Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 3
Kaup á landi undir magnesíumverksmiðju: Samningar á leið í höln -verðið ásættanlegt fyrir bæjarsjóð Nefnd um kaup á landi fyrir stór- iðju hefur hand- salað samning um kaup á Iandi fyrir magn- esíumverk- smiðju sem fyr- irhuguð er í Sandhöfn. Þetta kom fram á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag og kynnti Jónína Sanders formaður bæjarráðs samninginn sem mun verða afgreiddur á næsta fundi bæj- arstjómar. Sá fyrirvari er gerður á samn- ingnum að hann falli úr gildi verði magnesíumverksmiðja ekki reist og/eða sveitarfélag- ið telji sig ekki hafa þörf fyrir landið. Jafnframt hefur kaup- andi rétt til töku á köldu vatni og heimild til lagn- ingar vatnslagna inn á kaupiand- ið. Jarðhitaréttindi verða utan við samninginn og verða teknar upp beinar viðræður á milli landeigenda og Hitaveitu Suðumesja um kaup á öllum jarðhitaréttindum landeigenda þ.m.t. jarðhitaréttinda sem á landinu kunna að vera. Landið sem hér um ræðir er alls 320 hektarar en kaupverð fæst ekki uppgefið að svo stöddu. Kom þó fram á fundi bæjarstjómar að verðið þætti ásættanlegt fyrir bæjarstjóð Reykjanesbæjar. Busaball í Stapa fór vel fram Lögreglan í Keflavík hafði viðbúnað sl. föstudagskvöld vegna busaballs Fjölbrauta- skóla Suðumesja en að sögn lögreglu fór skemmtunin vel fram þrátt fyrir mikinn fjölda ungmenna. Lögreglan var einnig með viðbúnað í miðbænum þar sem afskipti vom höfð af 33 unglingum sem ekki höfðu aldur til þess að vera úti seint að kvöldi. Alls 9 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur f vik- unni og tveir ökumenn vom teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Númer voru klippt af 16 bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar og 6 ökumenn vom ekki með öku- skírteini. Fjögur umferðaró- höpp vom tilkynnt til lögreglu en aðeins var um eignartjón að ræða og engin slys urðu á fólki. Ep kvótinn sameign eða séreign? Sjálfstæðisfélag Gerðahrepps boðar til fundar um sjávarút- vegsmál miðvikudaginn 17. september kl. 20.00 í Sæ- borgu. Framsögumenn verða alþing- ismennirnir Ámi Matthiesen og Einar Oddur Kristjánsson. Eftir stutt framsöguerindi svara þeir fyrirspumum. Rætt verður m.a. um veiðileyfa- gjald og hvort það sé raun- hæfur kostur, hvort breytingar á kvótakerfinu séu æskilegar og hvort ungt fólk í dag eigi möguleika á því að hefja út- gerð. Allt áhugafólk um sjávarút- vegsmál er velkomið og verð- ur kaffi og meðlæti selt á fundinum. Frímann Þorkelsson, Garðbraut 65, Garði er áttræður n.k. laug- ardag. Hann og eiginkona hans Ósk Þór- hallsdóttir munu af því tilefni taka á móti gestum í samkomuhúsinu í Garði, föstudaginn 12. september n.k. frá kl. 20:00. Kristinn B. Lár- usson verður sjö- tugur mánudaginn 15. september. Hann og eiginkona hans Halldóra G. Ottós- dóttirmunu af því tilefhi taka á móti gestum í Miðhúsum, Suðurgötu 17-21 í Sandgerði, sunnu- daginn 14. sept. á millikl. 15 og 19. Kristín Matthías- dóttir verður 60 ára mánudaginn 15. september. Hún og eiginmaður hennar Kjartan Óla- son taka á móti ges- tum á heimili sínu Fagragarði 1 í Keflavík sunnu- daginn 14. septem- berfrákl. 15. / SAMKAUP u FRÍTT í SUND! Dagana 11.-14. september bjóðum við viðskipta- vinum Samkaupa í sund. Þú versiar í Samkaup, geymir strimilinn og notar hann sem aðgöngumiða í sund. Strimillinn gildir fyrir einn einstakling í Sundmiðstöð Njarðvíkur og Keflavíkur. Á fimmtudag og föstudag milli kl. 16-18 verða hjúkrunarfræðingar frá Heilsugæslustöðinni staddir í Samkaup og mæla blóðþrýsting og veita ráðgjöf. Reykingafólki verður líka boðið upp á Kolmonoxíð-mælingu. Kynning og ráðgjöf á Healthcraft vítamínum á föstudag 20% afsláttur Magic orkudrykkur 250 ml. 109 kr. Trópí 1 Hr. 109 kr. Gatorade 500 ml. 94 kr. Ágæti ferskt hrásalat 350 gr. 89 kr. íslenskt Ijallagull Haframúslí 475 gr. 139 kr. íslenskt Meðlæti Spergilkál 250 gr. 139 kr. íslenskt Meðlæti Sportblanda 300 gr. 95 kr. ítalskar pastaskrúfur 500 gr. 35 kr. Létta 400 gr. 99 kr. Appelsínur 115 kr. kg. Epli rauð 115 kr. kg. Kiwi 198 kr. kg. á\acvtir og grænmeti A Á SÉRSTÖKU TILBOÐI A SE UM HELGINA SMKAUP Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.