Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 11.09.1997, Blaðsíða 11
SWIMISJÁ J® Wí HVf MYWl HAíA Leikrit Hilmars fær góð með- mæli Róberts Amfinssonar leikara þar sem hann segir á bókarkápu: „Hér liggur efni í óvenju gott leikverk sem verðskuldar að komast á fjal- imar...Texti höfundarog dramatísk bygging verksins er með þeim ágætum að einung- is um smávægilegar lagfær- ingar yrði að ræða auk góðrar hugkvæmni í útfærslu og leik- stjóm.". , Já, ég fékk mikla hvatningu bæði frá Róberti og Guðrúnu Ásmundsdóttur. Ég þekkti hvorugt þeirra þannig að ég tók fullkomlega mark á því sem þau sögðu. Þau höföu enga ástæðu til þess að segja annað en þeim fannst", segir Hilmar þar sem hann hefur komið sér notalega fyrir á kaffihúsinu með kókflösku fyrir framan sig. Bókin hans er loks á leið í bókabúðir og vonir standa til að leikritið komist á fjalimar þó seint verði. Undarleg svör frá Pjóðleikhúsinu Hver hafa viðbrögð verið við þeirri umleitan? „Ég get ekki séð að það gerist að svo stöddu. Ég hef sent Þjóðleikhúsinu leikritið en þar fékk ég þau svör að það hent- aði leikhúsinu ekki sem mér fannst nokkuð undarlegt. Þannig að ég er bara rólegur í þessu en auðvitað er það draumur allra sem skrifa leik- rit og sjá það komast á fjalim- ar“. Að sögn Hilmars hefur lítið verið skrifað um eldklerkinn og eldana en þó minnist hann á verk Einars Pálssonar fyrr- um framkvæmdastjóra Leik- félags Reykjavíkur er nefnist Brunnir kolskógar. „Þar er sagt frá þessari geysilegu eymd sem þama var og Jóni Steingrímssyni. En það er gjörólíkt því sem ég hef skrif- að“, segir Hilmar með áherslu. Hilmar byggir leikrit sitt mik- ið á ævisögu sr. Jóns Stein- grímssonar sem er merkilegt rit í sögulegu og bókmennta- legu samhengi. „Ég byrja á Reynisstað í Skagafirði og er með nokkra kafla þar norður í landi. Síðan flytja þau hjónin í Mýrdalinn þar sem Jón átti í stöðugum erjum við hina ýmsu valda- menn þar til hann flyst yfir á Síðuna. Þar á hann góða daga og á í litlum sem engum úti- stöðum við fólk. Þar verður hann hjálparhella fólksins í þessum hörmungum", segir Hilmar og bendir á þá stað- reynd að Jón hafi ekki ein- göngu verið prestur. ,Jón var mjög vel að sér í læknisfræði og sannkallaður Hómópati. Hann var jafnframt sjómaður þegar hann var á Felli í Mýr- dalnum. Hann var mörgum öldum á undan sinni samtíð f náttúrufræði og athuganir hans margar skarplegar". ÍöektónýiiirJón11 Að sögn Hilmars álitu flestir kirkjunnar menn að eldurinn væri frá andskotanum kom- inn. Til að mynda þorðu menn ekki að ganga á Heklu af þessum sökum. Jón álítur að eldurinn sé refsing Guðs og um miðbik verksins kemur fyrir svokölluð helvítisræða Jóns. „Það haföi verið gott árferði og velsæld í landinu og fáir komu til kirkju. Jón dreymir að það kemur til hans maður og segir við hann „þú ert ónýtur Jón“. Jón spyr hvað hann eigi að gera og fær það svar að hann skuli predika úr 30. kap. Jesaja. Þegar hann flettir því upp kemur í ljós að þar er bara eldur og brenni- steinn. Hann fór með það veganesti í kirkjuna og hélt j þessa frægu helvítisræðu sem fólk