Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreidsla, ritstjórn og auglýsingar: Grunjarvegi 23 Njaróvik . símar 421 4717 og 421 5717 fax 421 12777 • Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Páll Ketilsson, heimas: 421 3707 og GSM 893 3717 Bíll: 853 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, heimas: 422 7064 Bill: 854 2917 • Auglýsingadeild: Sigrídur Gunnarsdóttir • Bladamadur: Dagný Gísladóttir, heimas: 421 1404 • Afgreidsla: Stefania Jónsdóttir og Aldís Jónsdóttir • VíUurfréttum er dreift ókeypis um öll Sudurnes. • Fréttaþjónusta fyrir Stöd 2 og Bylgjuna á Sudurnesjum. • Fréttaþjónusta fyrir Dag-Tímann á Sudurnesjum. Eftirprentun, hljódritun, notkun Ijósmynda og annad er óheimilt, nema heimildar sé getid. • Utlit, auglýsingahönnun, litgreining og umbrot: Vikurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., Grófin 13c Keflavík, sími 421 4388 Stafræn útgáfa Víkurfrétta: http://www.ok.is/vikurfr Netfang/rafpóstur: vikurfr@ok. is W FRETTIR Fasteigiiaþjónusta Suburnesja hf. og skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Vesturgata 21, Keflavík N.li. í tvíbýli ásamt bílskúr. Mikið endurnýjað, hagst. áhv. eftirst. til 10 ára. Lækkað verð 5.900.000,- Mávabraut 6c, Keflavík 5 herb. íbúð á 2 hæðum. Afgirt verönd og skólp endurnýjað. Skipti á ódýrari eign möguieg. 8.500.000,- Kaxabraut 541), Keflavík 4ra herb. íbúð ásamt bílskúr. Möguleiki að taka bíl upp í kaupverð. Lækkað vcrð. 4.000.000,- Brekkustígur 33a, Njarðvík 3ja herb. íbúð í fjölbýli. Hag.st áhv. 4,2 Bygg.sj. Allar innrétt- ingar sérsmíðaðar 6.000.000,- Heiðarhvammur 3, Keflavík 2ja herberja íbúð á 1 .hæð í fjölbýli. 4.000.000,- Háteigur 16, Keflavík 3ja herb. íbúð á jarðhæð í fjöl- býli. Mjög góð íbúö. 6.000.000,- .■■■■TTnjpjfj rBnr."..n!n.!mir“t TacJisuBn iPil™ il 1 ¥ 1 -iMiniii ! L J»- Heiðarholt 40, Keflavík 2ja herb. íbúð á 3.hæð í fjöl- býli. Skipti möguleg á stærri eign. 5.000.000,- Kirk juvegur 15, Ketlavík 109 fenn. 4ra herb. e.h. í tvfbýli ásamt 28 ferm. bíl- skúr. 9.200.000,- Fífumói ld, Njarðvík 2ja herb. íbúð á 1. hæð Möguleiki að taka bíl uppi. 3.700.000,- Heiðarholt 20, Keflavik 3ja herb. íbúð á 3.hæð í fjöl- býli. Góð kiör. 5.800.000,- Mavabraut 9f, Keflavik 4ra lterb. íbúð á jarðhæð í fjöl- býli. Hagst. áhv. Möguleiki að taka bíi upp í. Góð kjör. 5.500.000,- Skoðið niymlugluggn okkar, þar eru sýnishorn afýmsum eignum sem eru á söluskrá. Gunnar Dal og logmalin Ein vinsælasta bókin fyrir þessi jól er uni margt óhefð- íntndin og óvenjuleg. Það er þýðing Gunnars Dal á Lög- niálununi sjö um velgengni eftir Bandaríkjamanninn Deepak Chopra. Þýðing Gunnars á hókinni þykir meistaraverk, en í ár eru 40 ár frá því hann þýddi Spá- manninn eftir Khalil Gibr- an. Það er útgáfufélagið Vöxtur sem gefur bókina út en annar tveggja for- sprakka fyrirtækisins er Keflvíkingurinn Olafur Gunnarsson. Hinn er Hallur Hallsson.fyrrverandi frétta- maður, en þeir félagar gáfu út ntetsölubókina Karlar eru frá Mars og konur eru frá Venus. Gunnar Dal á mörg spor á Suðurnesjum. Hann kenndi við gagnfræðaskólann, eins og hann var þá kallaður og í Baðstofunni með Erlingi Jónssyni um fimm ára skeið. „Ég hef alltaf haft taugar til Suðumesja og Keflavíkur. Ég tileinkaði Keflvíkingnum Kjartani heitnum Ólafssyni og eiginkonu hans Ásdísi Jó- hannsdóttur Spámanninn eftir Gibran. Hjá þeim heiðurs- hjónum bjó ég meðan ég fékkst við kennslu," segir Gunnar Dal í samtali við Vík- urfréttir. En hvers vegna þýddi Gunnar Dal Lögmálin sjö um vel- gengni eftir Deepak Chopra, sem er lítt þekktur hér á landi? „Mér sýnist þessi bók eitt af því athyglisverðasta sem er að gerast í bókmenntum. Eins og fram hefur komið þá þýddi ég Spámanninn fyrir 40 árum. Ég taldi þá