Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 6
Hart deilt um leikskólamál -Meirihlutinn í Reykjanesbœ lofar nýjum leikskóla en minnihlutinn vill drög aö áœtlun um leikskólabyggingar í bœjarfélaginu Leikskólamál voru ofarlega á baugi á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag og hart deilt um það hvort að framtíðaráætlun skorti í þeim málaflokki. Tilefnið var tillaga minnihluta þess efnis að bæjarstjórn sam- þykki að fela skólanefnd að vinna drög að áætlun um upp- byggingu leikskóla í bæjarfé- laginu. Tillögunni fylgdi grein- argerð þar sem segir að sam- kvæmt lögum eigi skólanefnd að gera áætlun urn uppbygg- ingu leikskóla í sveitarfélaginu til næstu þriggja ára og hafi slík áætlun verið unnin at' skólanefnd. Að sögn minni- hluta hefur þegar verið unnið eftir hluta þeirrar áætlunar en bendir jafnframt á að fyrir liggi tölur um langa biðlista eftir leikskólaplássum . Þar vísar minnihlutinn í ársyfirlit fyrir leikskóla Reykjanesbæjar árið 1996 þar sem kemur fram að þriðjungur barna í bæjar- félaginu er á biðlista eftir vist- un á leikskóla. Einnig vísar liann í samþykkt Reykjanes- bæjar um að leggja sérstaka áherslu á fjölskylduvænt sveit- arfélag en það er nú í vinnslu hjá markaðs- og atvinnumála- skrifstofu. Meirihluti bókaði um málið og þar kom fram að skólanefnd hefuri þegar unnið 3ja ára áætlun um uppbyggingu leik- skóla sem lögð var fram í bæj- arstjórn í nóvember á síðasta ári. Kom t'ram í máli Böðvars Jónssonar (D) að minnihlutinn væri í raun að óska eftir bygg- ingu nýs leikskóla og sé það ekki í samræmi við málflutn- ing hans við gerð fjárhagsáætl- unar á fundi bæjarstjórnar þann 4. febrúar sl. þar sem hann gagnrýndi m.a. að ný- framkvæmdir væru fjármagn- aðar með lántöku. Segir jafn- framt í bókun meirihluta: „Unnið hefur verið eftir henni (Aætlun skólanefndar. Innsk. blaðamanns.) og verður liður B í höfn í vor þegar leikskól- inn að Vesturbraut 13 tekur til starfa". Einnig kemur það fram í bókun meirihluta að undirbúningur að nýjum leik- skóla verði haftnn í haust þar sent gert verður ráð fyrir 120 vistunarrýmum og er vísað í lið C í fyrrgreindri áætlun skólanefndar. „Að framan- sögðu sér meirihluti ekki ástæðu til að láta vinna nýja áætlun“, segir jaífiframt í bók- un. Snarpar umræður urðu um til- löguna og sagði minnihluti fréttir af nýjum leikskóla koma sér á óvart þar sem ekkert hafi verið rætt urn hann við gerð fjárhagsáætlunar og sýndi það hversu mikla virðingu meiri- hluti bæri fyrir henni. Að sama skapi gagnrýndi meirihluti minnihluta fyrir að hafa ekki komið fram með tillöguna við gerð fjárhagsáætlunar. Meirihluta þótti tillagan ótíma- bær þar sem fyrir liggja tillög- ur skólanefndar og auk þess muni leikskólinn að Vestur- braut 13 stytta biðlista töluvert en hann mun hefja starfsemi í vor. Einnig benti meirihluti á að á kjörtímabilinu hafi leik- skólarýmum fjölgað um 100 með viðbyggingu við Gimli og nýjum leikskóla að Vestur- braut auk þess sem vinna verði hafin við nýjan leikskóla . Ell- ert Eiríksson bæjarstjóri benti einnig á að Reykjanesbær greiðir niður að hluta gjöld bama frá 6 mánaða aldri sem eru í vistun hjá dagmæðrum. Anna Margrét Guðmundsdótt- ir (A) sagði það heyra til und- antekninga ef börn yngri en 3ja ára fái vistun á leikskóla og gagnrýndi einnig minnihluta fyrir að