síðar meir tók mark á vegna þess að þetta var rétt á undan eldunum sem hófust á hvítasunnu 8. júní. Hvorki j þessi ræða né hin fræga eld- messa em til f dag. Jón segir hinsvegar frá því að fólk hafi verið geysilega hrætt í eld- messunni enda eldurinn rétt neðan við Systrastapa. Fólk- inu var bjargað en hvoit það var vegna eldmessu Jóns eða j þeirrar staðreyndar að vestari gjáin hætti einfaldlega að gjósa skal ég ekki segja til um“. Hvað fær þig til þess að skrifa | um sr. Jón Steingrímsson? „Ég veit það nú satt að segja ekki. Afi minn sem hét Guð- laugur Eyjólfsson ér fæddur á þessum slóðum. Þar á ég einnig ættingja úr föðurætt. Ég held að ástæðan sé sú að þegar ég kom þama í fyrsta sinn þá haföi þetta umhverfi sterk áhrif á mig. Þetta er | langtilkomumesti staður sem ég þekki á Islandi og þótt ég fari oft þama um finnst mér ég alltaf eiga efitir að sjá tölu- | vert af þessu svæði ennþá“, segir Hilmar. | „Eg fór síðan að lesa ævisögu Jóns sem er geysilega skemmtileg. Hann er mjög snjall stílisti og fer óskaplega nærri sjálfum sér þannig að jafnvel Benedikt Gröndal og Þorbergur komast ekki í hálf- kvist við hann. Miðað við þennan tíma sem bókin er skrifuð er þetta geysilega merkileg bók. Bæði bók- j menntalega og sögulega". Með verkið í hc Vinnan við leikritið gekk ekki þrautalaust og að sögn Hilm- ars hefur hann verið með verkið í höndunum í 20 ár. „ Ég byrjaði á þessu löngu áður en ég hætti forstöðu á Bókasafni Keflavíkur en hafði hvorki tíma né getu til þess að eiga við það. Ég átti þetta í litlum brotum þegar við hjón- in fómm til Kaupmannahafn- ar veturinn '92 til '93 þar sem ég byrjaði að vinna úr þessu. Það fór þó ekki eins og ég ætlaði því það kom á daginn að maginn á mér var ekki of góður. Það gerði það að verk- um að ég átti erfitt með að vinna langan vinnudag og spurði ég sjálfan mig að því hvort ég myndi ekki liafa þetta“. Það má því segja að með- gangan hafi verið löng og sagðist Hilmar oft hafa bölvað þvf hvað þetta væri erfitt. „Við heimkomuna var ég komin með þetta í töluverðum bútum. Ég fór að lesa þetta fyrir fólk og þreifa mig áfram. Éeikfélag Keflavíkur flutti byrjunina á leikritinu við opn- unina á Bókasafni Reykjanes- bæjar og virkaði það nokkuð vel. Það var mjög örvandi enda mikilvægt að fá hvatn- ingu við það sem maður er að gera“, segir Hilntar en fyrir- hugað er að lesa leikritið á Kirkjubæjarklaustri á næst- unni. Auk leikritsins um eldklerkin má finna í bók Hilmars ljóð, eldra leikrit og skáldsögur. Má þar nefna Utkall í klúbb- inn sem var tekið til sýninga af L.K. og skáldsögumar For- ingjar falla og Hundabylting- una. Að sögn Hilmars hefur hann ekki fengist mikið við ljóðagerð en þó sagði hann að Þjóðhátíðarsálmur sem hann orti hafi vakið þónokkra athygli. , J ljóðinu er tilvísun í rúss- neska skáldið Mæjakovskí sem var hirðskáld Stalíns og flokksins. Hrynjandin er tekin ffá honum og það er áreiðan- lega enginn maður sem hefur ort kristilegt Ijóð undir áhrif- um frá Mæjakovskí", segir Hilmar að lokum og hlær. V íkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.