Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 15
Spurningakeppni: Sigurðarnir og fleiri gáfumenn frá Sandgerði og Garði reyna með sér á morgun Önnur umferð í spurn- ingakeppni Björgunarsveita á Suðumesja á Staðnum verður á morgun föstudagskvöld. Þá leiða saman hesta sína full- trúar frá bæjarstjórn Sand- gerðis og sveitarstjóm Gerða- hrepps og má búast við hörkukeppni. Sigurðarnir bæjar- og sveitarstjóramir em miklir spekingar og vita nánast allt milli himins og jarðar að því er heimildir okkar herma. Þessi keppni er fjáröflun hjá björgunarsveitunum því 500 kr. aðgangseyrir rennur til þeirra. Fyrirkomulagið er úrsláttur og komast sig- ursveitimar í undankeppninni í úrslit. Keppnin hefst kl. 21.30 og er fólk hvatt til að fjölmenna. Asamot í kvöld Ásamót verður á Knatt- borðsstofu Suðurnesja í kvöld, fimmtudagskvöld. Mótið hefst kl. 19:99 og eru allir velkomnir. Þþátttökugjald er kr. 800 krónur og skráning er í síma 421 3822. forseta bæjar- stjórnar eru alla mánudaga kl. 09-11 á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12, 2. hæð, sími 421-6700. Bæjarstjóri. Gpindvíkingan sýndu meistaratakta gegn ÍR Grindvíkingar unnu sigur á ÍR í DHL-deildinni í körfuknatt- leik karla í Grindavík á fimmtudag með 90 stigum gegn 74 eftir að hafa verið undir í leikhléi 38:52. ÍR-ingar byrjuðu betur og tókst að ráða ferðinni í fyrri hálfleik þrátt fyrir að Grind- víkingar kæmu með smá spretti inn á milli. I seinni hálfleik var allt annað Grinda- víkurlið inná. Vörnin hjá þeim var frábær og þá kom góður sóknarleikur í kjölfarið. Grindavík sýndi sannkallaða meistaratakta í seinni hálfleik, flestir boltar rötuðu ofan í körfuna, þeir hirtu mikið af fráköstum, pressuvömin gekk vel og fullt af stoðsendingum litu dagsins ljós. Þar fór landsliðsþjálfarinn Jón Kr. Gíslason fremstur í flokki en hann átti ellefu stoðsend- ingar í leiknum. Stigahæstumenn Grindavíkur: Herman Myers 33, Marel Guðlaugsson 14, Pétur Guð- mundsson 12, Páll Axel Vil- bergsson 11. Stigahæstu menn ÍR: Eggert Garðarson 22, Eiríkur Önund- arson 22, Tito Baker 13. Gott hjá Fim- leikastelpum Sjö stúlkur frá Fimleikadeild Keflavík- ur tóku þátt í Skrúfumóti Fimleiksambandsins um sl. helgi sem er einstaklingskeppni og var keppt í 1.- 5. þrepi í almennum (tromp) fimleik- um. Mótið var mjög fjölmennt, um 280 þátttakendur kepptu. A sunnudaginn var svo Meistaramót FSI í Skrúfu en þar kepptu þeir efst frá hinu mót- inu.Keflavíkurstúlkur stóðu sig mjög vel og unnu til 8 verðlauna. Þrjár komust á Meistaramólið þær Berglind Skúladóttir, Guðrún Björgvinsdóttir og Sonja Kjartansdóttir. Hinar sem kepptu heita Elísabet Rúnarsdóttir. Hildur María Magnúsdóttir, Elín Björg Giss- urardóttir og Eva Hrund Gunnarsdóttir. Þjálfari stúlknanna er Iris Dröfn Hall- dórsdóttir. Auðvelt hjá Kefla vík gegn Blikum Keflvíkingar sigruðu Breiðablik auðveldlega í DHL-deildinni í körl’u- knattleik karla á finrmtu- daginn. Lokatölur urðu 71:111. Staðan í hálfleik var 42:53. Keflavík náði 14 stiga for- ystu um miðjan fyrri hálf- leik, þá voru varamenn settir inná og í hálfleik höfðu Blikarnir eins og áður segir náð að nrinnka