Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 10
OPINN FUNDUR Gróska, samtök félagshyggju og jafnadarmanna, halda opinn fund fimmtudaginn 27. febrúar ad Hafnargötu 31, 3. hæd. Fundurinn hefst ki. 20:00. Allir velkomnir. Komum og heyrum rödd fram- tídarinnar í íslenskum stjórnmálum. Alþýðuflokksfélögin í Keflavík og Njarðvík. Alþýðubandalagsfélag Keflavíkur og Njarðvíkur. Þórunn Benediktsdóttir í viðtali: Þórunn Benediktsdóttir var ein uf þeim sem klippti ú borðannfyrir fyrstu stœtis- mgnaferð AVR ídesember- mdnuði sl. enda formaður almenningsvagnanefnar Reykjanesbæjar. Hún var einnigframkvœmdarstjóri Þroskahjdlpar d Suður- nesjum um skeið en nú hefur hún tekið við nýju staifi sem hjúkrunar- forstjóri Heilsu- gœslustöðvar Suðurnesja þarsem hún hefur starfað í gegnum tíðina. Hjúkrunarfrædingur fró gamla skólanum Þórunn er hjúkrunarfræðingur að mennt „frá gamla skólanum“ tekur hún fram. Hún lauk einnig BS gráðu 1995 frá Háskóla íslands og segir hún námið vera almennt hjúkrunamám á háskólastigi og kemur það inn á stjórn- unarþáttinn að hluta. Þórunn hefur sinnt marg- víslegum störfum um ævina en luin byrjaði sinn starfsferil við Sjúkrahús Suðumesja. „Eg hef starfað við Sjúkrahús Suðumesja frá því ég var 17 ára. Eg hef gengið í gegnum allt ferlið, fyrst sem ganga- stúlka. síðan vann ég við bókhald á skrifstofunnni og var aðstoðarmaður á röntgen- deild. Loks var ég deild- arstjóri á slysa- og bráðamót- töku og skipulagði hana“, segir Þómnn. „I millitíðinni vann ég á hjartadeild Landspítalans til þess að fá breiðari reynslu áður en ég hóf störf við bráðamóttökuna hér". Þórunn hefur einnig starfað heilmikið fyrir Rauða kross- inn og þá aðallega á fræðslu- sviðinu. Hefur hún verið leiðbeinandi á námskeiðum fyrir ófaglærða í aðhlynningu ÚTBOÐ Sóknarnefnd Keflavíkurkirkju óskar eftir tilboðum í verkið „SAFNAÐARHEIMILIKEFLAVÍKURKIRKJU - ÚTBOÐ II - FULLFRÁGENGIÐ HÚS AÐ UTAN." Verkid felst í að steypa upp húsið frá gólfplötu og full- klára að utan, byggt verður nýtt anddyri og kórloft framan við kirkjuna. Á lóð skal steypa nýja stétt framan við kirkjuna og fullklára innigarð. Brúttóflatarmál saf- naðarheimilisins er 998,5 ferm. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. júní 1998. Útboðsgögn verða afhent frá og með föstudeginum 28. febrúar á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Hafnargötu 58, Keflavík, gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í Kirkjulundi, við Kirkjuveg, mánudaginn 17. mars 1997 kl. 11:00. SÓKNARNEFND KEFLAVÍKURKIRKJU. Þessa dagana er unnið að því að rífa vel á annað hundrað íbúðir í svokölluðu Kínahverfi á Keflavíkurflugvelli. Það em starfsmenn íslenskra aðalverktaka sem annast verkið. Þegar húsin verða horfin verður að öllum líkindum settur upp golfvöllur á því svæðis þar sem húsin standa nú. Myndin var tekin þegar „rifrildið" hófst í síðustu viku. KINAHVERFIÐ A VELLINUM RIFIÐ Jafnaðar- og félagshyggjufólk í Reykjanesbæ! Mánudaginn 3. mars verður haldinn bæjarmálafundur að Hafnargötu 31, 3. hæð. Fundurinn hefst kl. 20:00 og eru allir velkomnir. Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri er sérstakur gestur fundarins. -Ríkir fátækt í Reykjanesbæ? - Er bærinn okkar barnvænn? 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.