Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 7
Stórþorskur eltir loðuntorfur við Reykjanes: flílahrota í Gríndavík Sannkölluð aflahrota hefur verið hjá bdtum gerðum út frá Grindavík sfðustu daga. Mokveiði hefur verið hjá netabátum og hafa þeir verið að koma með mikinn og góðan afla í hverri veiðiferð. Aflahrotuna má rekja til þess að stór- þorskur gengur nteð loðnutorfununt sem verið hafa við Reykjanes síðustu daga. Áttu sjómenn í Sandgerði von á að fara að sjá stórþorsk. enda loðna úti fyrir Sandgerði. Nú hin síðari ár hafa menn og konur verið mjög andlega þenkj- andi. Spíritisminn hefur verið vinsælt áhugamál margra um langt árabil. áltugi á innhverfri íhugun. yoga. nýöld og öðrum austrænum trúarbrögðum hefur gripið hugi og hjörtu fólks. Fyrir fáeinum dögum heyrðist í fréttum að til stæði að byggja Buddamusteri hér á landi, eða nánar tiltekið á Álftanesi. í næsta nágreni við bústað forseta lýðveldisins. Múhameðstrú er einnig að hefja innreið sína inn í landið okkar og virðist nokkur áhugi vera fyrir því, en ætla má að þar séu innflytjendur í meirih- luta. Þegar maður lítur til þess sem er að gerast í hinum andlegu málefnum, á þessum sviðum, er manni spurn: Hvað hefur orðið um hin gömlu góðu gildi hinnar Kristinnar trúar? Við minnumst þess unt aldamótin að þúsund ár em Iiðin frá því að íslenska þjóðin tók Kristna trú og að tvöþúsund ár eru liðin frá fæðingu frelsara okkar Jesú Krists. A sama tíma sér maður að fólk virðist í auknum mæli snúa sér frá liinum Kristnu gildum til að eltast við trúarbrögð ættuð frá austurlönd- um fjær og hafa ekkert með þann Guð að gera sem er skapari alheimsins og hefur gefið okkur hina vestrænu siðmenningu, sem reyndar fer nú ört hnignandi. Getur verið að Guð sé orðinn svo gamall að það taki því ekki að hlusta á Hann lengur, eða ætli Guð hafi breyst. kannski Hann hafi skipt um skoðun, eða Honum orðið ljóst að Hann Itafði liaft rangl fyrir sér? Guðs orð svarar jressu mjög skýrt í Jesaja 45.kafia, versi 21 og 22: „Enginn Guð er til nema ég. Fyrir utan mig er enginn sannur Guð og hjálpari til. Snúið yður til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að ég cr Guð og enginn annar." I annarri Mósebók í 20.kafia og í fimmtu Mósebók 5. kafia getum við lesið unt boðorðin tíu. Frá því ég fyrst fór að lesa boðorðin eins og þau koma fyrir í Biblíunni, veitti ég því athygli að |rar er eitt boðorð sem ekki var til staðar í boðorðunum sent ég lærði í Kristnifræði þegar ég var í skóla. Annað boðorðið Itafði verið fellt niður og tíunda boðorðinu hafði verið skipt í tvennt. En skv. Guðs orði hljóðar annað boðorðið þannig: „Þú skall engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð,.....“. Með öðrum orðum, við eigum ekki að búa okkur til guði úr steinum, trjánt eða öðrum hlutum og ekki einu sinni í hugum okkar, því Drottinn Guð, Hann einn er Guð. En Itver skyldi vera ástæða þess að mennimir hafa fellt annað boðorðið niður og látið hjá líða að kenna það. Jú til að mynda þá er þetta akkúrat boðorðið sem t.d. kaþólska kirkjan þverbrýtur, því þar em tilbeðnar myndir og stylt- ur sem eiga að vera af Maríu móður Jesú og ntönnum sem teknir hafa verið í dýrlinga tölu, þetta er gegn öllu því sem Biblían boðar. Nú þó svo að íslenska þjóðin teljist Kristin, þá hefur hjátrúin haft sterk ítök t' fólki. Fólk telur að einhver kraftur sé í krossinum. en Itann er bara tákn um það að Jesús var negldur á kross þar sem Hann tók á sig sektirnar sem voru afleiðingar synda okkar. Krossinn eða kross- markið í sjálfu sér gerir ekkert, heldur er það trúin á Jesú Krist, að tilbiðja Hann og tigna, sem skiptir máli. Vígt vatn, hvað er það? Það gerir ekkert, nema að svala þorsta ef |)ú drekkur það, eða hreinsar þig, ef þú þværð þér upp úr því. allt annaö er hjátrú og er það Guði andstyggð. Fyrst við teljum okkur Kristin, hví skyldunt við þá ekki leita Guðs, tilbiðja Hann á þann liátt sem okkur ber, lesa Hans orð og láta það fræða okkur í stað þess að láta aðra segja okkur hvemig við eigum að trúa. Að fara í kirkju er ekki endi- lega að fara í eitthvað tiltekið hús, heldur að koma saman með fólki sem vill eiga samfélag við Guð, því að kirkjan er ekki hús heldur fólk, húsið gerir ekkerl. það er bara notað til að koma saman til samfélags við Guð, en það getur þú líka gert hvar sem er og hvenær sem er. Ef við viljum vera kristin, gætum þess þá að gefa Guði það sem Honum ber, svo sem virðingu okkar og tíma, og láta allt annað eiga sig. / GiiSsfriði, Tómas Ibsen. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Gústavs Adolfs Bergmann aðalvarðstjóra Mávabraut 8d, Keflavík. Gunnar Gústavsson Sigurbjörn S. Gústavsson LaufeyA. Kristjánsdóttir Hjalti Gústavsson Margrét Þ. Einarsdóttir Ásdís Gústavsdóttir Helgi Bragason og barnabörn. «1 REYKNESINGAR! Skrifstofur Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og Hafnargötu 57 eru opnar mánudaga til föstudaga kl. 08:30 - 15:30. ~ Upplýsingar um viðtals- og símatíma starfsmanna eru veittar hjá símaþjónustu. SÍMI421 6700 ATHUGIÐ! Biðstöðvar almenningsvagna eru við báðar skrifstofurnar. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ, Ellert Eiríksson. 1 Árshátíð Stangveidiféiags Keflavíkur verdur haidin laugardaginn 8. mars kl. 19 í KK-salnum í Keflavík. Þar verður söngur, grín og gleði, bikarafhending, happdrætti og dansleikur með dúettnum SUNNAN TVEIR. Matarlyst sér um Ijúffengar veitingar. Veislustjóri Jóhann Líndal. Miðaverð kr. 2.900.- Miðarseldir í húsi félagsins að Hafnargötu 15. Félagar fjölmennið á uppskeruhátíð ársins. Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.