Víkurfréttir - 18.09.1997, Page 15
-liggjum undir feld“, segir Gunnar Oddsson, annari þjálfara Keflavíkur
„Við liggjum undir feld og
erum að semja hemaðaráætl-
un fyrir þrjá síðustu leikina á
tímabilinu", sagði Gunnar
Oddsson, annar þjálfara
Keflavíkurliðsins í Sjóvár-Al-
mennra deildinni í knatt-
spyrnu en Keflavík mætir
IBV í deildinni í Eyjum á
sunnudag.
„Það er ljóst að við þurfum að
bretta upp ermamar. Við ætl-
um okkur að ná stigum í
tveimur lokaleikjum deildar-
innar og koma vel undirbúnir
og einbeittir fyrir seinni úr-
slitaleikinn gegn Eyjamönn-
um í bikamum".
Stuðningsmenn liðsins eru
eins og þið Sigurður hafið ef-
laust heyrt, vonsviknir með
gang mála í seinni umferð
deildarinnar eftir þetta fljúg-
andi start sem liðið fékk.
„Já, auðvitað eru allir
vonsviknir með þetta dæmi
og auðvitað er hægt að benda
á margar skýringar. I fyrsta
lagi má nefna að við erum
ekki með breiðan leikmanna-
hóp. I annan stað má segja að
þetta sífellda rót á okkar ungu
leikmönnum hefur að sjálf-
sögðu truflað þá. Þetta eru
ungir strákar. I þriðja lagi
misstum við besta markvörð
landsins á slæmum tíma þó ég
telji að Bjarki hafi í heildina
komist mjög vel frá sínu í
markinu. Það má því segja að
margt haft hjálpast að til að
gera okkur erfitt fyrir".
Hvaða skýring er þá á þessu
undragengi í byrjun, sigur í
fyrstu sex leikjunum?
„Eg held að við höfum farið
langt á hugarfarinu. Liðið var
við fall í fyrra, okkur gekk illa
í undirbúningsleikjunum í vor
og þá var okkur spáð slöku
gengi f deildinni í sumar.
Menn náðu að stilla saman
strengina, við héldum mark-
inu nánast hreinu og skoruð-
um nóg til að vinna. Eftir
þessa sigurleiki fóm hin liðin
að taka meira mark á liðinu.
Kannski vom við ekki teknir
mjög alvarlega í byrjun".
Markntiðin hafa samt náðst?
„Já, við hugsuðum fyrst og
fremst um að halda okkur
uppi. Það var markmið númer
eitt. Úrslit í bikarkeppni er
bónusinn okkar í sumar og
hver veit nema við eigum eftir
að hampa öðmm af tveimur
stærstu titlum ársins".
Sfðan er það ÍBV á sunnudag-
inn?
„Við mætum óhræddir gegn
Eyjamönnum á sunnudaginn.
Eg hef gmn um að það sé stutt
í næsta sigur hjá okkur“, sagði
Gunnar að lokum.
Jón Ingi og Jóhann
sigruðu í Leiru
Jóhann Júlíusson og Jón Ingi
Ægisson léku manna best í
fyrirtækjamóti Golfklúbbs
Suðurnesja í Leiru sl. lau-
gardag.
Þeir félagar léku fyrir
Hljómval og náðu 51 punkti,
tveimur meira en jreir Guðni
V. Sveinsson og Gísli
Garðarsson sem léku fyrir
Byko. I 3. sæti urðu Einar
Magnússon og Marteinn
Guðnason en þeir léku fyrir
tannlæknastofu Einars og
hlutu 48 punkta. Kaup-
félagsstjórafeðgarnir Síefán
og Guðjón Stefánsson náðu
fjórða sæti einnig með 48
punkta en í því fimmta uðm
þeir Hörður Haraldsson og
Sigurður Ásgeirsson með 47
punkta.
Taplausír
Grindvíkingar
Suðurnesjamótinu í
körl'uknattleik lýkur á
þriðjudag.
Grindvíkingar eru efstir
og Ital'a ekki tapað leik. Á
morgun leika í Njarðvík
heimamenn við Grinda-
vík sem síðan mæta
Keflavík í Grindavík á
sunnudag kl. 16. Á
þriðjudag leika svo
UMEG og llaukar og
Kellavík og Njarðvík.
Knattborösstofa
Suöurnesja
Grófinni 8 - Keflavík - sími 421 3822
Opið alla daga
kl. 11:30 til 23:30
Aðstoðarmótið
um helgina
Ásamótin byrja
á þriðjudaginn
Glæsileg verðiaun
í boði.
Eysteinn Hauksson og félagar hans i Keflavíkurliðinu hafa ekki átt sjö dagana sæla að undan-
förnu. Þeirmæta Eyjamönnum í deildinni á sunnudag.
Keflvíkingar mæta Eyjamönnum á sunnudag
í Sjóvár-Almennra deildinni:
Hernaðaráætlun
fyrir lokaátökin
Góður sigur Grindavíkur en
tap hjá Keílavík gegn Leiítri
Grindvíkingar unnu góðan
sigur á Stjömunni í Grindavík
sl. laugardag 2:1 en
Keflvíkingar máttu þola enn
eitt tapið, nú gegn Leiftri
fyrir norðan 0:3.
Sinisa Kekic skoraði bæði
mörk Grindvíkinga. Það fyrra
á markamínútunni í fyrri
hálflleik, þeirri 43. Grétar
Einarsson sem varð fyrir því
að skora sjálfsmark og koma
Stjörnumönnum yfir á 18.
mín. átti góða fyrirgjöf inn að
vítateigsboganum þar sem
Kekic tók við boltanum og
skoraði 1:1. Kekic var síðan
aftur á ferðinni á lokamínú-
tum leiksins og skoraði 2:1,
skömmu eftir að Albert
Sævarsson hafði varið
vítaspyrnu frá Mihajlo
Bibercic. Grindvíkingar sendu
Garðbæinga því beint niður í
2. deild.
í Ólafsfirði fengu Kefl-
víkingar á sig slysamark strax
á 2. mínútu. Leiftursmenn
bættu við tveimur mörkum í
síðari hálfleik. Lokatölur 0:3
fyrir heimamenn.
Þegar tvær umferðir eru eftir
em Keflvflcingar í 6. sæti með
23 stig en Grindvíkingar með
22.
Keflavík á leiki eftir gegn
tveimur efstu liðunum, ÍBV
og IA en Grindavík á eftir að
leika við Skallagrím og
Leiftur.
V íkurfréttir
15