Víkurfréttir - 23.04.1997, Side 6
LEIÐARINN
Öryggi í flugi gegn
peningahagsmunum
Það verður forvitnilegt að sjá hvort flugslysið við Reykjavík-
urflugvöll í fyrradag vekji aftur upp umræður um framtíð
flugvallarins sem miðstöð innanlands-, ferju- og einkaflugs.
Flugvélin lenti á svipuðum stað og önnur sem brotlenti fyrir
um áratug síðan. Þrátt fyrir yfirvofandi og óþarfa hættu
vegna mikillar tlugumferðar yfir höfuðborgina vilja margir
aðilar, ekki síst í ferðaþjónustu að starfsemi flugvallarins í
Reykjavík verði áfram á sama stað. Það þarf ekki að fara
mörgum orðum um það hversu öryggi er betur farið á Kefla-
víkurflugvelli. Það er spurning hvað þurfi að gerast svo
ábyrgir aðilar í þessum efnum fari að taka þetta ntál til gagn-
gerrar endurskoðunar. Varla er það verjandi að öryggi íbúa sé
látið víkja fyrir peningahagsmunum. Samgönguráðherra
svaraði fyrirspum Hjálmars Ámasonar. þingmanns og Drífu
Sigfúdóttur, varaþingmanns fyrir rúmu ári síðan á þá leið að
ekki stæði lil að færa ferjuflug frá Reykjavík til Keflavíkur.
Aðeins tveimur vikum síðar brotlenti ferjuflugvél á leið frá
Reykjavík, í Innri-Njarðvík. Tveimur mánuðum síðar kvart-
aði þýskur ferjuflugmaður yfir aðstæðum í Reykjavík og
treysti sér ekki til að lenda þar. Forseti borgarstjómar Reykja-
víkur hefur gefið það út að rétt sé að færa a.m.k. ferju- og
einkaflug til Keflavíkur og sagði reyndar einnig fyrst í stað
að innanlandsflug ætti að færa lfka þó hún hafi reynt að
bakka með það í viðtali stuttu síðar.
Reykjavíkurtlugvöllur uppfyllir ekki alþjóðleg skilyrði. Það
gerir Keflavíkurflugvöllur. Með tvöföldun Reykjanesbrautar
eins og ineira segja forseti boigarstjómar Reykjavíkur lagði
til vegna færslu á flugi til Keflavíkur getur þar varla verið
verjandi að halda áfram að taka á móti svo miklu flugi sem
raun ber vitni í dag. Þó svo það kosti aukalega u.þ.b. hálfa
klukkustund fyrir innlandsfarþega að aka frá Keflavík til
Reykjavíkur þá hlýtur það að vera betri kostur en að stefna
lífi fjölda fólks í hættu með áframhaldandi flugi yfir Reykja-
víkurborg.
Páll Ketilsson.
Fyrstu einsöngstónlelkarnlr á íslandi:
Held ég hafi
ekki gert
neinn skandal
-Jóhann Smári í viðtali
Bassasöngvarinn Jóhann Smári
Sævarsson hélt sína fyrstu ein-
söngstónleika á íslandi nýverið
ásamt lettneska píanóleikaran-
um Maris Skuja. Fyrri tónleik-
amir voru styrktartónleikar Is-
lensku óperunnar og hlaut Jó-
hann Smári mjög góða dóma
fyrir þá hjá gagnrýnendum í
höfuðborinni þar sem segir m.a
að samleikur þeirra félaga hafi
verið eins og best verður á kos-
ið. Seinni tónleikar Smára vom
á heimaslóðum í Ytri-Njarðvík-
urkirkju. Víkurfréttir höfðu
samband við Smára símleiðis til
Kölnar eftir tónleikana en
vegna yfirvofandi verkfalls
flugmanna um síðustu helgi
þufti Smári að fljúga fyrr heim
þar sem hans beið sýning á
sunnudeginum í óperuhúsinu í
Köln þar sem hann starfar nú.
Aðspurður sagðist Smári vera
ánægður með tónleikana.
♦ „Ég kyssi þig næst" gæti Jóliann Smári verið að
hugsa þegar hann horfir til Dagnýjar Ijósmyndara VF.
vofandi verkfalls flugmanna.
..Hann var búinn að hlakka
mikið til þess en það varð ekk-
ert úr því. Eg mun syngja með
honum aftur og er hann nú að
reyna að fá mig til þess að syn-
gja eitt af aðalhlutverkunum í
Nabucco eftir Verdi í Lettlandi".
Hvaða verkefni taka við hjá þér
núna?
„Eg er núna að syngja í
töfraflautunni og svo syng ég
áfrarn í bamaóperu og Aidu. I
júní syng ég svo nýtt hlutverk í
Arthur konungi. Eg er nú að
fara í prufur og syngja fyrir til
þess að fá gestasamninga en
það ntunar mjög urn þá fjár-
hagslega. til dæmis stökk ég inn
í hlutverk í Bonn og fékk hálf
mánaðarlaun fyrir það. Ef ég
get sungið svona 2-3 gesta-
hlutverk í mánuði erég í góðum
málum", sagði Smári að end-
ingu.
„Þetta gekk bara vel. Ég fékk
góða dóma og fólk virtist al-
mennt vera mjög ánægt. Ég var
búinn að vera veikur fyrir tón-
leikana og undirbúningurinn
riðlaðist nokkuð við það þannig
að þetta var ekki fullkomið hjá
mér. Ég vildi náttúrulega gera
þetta betur en ég komst vel frá
því og held að ég hafi ekki gert
neinn skandal. Ég lield að þetta
hafi bara verið mjög gott“.
