Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Side 3

Víkurfréttir - 23.04.1997, Side 3
Ragnar látinn Ragnar Friðriksson fyrrverandi for- stjóri Sérleyfisbifreiða Keflavíkur lést sl. fimmtudag 17. apríl. Ragnar var forstjóri SBK um árabil og starf- aði einnig á bæjarskrifstofunum í Keflavík. Síðustu ár hans var hann vaktmaður á olíustöðinni í Helgu- vík.Ragnar lætur eftir sig eftirlifandi eiginkonu og fimm uppkomin böm. Jafningjafræðslan í samvinnu með Landsbanka Islands og skólamálayfirvöld á Suðurnesjum: Nýjar leiðir í forvarnarstarfi Jafningjaffæðsla ffamhaldsskólanna, Landsbanki Islands og Islens- ka kvikmyndasamsteypan hafa tekið höndum saman ásamt skólamálayfirvöldum á Suðumesjum um að bjóða öllum bömum í 7.-10. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ, Garði. Grindavík, Sandgerði og Vogum að sjá Djöflaeyjuna dagana 29. og 30. april nk. Fulltrúi Jafningjafræðslunnar mun flytja stuttan fyrirlestur um skaðsemi vímuefna á undan sýningu myndarinnar og vel tekst til verður framtakið á landsvísu. Landsbanki Islands er aðalstyrktaraðili Jafningjafræðslunnar sem nú hefur starfað í eitt ár. Um 1100 unglingar munu sjá myndina í Nýja bíói og verður sýningin hluti af skóladeginum. ♦ Fulltrúar Jafningjalræðslu framhaldsskólanna og Landsbanka íslands sem standa að sýningunni. Viðar Þorkelsson svæðisstjóri L.í. á Suðumesjum, Ingólfur Gunnarsson markaðsstjóri L.I., Hlynur Þór Valsson tengiliður jafningjafræðslunnar, Karl Pétur Jónsson og Breki Karlsson sem eru framkvæmdaaðilar verkefnisins. VF-mynd Dagný. VaiMaástand á SBK-planinu „Þetta er vandræðaástand sem þarf að finna lausn á áður en af verður stórslys", sagði Steindór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur hf. vegna mikillar óviðkom- andi „rúnt“-umferðar við og í kringum Umferða- miðstöðina í Keflavík. Steindór segir að öll óvið- komandi umferð á planinu sé stranglega bönnuð. Planið sé fyrst og fremst fyrir rútu- bifreiðar SBK og viðskipta- vini fyrirtækisins en er greini- lega orðin önnur af tveimur rúnt-„stoppistöðum“ bæjar- ins, hin er auðvitað Aðal- stöðvarplanið. „I fyrsta lagi má nefna að krakkamir sem margir hverjir eru nú ný- komnir með próf aka hér í kring á ógnarhraða þannig að starfsmenn okkar eiga oft fótum fjör að launa. Svo spæna þeir svoleiðis upp mal- bikið hér svo ekki sé minnst á mikinn sóðaskap. Krakkamir stoppa hér og borða í bflunum og svo er bréfaruslið og flöskunum bara hent út, ýmist á milli bflanna okkar eða á mitt planið", sagði Steinþór. Ekki alls fyrir löngu varð árekstur á planinu þegar ungur bflstjóri var að færa sig svo rúta .kæmist leiðar sinnar. Ekki vildi betur til að þeir lentu utan í hvor öðrum. Annað tilvik var þannig að bflstjórar tveggja bíla vildu hreinlega ekki færa sig þegar Steindór bað þá um að fara af planinu. Endir þess máls varð þannig að kalla varð á lögreglu sem rak krakkana burt. Steindór segir að nauð- synlegt sé að loka planinu á einhvern hátt og hugmyndir fiess efnis séu nú í vinnslu. --------------------1 Vissir [fú?... 1 ... að tími sumardekkja erfrá 15. KMGber Við kaup á o? BFGoodrich DEKK dekkjum fær handhafi þessarar au?I^in?ar 1.000 kr. afslátt afumfolvun o?ballamerinvu. ----------------------- iíl HJOLBARDAVERKSTÆDI GRÓFIN 7-8 • SÍMI 421 4242 Sigurdur Steindórsson bendir a eitt afskiltunum sem sett hafa verið upp við SBK-planið. VF-myndir: Vilmundur Friðriksson. Hársnyrtisveinn eða meistari óskast til starfa í sumarafleysingar, fast starf kemur til greina. Vinnutími eftir samkomulagi. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband. ^T^Nfja klippótek Hafnargötu 54 - Keflavík - sími 421-3428 VOR-TILBOÐ! Skol í stutt hár kr. 1.300.- Skol í millisítt hár kr. 1.500.- Skolísitthár kr. 1.800.- Verið velkomin! ío oo H HARSNYRTISTOFAN fi/ / KJrjLiJuoAJLciy HÓLMGARÐI S2 ■* SÍMI 42 1-5677 Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.