gera ekki greinarmun á daggæslu hjá dagmæðrum og leikskólum sem væm við- urkenndir sem fyrsta skólastig. Jafnramt ítrekaði minnihluti að forsendur áætlunarinnar væru breyttar og segir í lokun bókunnar hans: „Með það í huga að leikskólinn er fyrsta skólastigið og sú starfsemi sem þar á sér stað og sá að- búnaður sem bömin búa við á þeim árum kemur til með að hafa mótandi áhrif á þau til frambúðar, þarf að vinna að þessum málum eftir fyrirfram gerðum áætlunum en ekki til- vilanakenndum". Atkvæðagreiðsla á tillögunni fór eins og umræðumar vom. Meirihlutinn greiddi atkvæði á móti alls sex gegn fimm atkvæðum minnihluta. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar afhentu Sjúkrahúsi Suðumesja höfðing- legar gjafir sl. mánudag við sérstaka at- höfn. Sumar gjafanna eru jtegar komnar í notk- un en var tækifærið notað til þess að við- kontandi aðilar gætu aflient þær form- lega. Þær gjafir sent atlientar voru eru GSM sfmi frá Olíusamlagi Kfelavíkur og nágrennis fyrir vakthafandi lækni, Jóla- Ijósasería frá Ratbúð R.Ó., Hægindastóll og myndbandstæki frá Soroptimista- klúbbi Ketlavíkur, baðkar og lyftibekkur frá Styrktarfélagi Sjúkrahússins í stað fyrri búnaðar sem félagið gaf fyrir 18 árum síðan, Telescope og fygihlutir frá Lionsklúbbi Keflavikur og skrautritaður texti „spor" til minningar um Ölmu Sig- urðardóttur sem andaðist á Sjúkrahúsinu frá dóttir hennar Maríu Magnúsdóttur. Dagmæður gáfu leikföng fyrir börn til minningar um Svövu Asbjörnsdóttur, dagmóður, sent lést í janúar 1995 og Lionessuklúbbur Keflavíkur gáfu leik- föng eins og á hverju ári fyrir 15.000 kr. Anna Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Suðurnesja veitti gjöfunum viðtöku og sagði við tækifærið það vera ánægjulegt að ftnna að almenn- ingur sé tilbúinn að leggja sitt af mörkum svo að Sjúkrahús Suðumesja standi undir nafni. Jóhann Einvarðsson framkvæmd- arstjóri SHS sagði slíkar gjaftr sýna vel- vilja almennings til stofnunarinnar og nyti hún góðs af því. Leikskólinti Vestur- braut 13 í Keflavfk hefur starfsemi í vor: Hulda ráðin Hulda Olafsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri leikskólans að Vest- urbraut 13 og mun hún hefja störf í byrjun næsta mánaðar. Vonir stan- da til að leikskólinn hefji starfsemi sína í vor en gert er ráð fyrir að hann rúmi 40 til 50 böm. Tvær deildir verða starfræktar og boðið verður upp á 4 tíma vistun fyrir og eftir hádegi. Eins og greint hefur verið frá mælti meirihluti skólanefndar Reykjanesbæjar upphaflega með því að Sigfríður I. Sigurðardóttir yrði ráðinn. Þegar málið kom til afgreiðslu í bæjarstjórn var því vísað til bæjarráðs á ný sem vísaði málinu áfram til skólanefndar á þeim forsendum að leikskólastjóri þyrfti að vera leikskólakennari samkvæmt lögum. Sigfríður hefur ekki prófskírteini upp á vasann en lýkur námi í vor auk þess að hafa áratugareynslu við leikskólastörf í bæjarfélaginu. Samkvæmt heimil- dum blaðsins hefur þetta mál verið hið snúnasta því Sigfríður var beðin um að sækja um stöðuna eftir að umsóknarfrestur rann út. Rétt eftir að hún skilaði inn umsókn sinni ákvað Hulda Ólafs- dóttir að sækja um stöðuna og við það vandaðist málið. Því lauk eftir eftir að hafa farið á upphafspunkt á ný með því að Hulda var ráðin. 6 Víkuifrétlir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.