Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 9
I Spurningakeppni björgunarsveitanna á Suðurnesjum: M í Ð B Æ k HRINGBRAUT 92 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 3600 Tónlistarskóli Njarávíkur hélt nýveriá upp a 20 ára afmæli skólans með fjölbreyttri afmælisdagskrá sem nemendur og kennarar skólans settu saman og flutt var í saf- naðarheimilinu í Innri Njarðvík. Afmælisdagskráin bar yfir- skriftina Á ferð um heiminn og varfarið með álieyrendurtil 12 þjóðlanda, þau kynnt í stuttu máli og tónlist þeirra leikin. Nemendur og kennarar sömdu hluta afþeirri tónlist sem flutt var og settu saman allar kynni- ngar og gerðu sviðstjöld og leikmyndir. Meðfylgjandi myndir voru teknar á fyrstu tón- leikunum í safnaðarheimilinu í Innri Njarðvík en alls voru tón- leikarnir fluttir þrisvar sinnum. Undanúrslit í spurningakepp- ni björgunarsveitanna á Staðnum verða haldnar annað kvöld, föstudag. Þá leiða saman hesta sína annars vegar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Sveitar- stjóm Vatnsleysustrandarhrepps og hins vegar Bæjarstjómin í Sandgerði og B-sveit björg- unarsveitanna. Auk þessara tveggja umferða ( spumingakeppninni koma fram Omar Ragnarsson hinn kunni skemmtikraftur og fréttamaður og Jóhann Helgason, söngvari og tónlistarmaður. Hann mun leika nokkur lög af plötu sinni sem kom út fyrir jólin. Miðaverð er kr. 500 en aðgangseyrir rennur óskiptur til björgunarsveitanna. Húsið opnar kl. 21 en keppnin hefst kl. 22. Að sögn þeirra björgun- arsveitarmanna hafa undanfam- ar viðureignir verið skemmti- legar. Keppendur Reykja- nesbæjar „jörðuðu" kollega sína í Grindavík í síðustu umferð og Kúttmagakvöld Lions- klúbbs Grindavíkur Hið vinsæla Kúttmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldið í Festi laugardaginn 5. apríl kl. 18.00. Auk glæsilegs inatseðils verður sjávarútvegssýning þar sem þátttakendur eru tn.a. Hampiðjan hf.. Isfell hf., Me.vdam, Radíoiniðun, Brunnar hf. og Lýsi hf. Alftagerðisbræður mæta á staðinn og syng,ja við undirleik Stefáns R. Gíslasonar, Jóhannes Kristjánsson eftirherma treður upp o.fl. Ræðumenn verða sr. Hjálmar Jónsson alþ.m. og sr. Baldur Kristjánsson biskupsritari og veislustjóri verður Jón Norðfjörð. 'f&tcW1 KNORR V0RUKYNNING V\b kynnum Knorr Spahettira og Knorr pastarétti föstudag og laugardag á sérstöku tilboðsverdi. ...kemur með góða bragðið Undanúrslit á Staðnum aimað kvöU ÞegarJón Norðfjörð er veislustjóri á kútmaga- kvöldi er komin trygging fyrír skemmtilegu kvöldi. verður fróðlegt að sjá hvemig Kjartani Má, Viktori bróður hans og Reyni Olafs gengur gegn Jóhönnu Reynisdóttur og „Strandarmönnum". Sama má segja um hina viðureignina. Sandgerðingar þykja ekki árennilegir þegar spurninga- keppnir eru annars vegar og verður fróðlegt að sjá hvort björungarsveitarsveitin lumi á leynivopnum. Úrslitaviðureign sigurvegaranna í þessum við- ureignum verður á Staðnum eftir hálfan mánuð. eMiénainaðir afmælistónleikar Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.