Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 27.02.1997, Blaðsíða 12
Bœjarmál Reykjanesbœ: Gróska með opinn fund Gróska, samtök félagshyggju og jafnaðarmanna mun halda opinn fund í kvöld, fimmtudaginn 27 febrúar að Haftiargötu 31, 3ju hæð. Fundurinn er haldinn að áeggjan samstarfsnefndar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í Reykjanesbæ og hefst hann kl. 20.30. " Sameiginlegitr bœjannálafiindur A-flokkanna: Fátækt og barnvænn Reykjanesbær Félagsmál verða tekin fyrir á sameiginlegum bæjarmálafundi Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins ntánudaginn 3. mars og verður Hjördís Amadóttir félagsmálastjóri sérstakur gestur. Fundurinn er liður í fundaröð um málefni Reykjanesbæjar en mánudaginn 17. febrúar var Eiríkur Hermannsson sérstakur gestur og fjallaði hann um skólamál á fjölmennum og gagn- legum fundi. Á fundinum verður velt upp spumingum á borð við þær hvort að fátækt fyrirfinnist í Reykjanesbæ og hvoit bærinn okkar sé bamvænn. Fundurinn verður haldinn að Hafnargötu 31,3. hæð og hefst kl. 20.00. Eru allir boðnir velkomnir. Fréttatilkyiiiiingar til I/Fá neti: htb@ol(.is INN VIÐ BEINIÐ STEINDÓR SIGURÐSSON Þai) hefur verið nóg að gera undanfarið lijó Steindóri Sigurðssyni, framkvœmdastjóra S.R.K. hf sem nýverið lióf rekstur almennings- vagna Reykjaneshœjar. Að sögn Steindórs Itafa hœjarbúar tekið strœtó vel og nýverið bœttist liðvagn við hílaflotann sem er annar tveggja d landiiiu. En Itvernig skyldi Steindór vera inn við heinið.... Nafn: Steindór Sigurðsson. Aldur:53 ára. Maki: Kristín Guðmunds- dóttir og við eigum tjögur böm. Atthagar: Fæddur á Siglu- firði og alinn upp í Skaga- firði. Starf: Framkvæmdastjóri. Bfll: Peugot 309 1988. í uppáhaldi: Matur, eins og reyndar sést á mér. Besti matur: Hrossakjöt og kartöflumús og yfirleitt sá matur sem ég er að borða livert sinn. Besti drykkur: Mjólk, Kaffi, Koníak, í þessari röð. Uppáhaldspersóna: Magn- úsargerfið hjá Ladda. Tónlist: Rock. og öll góð tónlist sem ekki er síbylja. Ahugamál: Lífið. íþróttafélag: Umf. Framfór. Gæludýrið: Tvímælalaust hundamir mínir sálugu. Hvenær vaknar þú á morgnana: 4.30 - 7.10 og 8.30 á sunnudöaum ef ég fæ frið. Morgunmatur: Vatn og blóðþrýstingslyf og sfðan brauðsneið og kaffi þegar allt er komið í gang. Heimilisstörf: Set alltaf pok- ann í sorptunnuna. Pólitíkin: Hún er oft fyndin. Það fyndnasta: Pólitíkin. Bókin á náttborðinu: Úr álögum e. Stephen King og Ný stjómlist e. Þorkel Sigur- laugsson. Helsti veikleiki: Matur. Helsti kostur: Sveigjanleiki? Besta sumarfríið: Man það ekki. Fór síðast í frí að sumri til í hálfan mánuð 1979. Hvað invndir þú gera ef þú ynnir stóra vinninginn í Lottóinu: Borga skuldir, sofa út í tíu daga og halda svo át'ram að borga skuldir ef vinningurinn er nógu stór. Fallegasti staðurá lslandi: Mælifellshnjúkur í Skagaftrði sem er fallegasta tjall í heimi. Hvað finnst þér unt nafna- málið: Pað fór vel á endan- um og ég er mjög ánægður með nafnið. Hugsanlegt framboð vinstri rnanna: Nei takk. Skemmtilegustu farþegarn- ir í strætó: Bæjarstjórinn og Gunnar Atli litli í Smáratún- inu sem fer að meðaltali 15 ferðir á dag. 1/arnarliðið, tölvudeild óskar að ráða tölvunarfræðing/kerfisfræðing Um er ad ræda starf í einni af stærri tölvudeildum landsins sem hefur yfir ad ráda um 800 PC tölvum, 72 Novell staðarnetum, og víðneti sem tengir flest staðarnetin saman. Starfið er krefjandi og mjög fjölbreytt og felur m.a. í sér að setja upp nýjan vél- og hugbúnað, greina bilanir í PC vélum og netum, og aðstoð við notendur. Kröfur: Umsækjandi þarfað hafa sem víðtækasta þekkingu og reynslu á sviði vél- og hugbúnaðar og er þar um að ræða MS-DOS, Windows 3.7 7, 95 og NT, og Microsoft Office. Æskilegt er að viðkomandi hafi einnig þekkingu á NetWare 3.12 og 4.7 netkerfum og TCP/IP samskiptastaðli. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, eiga gott með að umgangast fólk og hafa mjög góða enskukunnáttu. Starfið er tímabundid til 29. september 1997. Skriflegar umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu Utanrfkisráðuneytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en 3. mars 1997. Starfslýsing liggur frammi á sama stað og er nauðsynlegt að væntanlegir umsækjendur lesi hana. Dagur tonlistarskol anna í Keflavík Tónlistarskólinn í Keflavík heldur upp á "Dag tónlist- arskólanna” á morgun, laug- ardaginn 1. mars, með tven- num tónleikum. Hinir fyrri fara fram í Ytri-Njarð- víkurkirkju og hefjast kl. 15.00 og eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskóla Njarðvíkur og Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Þar munu Suzukinemendur leika á píanó, fiðlur og celló og gefst tónleikagestum kostur á að fá sér kaffi að tónleikum loknum. Seinni tónleikamir fara fram á sal skólans að Austurgötu 13 í Keflavík og hefjast kl.16.00. Ymsir samspilshópar munu koma þar fram og eru tón- leikarnir nokkurs konar uppskeruhátíð “Opnu vik- unnar” sem staðið hefur ytir í skólanum þessa vikuna. Bjöllukórar, slagverks og pop- phljómsveitir, málm- og U'éblásturshópar og fleiri slíkir hafa verið að störfum innan skólans alla vikuna og munu þeir koma frant á tón- leikunum. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyf- ir. Við Tónlistarskólann í Keflavík starfa 29 kennarar og 250 nemendur. Skólinn á 40 ára afmæli í haust og verður afmælisins minnst með ýmsum hætti. Skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík er Kjartan Már Kjartansson. Stuttip harmonikku- tónleikar í Keflavík Finnski harmonikkuleikarinn Tato Kantomaa heldur stutta tónleika á sal Tónlistarskólans í Keflavík á fimmtudagskvöld kl.20.00. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyf- ir. Tónleikamir eru liður í Opnu vikunni sem nú stendur yfir í skólanum. Margir góðir gestir hafa komið í heimsókn til tón- leika- og fyrirlestrahalds og sem gestakennarar. Einnig hafa nemendur verið á ferð- inni og leikið fyrir bæjarbúa. Til dæmis má nefna að öllum 4 og 5 ára börnum á leik- skólurn í Keflavík er boðið á tónleika á morgun, fimmtu- dag, á sal skólans. Opnu vikunni lýkur á laugardaginn en þá halda tónlistarskólamir upp á “Dag tónlistarskólanna” með ýmsu móti. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.