að Spámaðurinn bæri af öðrum bókum í Bandaríkjunum. Nú 40 árum síðar þýddi ég Lögmálin sjö um velgengni vegna þess að mér finnst bókin bera af öðr- um bókum sem ég hef séð í Ameríku. Ég held að Chopra eigi eftir að vera vel þekktur hér á landi og Lögmálin eru að mínu mati bók sem menn þurfa að lesa. Deepak Chopra er heimspek- ingur nýrra tíma. Hann er einn þeima höfunda sem um þessar mundir eru að leggja grund- völlinn að lífsýn 21. aldar. Þess vegna á hann erindi við ungt fólk með opinn huga. Auðvitað á hann erindi við alla menn, sem eru hæfir til að skilja nýja hugsun. En til eru menn sem halda fast í gamla heimsmynd efnishyggju og nauðhyggju þar sem allt er skýrt sem „staðbundin verkan eða gangverkan efnis og orku í einhverri mynd.“ Þessi heimsmynd var ríkjandi með- al menntaðra manna á 19. öld og lengst af hinni tuttugustu en nú í lok 20. aldar eru hinar gömlu forsendur efnishyggj- unnar fallnar. Hin nýja öld er í auknu mæli að öðlast skilning á því að grundvöllurinn er andlegs eðl- is. Allir trúmenn og margir heimspekingar hafa alltaf haldið þessu fram en það er fyrst núna í lok tuttugustu ald- ar sem vísindamenn, ekki síst eðlis- og efnafræðingar, bæt- ast í þennan hóp og taka jafn- vel forustuna." Nú er sett fram kenning um sjö lögmál velgengni. Hvað getur þú til dæmis sagt okkur um lögmálið um gjafir? Og hvernig getum við skapað okkur velgengni? „Velgengni hefur rnörg andlit. Veraldleg gæði eru aðeins eitt þeirra. Það er skynsamlegt að líta á velgengni fremur sem vegferð en lokamark. Efna- hagsleg velgengni í öllum sín- um ntyndum er óneitanlega eitt af því sem gerir þessa ferð okkar betri. En velgengni er einnig heilbrigði, starfsorka og lífsgleði, góðir vinir, frelsi til að skapa, andlegt og tilfinn- ingalegt jafnvægi, vellíðan og sálarfriður. En jafnvel þó að okkur sé allt þetta geftð þá er það ekki hin sanna lífsfylling nema við leggjum rækt við hinn guð- lega neista sem býr innra með okkur. En hvernig skapar þetta lög- mál velgengni? „Sannleikurinn er sá að allt sem hefur eitthvert gildi í líf- inu margfaldast við það að vera gefið. Það sem ekki margfaldast við það að vera gefið er ekki þess virði að gefa það eða þiggja. Sá sem lætur gjöf sína loða við gómana hefur í raun ekki gef- ið neina gjöf. Þess vegna ber hún ekki neina ávexti. Sá sem sér eftir gjöf sinni hefur svipt hana gildi sínu. Það er í rauninni afar einfalt að iðka þetta lögmál um gjaf- ir. Ef þú vilt gleðjast, gleddu þá aðra. Ef þú viit vera elsk- aður verður þú að læra að elska aðra. Ef þú vilt vekja á þér athygli og fá viðurkenn- ingu verður þú að læra að veita því athygli sem aðrir em að gera og veita þeim viður- kenningu. Viljir þú auðæfi þá skaltu hjálpa öðrum að kom- ast af. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að öðlast það sem þig skortir er að hjál- pa öðrum að fá það. Þessi grundvallarregla gildir jafnt um einstaklinga, fyrirtæki, samfélög og þjóðir. Lögmálin sjö um velgengni er góð bók í þess orðs bestu nterkingu. I henni birtist ný lífssýn, hún er samstíga krist- inni siðfræði og þeir sem lesa hana og- skilja verða betri menn og skapa betri heim,“ segir Gunnar Dal. Bjarni á samning hjá Volksoper Suðurnesjamaðurinn og bassasöngvarinn Bjami Thor Kristinsson gekk nýverið frá tveggja ára samningi við Volksoper óperuhúsið í Vín- arborg. Volksoper er annað ríkisóp- eruhús Vínarborgar og tekur það 1.500 manns í sæti. Bjami nam í tónlistarháskól- anum í Vín og hefur frammi- staða hans fengið góða dóma að undanfömu. Hafa því tveir Suðurnesja- menn atvinnu sína af söng erlendis en Jóhann Smári Sævarsson er fastráðinn við Ópemna í Köln. ♦ Bjarni Thorsyngur nú við Volksoperí Vín. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.