Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 18
+ Eískuleg systir okkar, mágkona og frænka, Magnea Árnadóttir Kirkjuvegi 11, Keflavík er lést á Sjúkrahúsi Suðumesja 18. febrúarsl. verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 1. mars kl. 14:00. Svava Árnadóttir Halldóra Árnadóttir Guðrún Árnadóttir PállÁrnason Dórothea Friðriksdóttir Þuríður Halldórsdóttir og frændsystkini hinnar látnu. Fimmtán 3ja stiga II a | ■ / :lm ■ 4-2-a Keflvíkingar tóku á móti Skallagrím í DHL-deildinni í körfuknattleik karla á sunnudag. Þeir sýndu enga gestrisni og völtuðu yfir Borgnesinga 112:86. Keflvíkingar réðu hraðanum og settu alls fimmtán þriggja stiga körfur og það var meira en Borgnesingar réðu við. Stigahæstu menn Keflavíkur: Damon 26, Falur 22, Elentínus 15. Njarðvíkingar virðast vera búnir að finna taktinn á ný og á sunnudag unnu þeir ÍR á heimavelli 94:89. Stigahæstu menn Njarðvíkur: Torrey 30. Páll 18, Friðrik 15. Grindvíkingar biðu sinn fjórða ósigur í vetur gegn IA á Skipaskaga á sunnudag 78:64. Var það fyrst og fremsl góður varnarleikur IA sem gerði útslagið. Stigahæstu menn Grindavíkur: Myers 38, Marel 10, Helgi Jónas 6. Tækniþjónusta SA, ehf. Verkfræðingur/T,æknifræðingur r Tækniþjónusta SA, ehf., óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing/byggingatæknifræðing með 3-5 ára starfsreynslu. Mikil vinna framundan. Nánari upplýsingar í síma 421-5105. 77/ viðskiptavina Landflutninga hf. í Grindavík og Vogum. Ég undirritadur hef selt rekstur flutningabifreidar minnar, sem þjónad hefur Grindavík og Vogum í meira en 10 ár. Vil ég þakka öllum vidskiptavinum mínum góð samskipti í þessi ár. Þann 1. mars n.k. mun Sigurður Óli Hilmarsson, Hólavöllum 7, Grindavík, taka við flutningunum og von mín er að samskipti ykkar við hann verði jafn góð og við mig. Einnig mun Sigurður taka við umboði Endurvinnslunnar hf. og opnunartími verður sá sami og verið hefur, þ.e. kl. 20-21 á mánudagskvöldum að Tangasundi 1, Grindavík. Heimasími hjá Sigurði er 426-8645 og vinnusímar 852-7113 og 892-7113. Með kveðju og þökk fyrir viðskiptin. F.h. Brúnir, ehf. Ólafur Þór Þorgeirsson, Selsvöllum 7, 240 Grindavík. Grhidavík NjarðvGi í kvöld Leikurinn skiptir okkur engu málí -sogir Friörik JijálJiiri Grimlitvílíiir. NjítrávOiingtir stitðráánir í itá vinnti Njarðvík sækir nágranna sína í Grindavík heim í kvöld í DHL deildinni í körfuknattleik karla. Það verður án efa hart barist ef marka má fyrri leiki jressara liða og því ckki úr vegi að fá þjálfara liðanna þá Astþór Ingason, Njarðvík og Friðrik I. Rúnarsson Grindavík til að spá í spilin. Þess má geta að þeir Astþór og Friðrik spiluðu áður saman með Njarðvík og eru því að góðu kunnir. Þetta ætti þó ekki að spilla fyrir enda báðir frægir baráttujaxlar og munu eflaust tjalda öllu til að bera sigur úr býtum. Fyrir utan ánægjuna af því að vinna er nokkuð í húfi því bæði lið eru að reyna tryggja sér þægilegt sæti fyrir úrslitakeppnina en Njarðvíkingar sem nú sitja í fimmta sæti eiga örlitla möguleika á því fjórða og Grindavík sem nú er í öðru sæti á enn möguleika á fyrsta sæti. Til þess þurfa bæði liðin þó að treysta á töp annarra liða. „Eg er allavega búinn að kaupa mér ný fot, því ef svo óheppilega fer að við töpum þá ætla ég að salta hann í klæðaburðinum", sagði Aslþór og hló en keppnis- skapið sýndi sig greinilega þar sem Astþór var ákveðin í að „sigra" Friðrik í kvöld annaö hvort í körfuknattleik eða fatastíl. ,J>etta verður „Derby" leikur eins og vant er þegar Suðurnesjaliðin mætast og þá skiptir ekki máli þótt okkur hafi gengið vel í síðustu tveimur leikjum og Grindavík hafi tapað síðasta leik. Það sem skiptir máli er hvom liðinu langar meira að vinna. Við erum vel stemmdir og tilbúnir í þennan leik og höfum engu að tapa heldur allt að vinna. „Þetta er langt mót og það koma alltaf slakir leikir inná milli og satt best að segja er ég ekkert ósáttur við þetta tap upp á Skaga. Sagan sýnir nefnilega að velgengni er ekki endalaus og það kemur að því að sigursæl lið tapi og þá er betra að gera það rétt fyrir úrsli- takeppnina heldur en í henni svona rétt til að komast aflur á jörðina. Staða okkar er ráðinn, við verðum í öðru sæti eftir deildark- eppnina og leikimir sem eftir em skipta þar engu máli. Við mætum að sjálfsögðu í kvöld til að vinna eins og alltaf en ég veit ekki hvernig stemmingin verður í liðinu þar sem við emm famir að undirbúa okkur undir úrslita- keppnina. Það er hún sem skiptir öllu máli núna,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindavíkur. KBS mót í snóker KBS mótið í snóker verður haldið um helgina., 27. febrúar til 2. mars. Spilað verður í riðlum á fimmtudag, föstudag og á laugardag. Sextán og átta manna úrslit verða síðan á laugardag og sunnudag.. Undanúrslit verða laugardaginn 6. mars og úr- slitaleikurinn föstudags- kvöldið 7. mars kl. 20:30. Spilað verður með forgjöf og keppendur verði í snyrtilegum klæðnaði. Þátttökugjald er kr. 1500.- Veitt verða verðlaun fyrir fjögur efstu sætin ásarnt hæsta stuði í öllunt flokkum. Þátttaka tilkynnist í síma 421 3822 á snókerstofunni. ALLIR MEÐ. Margrét Ósk. Til hamingju elsku Margrét okkar með 16 ára afmælið. Frá ömmu og afa. Þessi gella varð 17 ára þann 23. febrúar sl. Til hamingju með bíl- prófið Asta. Rauðhetta. Halldór Ragnarsson verður 40 ára 5. mars nk. Hann og kona hans Helga Siguröardóttir taka á móti vinurh og vandamönnuirr lau- gardaginn I. mars frá kl. 20:30 í sal Frímúrara. Bakkastíg, Njarðvík. María Baldursdóttir verður 50 ára þann 28. feb. Hún og Rúnar taka á móti ættingjum og vinum á Glóðinni kl. 20-22 á afmælis- daginn. 18 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.