þreifa okkur áfram en til gamans má geta að í dag eru biðstöðvam- ar 72 talsins í Njarðvíkur- Keflavíkur og Hafnahverfí". A næstunni verður mynd af leiðarkerfi AVR ásamt tíma- töflu dreift á öll heimili í Reykjanesbæ. Auk þess fylgja skriflegar upplýsingar um allt það sem varðar leiðarkerfið. Strætó verður appelsínugulur og grænn á litinn og eru bíl- amir væntanlegir til landsins í vikunni. Þeir verða 5 talsins þar af einn liðvagn og vegna þeirra er nauðsynlegt að lækka allar hraðahindranir í Reykjanesbæ um 10 cm. Þórunn vildi taka það fram vegna misskilnings sem gætt hafi að það er ekki almenn- ingsvagnanefnd sem kaupir vagnana heldur er það hluta- félagið S.B.K. „Fyrirtækið kaupir vagnana og við mun- um síðan kaupa þjónustuna af því“, sagði Þórunn. Fyrsta ferð AVR verður farin kl. 10.10 frá S.B.K. laugar- daginn 14. desember við há- tíðlega athöfn. Það verður fn'tt í stætó í desembermánuði og að sögn Þórunnar getur fólk nýtt sér þann tíma til þess að æfa sig á stætó. Eftir áramót mun kosta kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn frá 6 ára aldri að ferðast með strætó. Nemendur 1,- 3. bekkjar og grunnskólar í jaðarbyggðum þurfa ekki að greiða gjald vegna skólaaksturs. Mánaðar- kort fyrir fullorðna mun kosta kr. 2.500. jólakermik í úrvali tilvalin jólagjöf! Jólaföndrið í pakkningum. f/^öndui'/u’i/na/1 Iðavöllum 3b Keflavík sími 421-5959 Skartgripa- kyrtning Skartgripakynning laugardag kl. 10:00 -16:00. Glœsileg gjafavara - gott verð. Athugið: Munið vinsælu gjafakortin okkar. ^yrtisto^ lTndu Hafnargötu 29 - 2.hæð - Keflavík -Sími 421-4068 iStrætó-karlinn minnir bæjarbúa á nýtt strætisvagnakerfi í fíeykjanesbæ. Karlinn hannaði Þorfinnur Sigurgeirsson, mynd- listarmaður og auglýsingateiknari. Jólablað Víkurfrétta er í næstu viku! Verið tímanlega með auglýsingar og efni. Opið alla helgina á skrifstofunni. VÍKURFRÉTTIR Geíii fflfúJuni pakkt í ór! Norsku peysurnar eru komnar - verð kr. 2990.- og 3400.- Mjög fallegar og vandaðar bómullarpeysur í mörgum lítum. Útígallar stærðír 104-152 - 4 lítír verð kr. 3990.- og 4490.- Aldreí meíra úrval af AMICO fatnaðí! Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.