Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 2
Suzuki- tónleikar Laugardaginn 1. mars, á „degi tónlistarskólanna" stendur Tónlistarskóli Njarðvíkur fyrir tónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 15:00. Fram koma þeir nemendur skólans sem stunda fiðlunám samkvæmt aðferð S. Suzukis. Sérstakir gestir á tónleikunum verða Suzuki-nemendur frá Tónlistarskólanum í Keflavík og frá Tónskóla íslenska Suzukisambandsins. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Skólastjóri. Atröskun veitt citliygU í gmnnskólum ci Suðumesjum: Átröslcun hjá unglingum áhyggjuefni? Átröskun unglinga er ávallt áhyggjuefni og í dag er henni veitt nieiri athygli í grunn- skólum á Suðumesjum. Vitað er til þess að nokkrir einstak- lingar á Suðurnesjum hafi greinst með lystarstol og er talið mikilvægt að umræða verði unt málið. Börn og unglingar eru vigt- aðir og mældir árlega í skólum og ef frávik eru frá eðlilegri vaxtarkúrfu er haft samband heim til foreldra og oft vísað til læknis f framhaldi hvort heldur börnin eru of þung eða of létt. Þetta er eitt af mörgum störfum skóla- hjúkrunarfræðinga í skólum og getur það í sumum til- vikum leitt átröskun í Ijós. Þeir unglingar sem finnst þeir verða að vera það grannir að eðlileg líkamsstarfsemi er í hættu þurfa hjálp. Foreldrar taka þá eftir að áhugamálin snúast um mat. hitaeiningar, brennslu, æfingar og hafa þeir áhyggjur eða samviskubit yfir hverju því sem þeir setja ofan í sig. Þrátt fyrir að líkaminn hafi ekki fiilla orku í daglegt amstur þá keyra þeir sig áfram. Þetta eru hættumerki um Lystarstol frekar en lotu- græðgi sem er tengdur sjúk- dómur. Lystastol er algengara meðal kvenna og samkvæmt rann- sóknum í Bretlandi og Bandaríkjunum eiga 1 - 2% stúlkna á aldrinum 12 - 18 ára við lystarstol að stríða. Er talið að þar sem lystarstol geti gert vart við sig hjá svo ungum einstaklingum sé ástæða til þess að gefa málinu gaum í skólum. Fastei vnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK SÍMAR 421 1420 OG 4214288 Álsvellir 10, Keflavík 126 ferm. einbýli ásamt 24 ferm. bílskýli. Mjög hagstæð Húsnæðislán áhvílandi kr. 5,í millj. mcð 5% vöxtum. 8.500.000,- Borgarvegur 25, Njarðvík 188 ferm. einbýli ásamt 41 ferm. bílskúr. Hús og lóð eru í mjög góðu ástandi. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. 16.000.000,- Fífumói 3c, Njarðvík 2ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu ástandi. Sérgeynrsla á 1. hæð. Ibúðin er í góðu ástandi. Góðir greiðsluskilmálar. 3.900.000,- Túngata 23, Sandgerði 106 ferm. e.h. ásamt 44 ferm. bílskúr. Ibúðin er mikið endur- nýjuð og í góðu ástandi. Skipti á íbúð í Keflavík koma til greina. 6.500.000,- Whbf* G- isij' ‘““Sl *» :■ BU“nKl“ . li 1115’ •= i'pJí^aisL ' ’ - ■ vs Cirænás lb, Njarðvík 109 ferm. 4ra herb. íbúð í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvílandi mcð 5% vöxtum 6.200.000.- Hringbraut 96, Keflavík Videóleiga til sölu ásamt hús- næði á 1. hæð með inn- réttingum og öðrum búnaði. Ymsir greiðslumöguleikar fyrir hendi. Allar nánari uppl. gefnar á skrifstofunni. Brekkustígur 33b, Njarðvík Rúmg. 3jn herb. íbúð á 2. hæð m/sérgeymslu í kjall. og mikilli sameign. íbúðin er í góðu úslandi. I.aus slrax. Hagst. lán m/lágum vöxtum áhvílandi. Útborgun aðeins kr. 300 þús. Tilboð. iW'" mmp.v.vzj Hringbraut 70, Keflavík 72 ferm íbúð á 2. hæð. Ýmsir greiðslumöguleikar eru fyrir hendi. Laus strax. 4.900.000.- Heiðarholt 16, Keflavík 2ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt sérgeymslu í kjallara. Glæsi- leg eign á góðu verði. 4.600.000.- Skodið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn af fasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. ■ Reykjcmesbœr: Samningur um D-álmu kemur seint Samningur um viðbyggingu við Sjúkrahús Suðumesja sem samþykktur var 11. nóvember á síðasta ári hefur enn ekki verið afhentur og að tillögu meirihluta hefur Bæjarstjóm Reykjanesbæjar bókað um málið þar sem óskað er eftir að fjármála- og heilbrigðis- ráðuneyti hraði afgreiðslu hans svo hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Tóku fulltrúar minnihluta undir bókunina. II Oldmncirnefíid Suðumesjci: Skipuö verði nefnd til aö vinna aö framtíðarskipulagi öldrunarmála Öldrunarnefnd Suðurnesja hefur lagt til við stjóm S.S.S. að skipuð verði nefnd sem vinna eigi að heildstæðu framtíðarskipulagi öldrunar- mála á Suðurnesjum. Þar verði m.a. haft í huga fjölgun aldraðra á svæðinu á komandi árum og breyttar kröfur senr fyrirsjáanlegar eru til öldrunarþjónustu. Segir svo í greinargerð öldrunarnefndar:-„Má þar gera ráð fyrir auknunr kröfunr um hámarksgæði þjónustu. kostnaðarsjónanniða og þörf á fleiri valkostum í þjónustu fyrir aldraða og fjölskyldur jreirra11. Nefndinni er einnig ætlað í samráði við sveitarfélögin að skilgreina hvaða þjónusta verði samþætt og rekin sameiginlega af sveitarfélög- unum. Einnig hvaða þættir verði sérverkefni hvers sve;itarfélags og hver verði þáttur ríkisins í'þjónustu og uppbyggingu stofnana og heilsugæslu á svæðinu. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.