Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 12
Daily Mail 29. janúar 1997. Nemandinn, 10 ára var sendur yfir til skólastjórans eftir að kennarinn hafði staðið hann að verki í miðri kennslustund við að rétta kannabis mola vafmn í sælgætisbréf yfir til bekkjar- félaga síns. Forráðamenn skólans höfðu tveimur vikum áður sett nemandann undir sérstakt eftir- lit eftir að áhyggjufullir foreldr- ar höfðu sett sig í samband við skólann, þar sem þeir lýstu yfir vaxandi áhyggjum sínum á gerðum nemandans. Nemand- inn hafði skömmu áður orðið uppvfs að því að selja kannabis á lóð skólans. Aðspurður kvaðst hann hafa fengið efnið hjá einum meðlima úr fjölskyldu sinni. Rannsókn á efninu sýndi að um kannabis var að ræða. Eftir að málið hafði verið skoðað af skólamálayfirvöld- um, var ákveðið að vísa nemandanum tímabundið úr skóla. Við skoðun á heimilis- aðstæðum hans kom t ljós að þær voru ekki til fyrirmyndar, mikil óregla var á heimilinu. Nemandinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni, að hennar sögn þá verður mál hans skoðað niður í kjölinn og hann verður líklega sendur fyrir unglingadómstól. Hérlendis hafa 83% þeirra unglinga á aldrinum 14.-19 ára sem leitað hafa eftir aðstoð hjá SAA vegna ólöglegra vímu- efnaneyslu, reynt kannabisefni. (marihuana/hass.) Ecstasy/E-piIlan: Það þurfti ekki nema hálfa pillu!! Tlie Express 4. mars 1997. Lesley Bradshaw, ung móðir sem var frá Glossop, Derbyshire ætlaði að eiga þægi- lega kvöldstund heima við með vini sínum í febrúar s.l. en ekki fór allt sem á horfist. Lesley féll í yfirlið skömmu eftir að hún hafði tekið inn hálfa E-pillu. Var hún strax flutt á sjúkrahús þar sem hún dó 10 dögum síðar í öndunarvél. Komst hún rétt til meðvitundar til þess að tala við dóttur sína Jade og aðra ættingja og vini. Fyrir rúmu ári tók önnur bresk stúlka Leah Bett inn eina E- pillu, þ.e. daginn sem hún varð 18 ára. Hún féll einnig í yfirlið og var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést fjörum dögum síðar, þegar öndunarvélin sem hún var tengd við var tekinn úr sam- bandi samkvæmt ósk foreldra hennar, lögreglumanninum og hjúkrunarkonunni. Pillan sem talinn er hafa orsak- að dauða Lesley Bradshaw var stimpluð „Playboy-merki“. Lögreglan telur E-pillur í dag vera mengaðri en nokkru sinni fyrr þ.e. sölumennimir blandi allsskyns óþverra saman við virka efitið áður en pillan er for- muð. Þetta er nýtt afbrigði af E-piIlum og hættunni af inntöku þeirra verður ekki lýst í fáum orðum, sögðu sérfræð- ingar innan lögreglunnar á sama tíma og þeir sendu út aðvaranir til annarra E-pillu notenda. Pilluna hafði Lesley keypt skömmu áður af söluntanni úti á götu. Hérlendis hafa 47% þeirra unglinga á aldrinum 14.-19 ára sem leitað hafa eftir aðstoð hjá SAA vegna ólöglegra fk A BIAA L0N1Ð T Bláa lónið hf. óskar eftir að ráða fjármálastjóra Bláa lónið hf. stendur fyrir rekstri og þróun ferðaþjónustu, meðferðarþjónustu og framleiðslu húðvara við Bláa lónið. Auk þess er félagið þátt- takandi í hótelrekstri á svæðinu. Félagið vinnur að undirbúningi framkvæmda vegna framtíöarupp- byggingar Bláa lónsins. Helstu verkefni Fjármáiastjóri mun sjá um öll fjármál fyrirtækisins, þar með talið innheimtu, bókhald, launamál, grelðsluáætl- anir og greiðsluskuldbindingar. Hann sinnir jafnframt öllum samskiptum við fjármálastofnanir I samvinnu við framkvæmdastjóra. Kröfur um hæfni Viðkomandi þarf að hafa viðskiptafræðimenntun eða hliðstætt nám og reynslu i sambærilegum störfum. Um er að ræða starf hjá fyrirtæki sem er i örum vexti þar sem spennandi verkefni eru framundan. Áhersla er lögð á skipuleg vinnubrögð, frumkvæði, góða samstarfs- hæfileika og árangur i starfi. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Peim sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir er boðið að senda inn umsókn til Bláa lónsins hf., fyrir 18. apríl 1997. Bláa lónið hf. Svartsengi Pósthólf 22 240 Grindavík ATVINNA Starfskraftur óskast í hlutastarf, vid afgreidslu og fleira. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Má ekki vera yngri en 25 ára. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsækjendur leggi inn nafn, aldur og fyrri störf á skrifstofu Víkurfrétta, Sparisjóðshúsinu, Njarðvík fyrir 7 7. apríl nk. M aðal- 'sPFUNDUR Fyrir mistök blaðsins misritaðist dagsetning í þessari aðalfundarauglýsingu í síðasta tölublaði. Erbeðist velvirðingar á mistökunum og ítrekað að fundurinn er 9. apríl nk. Ungmennafélags Njarðvíkur verður haldinn miðvikudaginn 9. apríl kl. 20:30 í sal Njarðvíkurskóla. Dagskrá: 1. Hefðbundin aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. vímuefnaneyslu.reynt E-pill- una. Foreldrar/forráðamenn barna: Eins og lesa má að framan þá geta börnin okkar lent í skelfilegum hlutum í gegnum ólögleg vímuefni. Ykkar stuðningur getur hjálpað baminu að bregðast rétt við ef það kemst í kynni við þau hættulegu efni sem eru í umferð í dag. Minnist þess að bamið ykkar er einstakt.! Ofanritað er lausleg saman- tekt undirritaðs úr bresku pressunni. Elías Kristjúnsson, tollgœslunni á Keflavíkurfliigvelli, páskar 1997. u Dýrt geymslugjald á pósthúsinu Kona hafði samband við blaðið og kvartaði undan háu geymslu- gjaldi hjá Pósti og Síma hf. vegna pakka sem hún fékk í pósti. Tollmeðferð á pakkanum kostaði 180 kr. og að viðlögðu geymslugjaldi var upphæðin komin upp í 1.980 kr. sem henni þótti vægast sagt dýrt. Anna María Guðmundsdóttir, Stöðvarstjóri Pósts og Sfína hf: „Það er lagt geymslugjald á alla skráða böggla, bæði innlenda og erlenda, 16 dögum eftir komu og síðan dag frá degi sem er kr. 120. Þetta er tekið fram á tilkynningu sem viðkomandi fær við komu bögguls en þar segir að geymslugjald verði tek- ið eftir 16 daga. Jafnframt eru sendar ítrekanir þannig að þetta ætti ekki að fara fram hjá við- komandi. Ef viðkomandi er fluttur eða hefur af öðrum or- sökum ekki getað tekið við til- kynningu fellur þetta geymslu- gjald niður“. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.