Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 03.04.1997, Blaðsíða 10
Geirlandsá Þó enn ríki vetur konungur og varla sjáist vorsins bragur hafa veiðimenn hysjað upp um sig vöðlurnar og gert sig klára fyrir veiðisumarið. Amefndar- menn hjá Stangaveiðifélagi Keflavíkur ríða nú sem endranær fyrstir á vaðið og opna ámar sínar fyrir vorveiði og hófst veiði í Geirlandsá og Hörgsá þann fyrsta þessa mánaðar. Ur Geirlandsánni, perlu stangaveiðifélagsins, fengust fréttir frá formanni félagsins. Gunnlaugi Oskarssyni, að veiði hefði byrjað vel en hann var þar við veiðar ásamt þremur öðrum árnefndar- mönnum. í lok veiðidags höfðu þeir landað 16 sjóbin- ingum, flestum á bilinu 5-6 pund og nokkrum 2-3 punda en fiskana veiddu þeir aðal- lega á spón og reflexa. Þá höfðu þeir einnig sleppt tölu- verðu af fiski. Kvóti þeina er 30 fiskar fyrir tvo veiðidaga þannig að þeir vom vel á veg komnir með að nýta sér hann. Að sögn Gunnlaugs var blankalogn og sólskin þennan fyrsta veiðidag og því væsti ekki um þá í allri dýrðinni. I Hörgsá á Síðu vom tveir ár- nefndarmenn við veiðar, þeir Sigþór Oskarsson og Jón Ast- ráður Jónsson en þar veiði heldur dræmari og höfðu þeir landað tveimur birtingum eftir fyrsta dag. Hörgsá er nýtt veiðisvæði stangaveiðifélag- ins og það rétt fyrir austan Geirlandsá og Breiðabala- kvísl. Aðstaða veiðimanna þar er í húsi rétt við bæinn Hörgs- dal og er veitt á tvær stangir. Enn um sinn em Vatnamótin lokuð vegna fss en vonast menn til að þau verði opnuð alveg á næstunni. Þess má geta að sala veiði- leyfa hefur vel það sem af er hjá félaginu og eru rnenn bjartsýnir á fengsælt sumar. Verð í vorveiði liggur á bilinu frá kr. 2.200-4.800 á stöng á dag og eru enn nokkrir lausir dagar til hjá félaginu. + Ungt athugið! Kynningarfundur um Ungliða- hreyfingu Rauða krossins fer fram i sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja n.k. föstudag 4. apríl kl. 10:30. Á fundinn mæta fulltrúar frá Ungliðahreyfingunni (URKÍ) í Reykjavík. Stofnfundur URKÍ-deildar á Suðurnesjum fer fram kl. 15 n.k. laugardag 5. apríl í sal Rauða kross deildar á Suðurnesjum að Hafnargötu 15, Keflavík. Víkurás byggir nýtt hús Víkurás ehf. hefur fengið leyfi, til að rífa fyrra iðnaðarhús sitt sem varð eldi að bráð í desem- ber á síðasta ári og byggja í stað þess nýtt iðnaðarhús sem verður 8.907 fermetrar að stærð en eldra húsið var 8.507 fennetrar. Bifreiðagæslaxihf. við Leifsstöð Bifreiðagæslan hf. í Keflavík tekur að sér rekstur og umsjón með bifreiðastæðum við Flug- stöð Leifs Eiríkssonar frá og með 1. apríl nk. A tímabilinu 1. apríl til 30. nóvember verður tek- in upp gjaldskylda fyrir afnot af- markaðra langtímastæða norðan og vestan við flugstöðina. Stæð- isgjald er kr. 250 fyrir hvern byrjaðan sólarhring. A afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðvar- innar verður óheimilt að leggja bifreiðum lengur en 3 klukku- stundir samfleytt. A þessum bíla- stæðum er hægt að leggja bif- reiðum ókeypis. Góð opnun í Óskar Færseth og Ásdís Guðbrandsdóttir með væna fiska eftir vel heppnaða vorveiði í Geirlandsá í fyrra. tsf FELAGSFUNDUR Félagsfundur verður haldinn hjá Iðnsveinafélagi Suðurnesja mánudaginn 7. apríl n.k. kl. 20:30 í húsi félagsins að Tjarnargötu 7. Fundarefni: 1. Kynning á nýjum kjarasamningi. 2. Önnur mál. Afgreiðsla kjarasamnings! Kosning um nýjan kjarasamning Samiðnar sambands iðnfélaga vegna aðildarfélaga í málm- og byggingarið- naði annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambandsins hins vegar, fer fram á skrifstofu félagsins sem hér segir: Mánudagur 7. apríl kl. 22-23 (að loknum félagsfundi). Þriðjudagur 8. apríl kl. 09-19 Miðvikudagur 9. apríl kl. 09-19 Félagar fjölmennið - Munið að sýna félagsskírteinin. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn og Kjörnefnd ISFS. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.