rnuninn í 11 stig, 42:53. I seinni hálfleik voru það ekki síst varamenn Kefla- víkur, með Kristján Guð- laugsson í broddi fylkingar sem gerðu það að verkum að Keflavík vann stórsigur. Bestir hjá bikarmeistu- runum voru þeir Kristján Guðlaugsson (19 stig). Fal- ur Harðarson (26 stig) og Guðjón Skúlason (19 stig). Bestir hjá breiðablik voru þeir Clifton Buch og Einar Hannesson. ftkert lat á hrakfönim Njarðvíhinga -„Höfum leikið illa og liðsheildin er engin“, segir Astþór Ingason, þjálfari Njarð- víkinga eftir tap gegn nýliðum Isfirðinga í Ljónagryfjunni Ekkert lát virðist vera á hrakför- um Njarðvíkinga um þessar mundir og á föstudag máttu þeir þola enn eitt tapið í DHL-deild- inni í körfuknattleik karla. Að þessu sinni vom það Isfirðingar sem sigruðu þá á þeirra eigin heimavelli 71:82 en staðan í hálfleik var 37:42. Fyrri hálfleikur var tilþrifalítill og ekki mikið fyrir augað, gest- irnir voru þó ögn skárri og leiddu í leikhléi eins og áður sagði 37:42. Síðari hálfleikur var öllu skárri og þá náðu Njarðvíkingar að komast yfir, 59:58 með þremur þriggja stiga körfum frá Örvari Kristjáns- syni, ungum Njarðvíkingi sem kom inná snemma í hálfleikn- um. „Það hafa allir fengið að spreyta sig undanfarið og þeir sem sýna eitthvað hverju sinni fá að spila svo einfalt er nú þáð. Við höf- um verið að spila mjög illa und- anfarið og því eru þeir settir inná sem em bestir hverju sinni hvort sem þeir eru ungir eða aldnir," sagði Ástþór Ingason þjálfari Njarðvíkur. Isfirðingar áttu þó síðasta orðið í leiknum og gerðu 19 stig gegn 3 heimamanna og tryggðu sér sigurinn. Stigahæstu menn Njarðvíkur: Torrey John 13, Örvar Krist- jánsson 12, Páll Kristinnson 11. Stigahæstu menn KFÍ: Dereck Bryant 26, Chicdu Odizdu 17, Guðni Guðnason 13. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvað væri að gerast hjá Njarðvíkurstórveldinu, hvemig franhaldið leggðist í þjálfarann og hvort stjómin hefði haft ein- hver afskipti af gangi mála. „Það hefur allt farið úrskeðis og við höfum verið að spila þetta sem fimm einstaklingar en ekki sem ein liðsheild. Sökin er al- gjörlega okkar en ekki dómara, áhorfenda eða einhverra ann- arra. Það em bara þessir fimm menn sem eru inná sem geta unnið leiki og menn verða að fara setjast niður og h'ta í eigin barm. Við þurfum að eiga einn góðan leik allan tímann ekki bara helminginn og það gæti kveikt í liðinu. Manni líst ekki nógu vel á framhldið en það eitt veit ég að það býr meira í lið- inu. Nú er bara að hætta öllu stressi og leggjast allir á eitt og tryggja sig í úrslitakeppnina og vera með liðið á toppnum þá. Úrslitakeppninn er alveg sér kapituli og þar getur allt gerst. Stjómin hefur ekkert haft nein afskipti af okkur enda geta þeir ekki unnið leikina íyrir okkur“, sagði Ástþór Ingason en hann tók við þjálfun liðsins af Hrannari Hólm fyrir nokkrum vikum siðan. DHL deildin í körfuknattleik - sunnudag kl. 20. KEFLAVÍK - SKALLAGRÍMUR ííþróttahúsi Keflavíkur. 1. deild kvenna - föstudag kl. 20. KEFLAVÍK - ÍR í íþróttahúsi Keflavíkur JL Landsbanki íslands Samvinnuferðir Landsýn ◦didas Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.