Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 14
Smáauglýsingar VF kosta aðeins 500 kr. og birtast einnig á Intemetinu. fFélagslegar eignaríbúðir Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar auglýsir til úthlutunar eftirtaldar félagslegar eignaríbúðir. Hringbraut 64, e.h. 4ra herbergja 108,4 ferm. Laus í október. Sólvallagata 46, 0302, 4ra herbergja 108 ferm. Laus í október. Heiðarbraut 29, 0101, 3ja herbergja 98 ferm. Laus í september. Fífumói 5a, 0301, 3ja herbergja 84 ferm. Laus í október. Djúpivogur 11, 4ra herbergja 107 ferm. Laus í október. Umsóknir skulu berast Húsnæðis- nefnd fyrir 20. september 1997. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Húsnæðisnefndar Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík, simi 421-6700. Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar. „Reglugepðarást" og maniið í bænum Skyldi það vera rétt að í Reykjanesbæ gildi ekki sömu lög og reglur og annars staðar í landinu? Astæður fyrir þessari spurningu eru tvö mál sem komið hafa upp nýlega. Það fyrra, þegar fulltrúi sýslu- ntanns gerði stórmál út af aug- lýsingaskilti sem stendur á Fitj- um á þeim forsendum að það truflaði umferð. Þetta var hlægi- legt ntál og embættinu til minnkunar. Það vita allir nema embættismenn sýslumannsins í Reykjanesbæ að það hefur enga þýðingu að setja upp auglýs- ingaskilti þar sem þau sjást ekki. Ég tel þvert á móti ætti að fjölga auglýsingaskiltum ná- kvæmlega þama og helst blinda erlenda ferðamenn sem koma til landsins svo að þeir geta ekki beðið eftir að rútan stoppi svo þeir fái að eyða peningum á landinu bláa. Að sjálfsögðu myndi hagnaður af slíkum aug- lýsingaskiltum renna til góðra málefna hér á svæðinu. Eins og núverandi skilti gerir í eigu U.M.F.N. Annað atriði sem sýslumanns- embættið telur vera brot á lög- um og hefur verið stöðvað hér í bænum með lögregluvaldi eru veitingar utan dyra. Veitinga- menn hafa á þeim örfáu sólar- dögum sem við fáum, sýnt við- skiptavinum sínum þá viðleitni að leyfa þeim að njótta veitinga fyrir framan veitingastaðinn. Lögreglan er umsvifalaust mætt á staðinn, allir reknir inn og veitingamaðurinn fær áminn- ingu. Það virðist vera feimnis- mál og ekki við hæfi nema bak- við lokaðar dyr að selja mat við veitingahús í Reykjanesbæ að degi til. Við sjáum veitingahús bjóða sínum gestum upp á mat og drykk utandyra víða á land- inu, þó séstakléga á höfuðborg- arsvæðinu, og er það gott mál og eingöngu til að lífga upp á mannlífið og auka viðskipti, sem er af hinu góða. Ég veit ekki hvað embættis- mönnum gengur til með svona offorsi og dónaskap eins og þeir hafa sýnt veitingamönnum hér í bænum. Ég á alla vega ekki von á að lögreglumenn taki það upp hjá sjálfum sér að stöðva þessa sjálfsögðu þjónustu. Því hljóta það að vera fyrirmæli ífá em- bættinu að fylgja eftir úreltum reglum. ..Ég veit ekki hvað embættis- mönnum gengur til með svona offorsi og dóna- skap eins og þeir hafa sýnt veitinga- mönnum... Hvaða lög eða reglur er verið að brjóta hér ef þær eru ekki brotn- ar annars staðar á landinu með þessari þjónustu? Bæjaryfirvöld eiga að koma að þessum málum og bæta þama úr. Ef það þarf að endurskoða reglur ber að endurskoða þær og finna viðunandi niðurstöðu í samráði við viðkomandi aðila. I þessu tilviki veitingamenn í bæjarfélaginu. Bæjarstóm hlýtur að hafa skoð- un á því hvernig mannlífið í bænum gæti litið út. Kannski er mannlífíð í Reykjanesbæ nú til fyrirmyndar hjá núverandi bæj- arfulltrúum, þ.e. lítið sem ekkert og það líf sem kviknar á Hafn- argötunni um helgar er ekki til fyrirmyndar. A föstudags og laugardags- kvöldum verða til einskonar „víkingablót“ víðsvegar um Hafnargötuna þar sem „land- inn“ er kneyfaður óspart og laminn maður og annar. Þá sést lítið til lögreglu þótt þátttakend- ur í þessum ólátum séu flestir undir aldri. En fái ég mér kaffi- bolla fyrir framan veitingahús að degi til þá mætir yfirvaldið og reglumar em skýrar. Meginstefnan hefur verið að veitingahús séu staðsett við Hafnargötuna og þörfin kannski kallað á slfkt skipulag. Það er gott og blessað en það þarf að skapa þeim mönnum sem setja upp slfk fyrirtæki aðstöðu og bara vinnufrið til að reka sín fyrirtæki sómasamlega. Eg veit að í samráði og sam- vinnu við fbúa, veitingamenn, verslunareigendur og aðra rekstraraðila í Reykjanesbæ væri hægt að koma upp blóm- legu mannlífi t.d. við Hafnar- götuna á góðviðrisdögum. Að þrengja götuna og breyta henni í einstefnugötu er löngu tíma- bært og verslun og þjónusta myndi eflast og blómstra fyrir vikið. Ráðamenn og embættismenn sem em í þjónustu fyrir Reykja- nesbæ og á launaskrá hjá fbúum bæjarins þuarfa því að reka af sér slyðmorðið og taka til hendi. Það er tímabært að koma hér á eðlilegu og blómlegu mannlífi. f>að prýðir bæinn okkar. Baldur Jósefsson. