Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 9
ÓttaOist um öryggi mitt -segir Harpa Lind Harðardóttir fegurðar- drottning Islands sem ílúði ásamt 9 öðr- um fegurðardrottningum frá Ukraínu þar sem keppnin um ungfrú Evrópu fór fram Harpa Lind Harðardóttir feg- urðardrottning úr Njaiðvíkun- um kom til landsins sl. laug- ardag frá Lundúnum eftir að hún hafði flúið ásamt níu öðr- um fegurðardrottningum frá Úkratnu þar sem keppnin um ungfrú Evrópu fór fram í síðustu viku. Málið hefur vakið rnikla at- hygli og að sögn Hörpu Lind- ar hefur síminn varla stoppað. Hún sagðist enn vera að jafna sig eftir áfallið en var sátt við ákvörðun sína. „Mér fannst ég gera það eina rétta í stöðunni. Við vissum í rauninni ekki við hverju við máttum búast og þorðum ekki að láta reyna á það“, sagði Harpa og lagði áherslu á að hún hefði ekki farið vegna lé- legs aðbúnaðar heldur hafi hún talið að öryggi hennar hafi verið ógnað. Hún útskýrði viðbrögð keppnishaldara í Úkraínu vegna brotthvarfs þeirra á þann veg að miklir peningar væru í húfi og að keppnin færi sjálfkrafa í vaskinn ef keppendur vantaði.Því hafi viðbrögð þeirra við brottför stúlknanna verið á þá leið að segja það móðursýki. Harpa hitti móður sína og tvær systur í London og var þar með þeim í þrjá daga en kom hún heim um síðustu helgi. Skráning i Heiöabúa á laugardaginn Laugardaginn 13. september stendur yfir innritun í skátastarf Heiðabúa og eru þeir sem vilja vera með frá byrjun beðnir um að koma til innritunar og greiða ársgjaldið sem er kr. 3500. I skátastarfi em hressir krakkar við leiki og störf. Þau læra að bjarga sér úti í náttúrunni, fara í gönguferðir og útilegur, læra að binda hnúta og súrra, læra skyndihjálp eða rötun, taka þátt í urn- hverfisverkefnum, kvöldvökum, varðeldum og skátamótum. Skráning verður kl. 13 til 16.CX) og er liægt að greiða með Visa eða Euro. Skortur á bílastæðum við Lelfsstöð Það hefur vakið athygli þeirra sem leið hafa átt um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar að skortur virðist vera á bifreiða- stæðum fyrir bíla á vegum Bifreiðagæslunnar sem rekur geymsluþjónustu fyrir bíla ferðalanga. Bflunum hefur verið lagt upp á grasi og 70 bifreiðunt hefur verið lagt í grennd við lista- verkið Regnbogann en þar er ekki gert ráð fyrir bifreiða- stöðu. Að sögn forráðamanna Bif- reiðagæslunnar hefur verið skortur á stæðum hjá fyrir- tækinu í sumar vegna vin- sælda. Bifreiðagæslan býður upp á 340 stæði auk þess sent hún nýtir 150 stæði brottfarar- megin við llugstöðina. Fyrir- tækið hefur heimild fyrir tímabundna stöðu bifreiða við Regnbogann en unnið er að framtíðarlausn málsins. Er búist við 150 aukastæðum næsta vor og verða þá stæðin samtals tæp 500 hjá Bifreiða- gæslunni. ASTVALDSSONAR . Nióttu Þessáð--- REYKJAVIK* MOSFELLSBÆR* KEFLAVI K GRINDAVÍ K •GARÐLJR • SANDGERÐI KENNSLA HEFST IUANDD 1 5 SEPT LÁTTD SKRÁ ÞIG Kennum alla dansa fyrir alla aldurshópa BARNAHÓPAR, YNGST3 ÁRA (JNGLINGAHOPAR ■4M ALLIR NYNLISTLI DANSAR JÓNA -OG PARAHÓPAR EINKATf l\IAR SPICE GIRLS SALSA LÍmDAlls HUSTLE í nJ?r? tur ko,,»ð tleiri en einn tíma °8 Þarft ekki dansfélaiia BOKIN 27 LINUDANS ______ ^ _ ER komin út STREET DANCING INNRITLIN DAGLEGA í BRALJTARHOLTI 4 IVilLLI KL 1 9 - 23 l' SÍMI: 552-0345 VíLnirfrótfív o

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.