Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Page 7

Víkurfréttir - 23.04.1997, Page 7
Næsti... Það em bráðum förtíu ár síðan hópur feiminna krakka mætti í Lækjarskólann til að innritast í fyrsta sinn og einn sá feimnasti að sjálfsögðu sá er þetta ritar. Margt átti maður ólært um líftð og tilveruna, en vissi þó að lífið var alveg ofsalega langt og maður dó ekki fyrr en maður var orðinn gamall og lasburða. Raunveruleikinn reynist oft annar en maður ætlar. Bekkjarsystir mín ein dó af slysförum á unglingsárunum. Sessunautur minn í landspróft var keyrður niður af syni fyrrum sambýliskonu sinnar og lést samstundis. Sá þriðji úr árganginum liggur á gjörgæslu stórslasaður þó von sé til að hann haldi lífi. Það hefur auð- vitað margt breytst frá þvt' ég spilaði á lúður og hann á trommur í drengjalúðrasveit- inni, og tengslin löngu rofin. það er ekki meiningin með pistli dagsins að áfellast þá er slysinu ollu. Eg er ekki í vafa um að þeir ungu menn fengu líka sár er seint gróa og lítil- mannlegt að snúa hnífnum í þeirra sárum. Mitt hlutskipti í lífinu varð ekki tónlistin eins og hjá Gunna, heldur ósjaldan það að veita móttöku særðu fólki og slösuðu. Aftur og aftur undrast maður tilgangsleysið í öllum þessum slysum og reynir að finna laus- nina, hvemig getum við komið í veg fyrir allar þær þjáningar og hörmungar er umferðarsly- sunum fylgja. A sama tíma og verið er að biðja fyrir þeim slö- suðu í Víðistaðakirkju þeytíst fram úr mér á Reykjanesbrautinni lítill sportlegur bíll á trúlega 150 km. hraða. Ætli ég eigi eftir að taka á móti þér illa slösuðum í sumar ?? Fleiri, fleiri manns eru teknir fyrir of hraðan akstur, flestir reynslulitlir með nýleg próf. Hverja ykkar á ég eftir að hitta í sumar ?? Jú ég get sagt ykkur með nokkurri vissu að a.m.k. einn bíll mun velta á Garðveginum eða Sandgerðisveginum með þetta 4-5 ungmenni um borð. Sum Tónlistarskólinn í Keflavík Keflavík Music School 19B7-1 997 Forskólaslit og tónleikar fara fram á sal Fjölbrautaskóla Sudurnesja fimmtudaginn 24. apríl, Sumardaginn fyrsta, kl. 13:00. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Skólastjóri. Meðferð gegn reykingum á Heilsugæslustöð Suðurnesja Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sími 422-0570 Námskeið í einn mánuð: -5 hópfundir -fræösla, afeitrun, hópefli, stuðningur hópsins. LÍKAMSÞJÁLFUN 3x í viku minnst. Kostn. kr. 12.000 Markmið: -algjört reykleysi, hugarfarsbreyting, bætt líkamsþol. Þú græðir: betri líðan og heilsu, meira líkamlegt úthald, betri fjárhag, fallegri húð, hvítari tennur, reyklaust heimili, heilbrigðari börn. Skráning er hafin. Námskeiðid hefst í maí. Hafið samband sem fyrst. munu slasast alvarlega. einkum þau í aftursætinu sem voru „auðvi- tað“ ekki í beltum. Á Reykjanesbraut trúlega nærri Vogaafleggjaranum verður útafakstur, stúlka í framsætinu (ekki í belti) skerst illa í framan og ber örin alla ævi. Ymis minni slys munu verða á ungu fólki 17-21 árs m.a. nokkrar aftanákeyrslur að kvöldlagi í Keflavík vegna aðgæsluleysis. Minni slys þýða t.d. tognun á hálsi sem tekur einhverjar vikur eða mánuði að lagast, ef nokkum tíma. Bölsýni??, spádómsgáfa??, nei svona hefur þetta einfaldlega verið síðustu 7 árin a.m.k. og hví skyldi árið í ár verða öðm- vísi ?? ekki fara íslendingar allt í einu að haga sér eins og menn og keyra af viti.. eða hvað ?? Næsti..... Hrafnkell Oskarsson Kaffihlaðborð á sumardaginn fyrsta Hið vinsæla kaffihlaðborð kvennadeildar Hestamannafé- iagsins Mána verður haldið sum- ardaginn fyrsta 24. apnl nk. í fé- lagsheimili hestamannafélagsins á Mánagrund frá kl. 15.00 til kl. 17.00. “ Teymt verður undir bömum gegn vægu gjaldi. Ennfremur ætlar kvennadeild fé- lagsins að halda herrakvöld laug- ardaginn 26. apríl í félagsheimili Mána og verða ýmsar óvæntar uppákomur á staðnum. Upplýs- ingar gefur Gulla í síma 421- 2997. “ Herrakvöld körfuknattleiks- deildar UMFN Miðvikudaginn 30. apríl verður hið árlega herrakvöld körfuknatt- leiksdeildar UMFN haldið í KK- salnum að Vesturbraut 17. Veislan hefst kl. 19.30 með fordrykk en þar á eftir verður í boði fiskihlaðborð frá Stefáni á Glóðinni. Að borðhaldi loknu er komið að ræðumanni kvöldsins, Hilmari Hafsteinssyni. Ragnar Bjamason mun halda uppi fjörinu og veislustjóri verður Jónas Jóhannesson. Fleira skemmtilegt verður í boði eins og happdrætti. Aðgangseyrir er kr. 2.700,-. Miðapantanir í síma 421-5170 milli kl.' 13 og 17 virka daga og eftir kl. 17 í síma 421-3073 Gunnar, 421 -6015 Gauja og 421 - 5972 Viðar. Annetta hættir! Allt á að seljast 1 - 2 og 3 35-75% afsláttur aföllum vörum í búðirmi Opið kl. 12-20 alla daga vikunnar, líka laugardaga og sunnudaga (^fjnnúía Hafnargötu 37A Sími 421 3311 Smáatiglýsíngín þín í Víkurfréttum ... bírtíst ÓKEYPIS á Intemetínu! SuMWivið ot tíri/ii fíjálanna! Hjól fyrir alla fjölskylduna. Einnig hjálmar og aukahlutir. ‘'Ujélavió, ÚTISPORT Verslun og lijólaverkstœði Hafnargötu 55 • S: 421-1130 Til viðskiptavina Reiðhjólaverkstæðis M.J. Ég undirritadur hef selt rekstur Reidhjólaverkstædis M.J. Hafnar- götu 55, Keflavík, sem hefur þjónad Suðurnesjamönnum í áratugi. Þann 29. mars sl. tóku Svavar J. Gunnarsson og Sigríður H. Georgsdóttir við rekstrinum og heitir hann nú „Útisport ehf." Vil ég þakka viðskiptavinum mínum ánægjuleg samskipti og velvild í von um að nýir eigendur njóti sömu velvildar. Með kveðju, Sigurður K. Eiríksson. Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.