Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 20.02.1997, Blaðsíða 9
Sumarbœklingur Úrvar-Útsýn kynntur: Ótrúkeg viðbrögQ -þegar uppselt á nokkra gististaði Úrval-Útsýn var með opið hús sl. sunnudag ög bauð gestum og gangandi upp á happdrætti og sælgæti fyrir bömin. Fjöldi fólks lagði leið sína á ferðaskrifstofuna og sagðist Anna Stefánsdóttir starfsmaður ferðaskrifstoí- unnar aldrei hafa séð annað eins. þetta gekk bara ofsalega vel og hmgað ’var stöðugur straumur af fólki og giska ég að um 1.800 til 2.000 manns hafi heimsótt okkur og skoðað hvaða ferðir em í boði“, sagði Anna. Er þetta góðærið? ,Ja, það hlýtur að vera. Það ríkir bara niik.il bjartsýni í þessu þjóðfélagi". Óvenjumikið var um bókanir sl. sunnu- dag og virtist fólk vera ákveðið í því hvert það vildi fara. Þeim sem kaupa ferðir snemma bjóðast ýrnis afslátt- arkjör og að sögn Önnu er rnikil eftir- spum í rauðar brottfarir sem gefa af- slátt. Nú þegar er að verða uppselt á helstu gististaði í Portúgal og Mallorca og segir Anna viðbrögðin vera hreint Nú er hægt að kaupa sér utanlandsferð á Visa raðgreiðslum í allt að 24 mánuði og bjóst Anna við að einhverjir myndu nýtasérþað. Þaá var líf oij fjör á ferða- skrifstofum Samvinnu- ferða Landsýnar og Úrvals Útsýnar um síðustu helgi... ...þegar sumarferðabækl- ingarnir voru kynnir. Dagný Gísladóttir kynnti sérþað lielsta og smellti af meðfylgjandi myndum. ijú Samvmnuferbum Landsýn: i vmsæust Samvinnuferðir Landsýn voru með opið hús si. sunnudag þar sem sumarbæklingurinn var kynntur. Mikil! fjöldi fólks lagði leið sína á ferðaskrifstofuna og kynnti sér hinar ýmsu ferðir en þær bjóðast nú á góðum kjörum fyrir þá sem panta tímunlega. Að sögn Guðmundu Helgadóttur starfsmanns Samvinnuferða Landsýnar var rnikið bókað á fyrsta degi og hefur verið nóg að gera síðan. „Fólk nýtir sér stjömubrottfarir en þannig fær það 10. þúsund króna afslátt á mann ef það pantar fyrir 10. mars. Einnig er gefinn 5 þúsund króna afsláttur á ferðum sem sem pantaðar eru fyrir þann tíma. Hvert er fólk að fara? „Það er mest á Spán og Mallorca en einnig til Portúgal. Sumarhúsin í Hollandi eru líka ntjög vinsæl". Nýjir áfangastaðir bætast jafnan við og nú er boðið upp á tvo nýja á Cala d'or og að sögn Guðmundu lofar einnig nýr staður góðu sem er rétt fyrir utan Benidonn og heitir Albír. Hentar hann vel fjölskyldum sem vilja ró og næði en jafnframt er stutt þaðan til Benidonn.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.