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, Keflavík Sími 421-4411, UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, fimmtudaginn 18. septem- ber 1997 kl. 10:00, á eftirfarandi eignum: Akurbraut 10, 0201, Njarðvfk, þingl. eig. Elín Margrét Stefánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins. Brekkustígur 2, Sandgerði, þingl. eig. Kristján Daði Valgeirsson og Sigurður Örn Stefánsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og RÚV. Faxabraut 6, 0101, Keflavík, þingl. eig. Brynja Kjartansdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- : manna. Faxagrund 14, 0101, norðurhluti 50%, Keflavík, þingl. eig. Lárus Þórhallsson, gerðarbeiðandi Inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Fitjabraut 30, Njarðvík, þingl. eig. Fitjar hf, gerðarbeiðandi Reykja- nesbær. Fífumói lc, 0102, Njarðvík, þingl. eig. Valgeir Ólason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Líf- eyrissjóður verslunarmanna. Fífumói 5b, 0302, Njarðvík, þingl. eig. Þórdís Sigurbjömsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyris- sjóður Suðumesja og Lífeyrissjóður Verslunamianna. Fífumói 5c, 0101, Njarðvík, þingl. eig. Benedikt Sigurðsson, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Suðumesja. Gerðavegur 14, Garði, þingl. eig. Reynir Guðbergsson, gerðar- beiðendur Lífeyrissjóður Suðumesja og Trygging hf. Heiðarból lOg, Keflavík, þingl. eig. Dagbjartur Björnsson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær. Heiðarholt 22, 0301, Keflavík, þingl. eig. Sigurður Hinriksson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins. Heiðarhraun 36, Grindavík, þingl. eig. Guðfinnur Grétar Guðfinnsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rík- isins. Heiðarvegur 12, 0101, Keflavík, þingl. eig. Anton Antonsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar nkisins. Hjallavegur 9, 0302, Njarðvík, þingl. eig. Byggingarfél.eldriborgara á Suð., gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins. Holtsgata 37, Njarðvík, þingl. eig. Þóra Steina Þórðardóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Holtsgata 52, Njarðvík, þingl. eig. Héðinn Skarphéðinsson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær. Hringbraut 72, 0202, Keflavík, þingl. eig. Margrét Hjörleifsdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins. Hringbraut 92a, 0201, Keflavík, þingl. eig. Skúli Magnússon og Helga Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 12, 0301, Keflavík, þingl. eig. Camilla Lárusdóttir, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins. Kirkjuvogur 8, Hafnir, þingl. eig. Eitill hf, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins. Réttarvegur 10, Hafnir, þingl. eig. Kristján Guðmundsson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær. Suðurgata 25 rishæð, Keflavík, þingl. eig. Sesselja Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Suðurnesja, Lífeyrissjóður sjómanna og Spari- sjóðurinn í Keflavík. Vestur-Klöpp, Grindavík, þingl. eig. Jón Ársæll Gíslason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Þór Pétursson GK-504, skipaskrámr. 2017, þingl. eig. Útgerðarfélagið Njörður hf., gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður sjómanna. Sýslumaðurinn í Keflavík 9. september 1997. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Birkiteigur 24, Keflavík, þingl. eig. Jónína Olsen og Ásgeir Þórðarson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar ríkisins og Trygginga- stofnun ríkisins, 17. september 1997 kl. 10:30. Lyngbraut 10, Garði, þingl. eig. Alma E. Arason, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lands- banki Islands og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, 17. september 1997 kl. 13:15. Silfurtún 18d, Garði, þingl. eig. Kristinn Þorsteinsson, gerðar- beiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík, 17. september 1997 kl. 13:30. Sólvallagata 46b, 1 hæð til hægri, Keflavík, þingl. eig. Ingvar Hreinn Bjarnason, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður verkamanna, Lífeyris- sjóður verslunarmanna, Reykjanes- bær og Vátryggingafélag íslands, 17. september 1997 kl. 10:15. Vatnsholt 5d, Keflavfk, þingl. eig. Steinunn Þorleifsdóttir, gerðar- beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar rfkisins, 17. september 1997 kl. 11:15. Þóroddsstaðir, húseignir og 1 hektari lands, Sandgerði, þingl. eig. Ingimar Sumarliðason og Rannveig Páls- dóttir, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins og Líf- eyrissjóður sjómanna, 17. september 1997 kl. 13:45. Sýslumaðurinn í Keflavík 9. september 1997. 14 VíkurfrétUr

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.