Smári setti aðsóknarmet á tón-
leikana í Islensku óperunni og
sóttu yfir tvöhundruð manns
tónleika hans þann 8. apríl.
Hann sagðist þó hafa búist við
fleirunt Suðurnesjamönnum í
Ytri-Njarðvíkurkirkju sl.
fimmtudag en um áttatíu manns
sóttu þá tónleika.
Að sögn Smára var Maris Skuja
ánægður með tónleikana en þó
var hann svekktur að missa af
Gullfossi og Geysi vegna yfir-
<Se sylmrlaust
Hjörtur Mctgni hœttir
Hjörtur Magni Jóhannsson,
sóknarprestur í Hvalsnes- og
Útskálasókn er meðal umsækj-
enda í Grensássókn í Reyka-
vík.
Hjörtur hefur undanfarin 3 ár
verið við framhaldsnám í Ed-
inborg í Skotlandi. Þar á undan
hafði liann gegn embætti sínu í
Garði og Sandgerði undanfar-
in níu ár. Átti hann að hefja
störf aftur næsta haust. Séra
Önundur Björnsson hefur
gegn starfi sóknarprests í þess-
um tveimur sóknum undan-
fama ntánuði.
Suðurnesin eru landsbyggö
Svonet'nd frísvæða-
nefnd skilaði af sér
skýrslu fyrir rúmu
ári síðan um mögu-
leika á stofnun
frísvæðis á Suður-
nesjum. I þeirri
vinnu sem undiirit-
aður tók þátt í var
leitað álits eftir-
litsstofnunar EFTA
á því hvort það
stangaðist á við samþykktir EES samn-
ingsins að veita ívilnandi styrki eða
skattaafslætti hér á Suðumesjum. Að fá
slíkan úrskurð var talið nauðsynlegt þar
sem ámsir hafa álitið að samningurinn
unt hið evrópska efnahagssvæði EES
heimilaði ekki slíkar ívilnandi aðgerðir
vegna sterkrar efnahagsstöðu landsins
miðað við aðrar þjóðir innan Evrópusam-
bandsins.
Það var forsætisráðherra sem leitaði eftir
þessum úrskurði. Eftirlitsstofnunin skipti
landinu niður í tvö svæði, höfuðborg-
arsvæði og utan höfuðborgarsvæði.
Svæðin voru skilgreind út frá styrk
atvinnulífsins, tjölbreytni í fyrirtækjarek-
stri, mannfjölda á svæðunum, atvinnu-
leysi o.fl. I skiptingu dómstólsins voru
Suðumesin flokkuð sem utan höfuðborg-
arsvæði eða „landsbyggð“.
Úrskurður dómstólsins var sá að innan
höfuðborgarsvæðisins væri ekki heimilt
að veita opinberlega ívilnandi styrki eða
skattaafslætti innan frísvæða eða
fyrirtækja. Utan höfuðborgarinnar væri
aftur á ntóti heimilt að beita sértækum
opinberum aðgerðir til styrktar byggðinni
og atvinnulífinu.
Með þessum úrskurði hefur það því verið
staðfest að Suðumesin em „landsbyggð"
og eldri skilgreining eins og tíðkuðust hjá
Byggðastofnun að hafna aðstoð við
Suðurnesin stenst ekki lengur.Þessi
úrskurður hefur verið staðfestur af
forsætisráðherra og því opinber skilgrein-
ing fyrir Byggðastofnun sem er heyrir
undir forsætisráðuneytið.
Eins og Suðurnesjamenn vita þá hafa
margir aðilar séð ofsjónum yfir því að
hægt væri að koma á frísvæði hér og
borið við mismunun innan greina og
svæða með opinberum aðgerðum. Sú
andstaða hefur dugað til að knésetja allar
fyrirætlanir unt frfsvæði á Suðumesjum
þrátt fyrir 20 ára baráttu. Það eina sem
stendur eftir er þessi úrskurður eftirlits-
stofnunar EFTÁ frá árinu 1996 um að
Suðumesin séu „landsbyggð".
Þó þessi úrskurður láti ekki mikið yfir sér
þá gæti hann gagnast okkur Suðumesja-
mönnum á ámsan hátt í sókn eftir
fjárveitingum úr opinberum sjóðum eins
og Byggðastofnun. Hann gagnast okkur
einnig f baráttunni fyrir frísvæði, sem ég
tel enn jafn mikilvægt skref til að laða
erlenda fjárfestingu til landsins og áður.
Við skulum hafa það í huga að erlend
t'járfesting á Islandi er 10-20 sinnum
minni hér á landi en í öðrum löndum sem
við miðum okkur við. Þess vegna hef ég
lagt fram tillögu í þinginu þar sem
ríkisstjórinni er falið að leggja fram
áætlun næsta haust um hvernig auka
megi erlenda fjárfestingu í landinu og
leggja fram nauðsynlegar lagabreytingar
til að ná því markmiði.
Með tilkontu Nýsköpunarsjóðs atvinnu-
lífsins er ætlunin að einn ntilljarður króna
af eigin fé sjóðsins renni til uppbyggingar
á hátækni- og upplýsingaiðnaði á lands-
byggðinni. Áætlað er á sá sjóður komist á
laggirnar um næstu áramót ásamt
Atvinnuvegasjóði með samruna Iðnlána-,
Iðnþróunar,- og Fiskveiðasjóðs. Ég hef
fengið það staðfest af forsætisráðherra að
skilgreining eftirlitsstofnunar EFTA mun
gilda um Suðumesin að þessu leiti og því
opnir möguleikar fyrir Suðumesjamenn
að fá fjármuni úr Nýsköpunarsjóði til
uppbyggingar á jtessu sviði.
Kristján Pálsson
alþingismaOur.
6
V íkurfréttir