Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 10
Skrifsto fustarf Óskum eftir starfskrafti til ad annast almenn skrifstofustörf og teiknivinnu í tölvu. Æskilegt ad vidkomandi geti hafid störfsem fyrst. Rafmiðstöðin sf. Sími 421-4950 4 2 1 4 7 1 7 ... og auglýsingin ber árangur! Attþú poppminjar? Nýstofnað Poppminjasafn Islands efnir til sinnar fyrstu sýningar í haust á veitingahúsinu Glóðinni, Hafnargötu 62, Keflavík. Viðfangsefnið er Keflavík á árunum 1963-1976 og þær fjölmörgu hljómsveitir og tónlistarmenn sem þaðan komu. Viltu lána? Allt kemur til greina: Ljósmyndir af hljómsveitum, einstaklingum, viðburdum, dansleikjum, hljómleikum, upptökum, skemmtistöðum o.s.frv., einnig úrklippur, plaköt, auglýsingar, eiginhandaáritanir, gullplötur, plötuumslög, nótur, textablöð, lagalistar, samningar, kvittanir og önnur skjöl, einnig hljóðfæri og fylgihlutir, gítarólar, trommuskinn, kjuðar og hljóðne- mar, ennfremur fatnður s.s. vesti, skór, belti og hvað eina.... Þeir sem eiga eitthvað í fórum sínum sem tengist bítlatímanum í Keflavík og vilja lána safninu, hringi ísima 421-2717 (Rúnar Júl.) og 552-3347 (Keli). SMA ýiétti* cin &&fevui£ýófi*t íþróttaráð vill koma á fram- færi þakklæti til bæjaryfirvalda að tekið var tillit til óska ráðsins um stækkun íþróttasalar og sundlaugar við nýjan skóla í Heiðarbyggð. Innan skamms þarf að fara að huga að tækja- kaupum, gólfefni á íþróttasal- inn, gerð laugarkers ásamt tækjabúnaði fyrir sundlaugina. Óskar íþróttaráð eftir áliti bæj- arstjómar um hvort íþróttaráð eigi að vera stefnumarkandi varðandi ofangreind atriði og ráðgefandi fyrir bæjarstjóm og byggingar- og hönnunamefnd grunnskólans. Menningarnefnd Reykjanes- bæjar skorar á fundi sínum þann 26. ágúst sl. á bæjaryfir- völd að sjá til þess að ráðinn verði menningarfulltrúi í fullt starf hjá Reykjanesbæ sem fyrst. Sorpevðingarstöð Suðumesja hefúr ákveðið að óska eftir við byggingarfulltrúa og eldvamar- eftirlit í Reykjanesbæ og í Grindavík að gerðar verði stikkprufur í tveimur götum í hvorum bæ með tilliti til eld- vama og hugsanlegar staðsetn- ingar ef sophirðu yrði breytt í tunnukerfi í stað poka. Jafn- framt yrðu breytingarnar í Grindavík skoðaðar í sama til- liti. Umræðu er frestað þar til sú skoðun liggur fyrir. Húsnæðisnefnd hefur gert könnun á þörf fyrir félagslegt húsnæði í bæjarfélaginu. Fyrir liggja umsóknir frá 16 hjónum með 25 böm og frá 27 einstak- lingum með 28 börn. Borist hafa gögn frá Húsnæðisstofnun Ríkisins vegna umsókna um lán til bygginga á félagslegu húsnæði í Reykjanesbæ sem koma til úthlutunar á árinu 1998. Menningarnefnd Re ykjanesbæjar auglysir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu Samkvæmt samþykktum nefndarinnar auglýsir nefndin eftir umsóknum um styrki í mars og september ár hvert og veitir þá eins fljótt og hægt er eftir þad. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á bæjarskrifstofunum að Tjarnargötu 12 og Hafnargötu 57, 2. hæð. Umsóknir skulu hafa borist Menningarnefnd Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík fyrir 1. október 1997. Mirming Sigurbergur E. Gudmundsson Hjartkær faðir okkar ert horf- inn héraf jörð, hinstu ástarkveðju við helgum þakkargjörð. Fyrir liðnu árin, er lágu saman spor, og ljúf var gleðin heima um fagurt bemsku vor. En ástrík móðir okkar og eig- inkona þín, ung í blóma lífsins hlaut hin- stu örlög sín. Þá gekkstu, elsku pabbi í gegnum þunga sorg, en gleði þína og harma, þú aldrei barst á torg. Gæfan hvarf þér ekki, hún greiddi sorgarský, og geislar hamingjunnar, þeir bmtust fram á ný. Er góð og hugdjörf kona, þér gafst unt lífsins veg, og gekk í skarðið auða, með bömin sín yndisleg. Þótt fjarlægð okkur skildi, ei fennti í gengin spor, og föðurást þín sama, og heima um æskuvor. Leiðarstjaman góða, sem lýsti um lönd og höf, og ljúfir endurfundir, hin dýra lífsins gjöf. Hér þökkum við elsku pabbi, það allt er okkur varst, umhyggjuna sömu, sem fyrir okkur barst. Við fundum hana í öllu, því fjarlæg gat ei breytt, nú friður Guðs þig blessar, er hvflist hjarta þreytt. A hinstu kveðjustundu við þökkum þúsundfalt, þinni konu og bömum hennar, kærleiksþelið allt. Við biðjum Guð að blessa þá alla, er unnu þér, Þín elskuð minning lifir, þótt leiðir skilji hér. Esther og Kidda. Þessar ungu snótir héldu nýverið tontbólu til styrktarTónlistar- skóla Sandgerðis og söfnuðu þær kr. 921. Þær heita Fríða Dís Guðmundsdóttir, Nansý Þorsteinsdóttir og Katrín Pétursdóttir. Á myndina vantar Særúnu Guðmundsdóttur. Þessar vinkonur úr Efstaleiti í Ketlavík þær Iris Björk Armanns- dóttir, Sólveig Gígja Guðmundsdóttir, Kamilla Rúa Bjömsdóttir, Ingibjörg Ýr Hafliðadóttir og Lilja Björg Jökulsdóttir héldu tombólu á dögunum. Þær söfnuðu 1750 krónum og gáfu pen- ingana í söfnunina til handa Halldóru Sigfúsdóttur. Krakkar sem komið hafa í myndatöku vegna hlutaveltu að undantomu en ekki birst vinsamlegast hafi samband við skrifstofu Víkurfrétta í síma 421-4717. 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.