Víkurfréttir - 06.11.1997, Qupperneq 2
ATVINNA
Starfsmaður óskast til aðstoðarstarfa,
einhver tölvukunnátta æskileg.
Upplýsingar á staðnum.
Á 143 KM HRAÐA A
REYKJAIMESBRAUT
Lögreglan í Keflavík tók 15 ökumenn í radarinn í síðustu viku
og þar af voru 13 teknir á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór
var tekinn á 143 km hraða á brautinni og var hann umsvifa-
laust sviptur ökuleyfi á staðnum.
Einn ökumaður var tekinn fyrir meinta ölvun við akstur.
I_______________________________I
Deilt um fjölnota íþróttahús í Reykjanesbæ:
MEIRIHLUTA
DREYMIR UPPHÁTT
Nokkrar umræður urðu um fjöl-
nota íþróttahús á fundi bæjar-
stjómar sl. þriðjudag en tilefni
þeirra var tillaga meirihluta í
bæjarráði þann 22. október sl.
þar sem þeim tilmælum er beint
til löggjafarvaldsins að þær
greiðslur sem koma í hlut
Reykjanesbæjar við sölu Eign-
arhaldsfélags Brunabótafélags
Islands á eignarhluta þess í VIS
renni til byggingar fjölnota
íþróttahúss í sveitarfélaginu og
er gert ráð fyrir að það verði
staðsett miðsvæðis við Flug-
vallarveginn.
Fasteivnasalan
HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK SÍMAR421 1420 OG4214288
Holtsgata 36, Njarðvík
3ja herb. efri hæð ásamt 32
ferm. bílskúr. Eftirsóttur
staður.
4.500.000.-
Fífumói 5a, Njarðvík
54 ferm. 2ja lierb. íbúð á 2.
hæð. Til greina kemur að taka
bíl sem útborgun.
3.800.000.-
Heiðarlmlt 26, Keflavík
61 ferm. 2ja herb. íbúð á 2.
hæð. Hagstæð Byggingarsj.
og Húsbréfalán áhvílandi.
4.500.000,-
Grænás 3, Njarðvík
108 ferm. 4ra herb. íbúð á 2.
hæð. Ibúðin er mikið
endurnýjuð og því í mjög
góðu ástandi.
6.600.000,-
Fífumói 5c, Njarðvík
93 ferm. 3ja herb. íbúð á 2.
hæð í góðu ástandi. Hagstæð
lán áhvílandi.
5.700.000.-
Fífumói la, Njarðvík
54 ferm. 2ja herb. íbúð í góðu
ástandi. Þvottavcl og ís-
skápur fvlgja. Laus strax.
Tilvalin íbúð fyrir einstakling
eða litla fjölskyldu. Tilboð.
'tT § ÖDOilli'iui
Háliolt 22, Keflavík
138 ferm. einbýli ásamt 40
ferm. bílskúr. Húsið er í góðu
ástandi m.a. ný miðstöðvar-
lögn. Skipti á ódýrari fasteign
möguleg. Mjög góðir
greiðsluskilmálar. Útborgun
aðeins 500 þúsund.
11.300.000.-
Mávabraut 2b, Keflavík
77 ferm. 3ja herb. íbúð á efri
hæð ásamt geymslu á 1. hæð.
Búið að skipta um skolplögn
og járn á þaki. Losnar fljót-
lega. Hagstætt söluverð.
4.800.000.-
Vesturgata 9, Keflavík
129 ferm. einbýli. Húsið er
mikið endurnýjað. Búið að
klæða húsið að utan og skipt
um járn á þaki. Mjög góðir
greiðsluskilmálar. Útborgun
aðeins kr. 500 þúsund.
Laust. Tilboð.
Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum,
sem eru á söluskrá hjá okkur.
Tillagan var samþykkt á fundi
bæjarráðs þann 29. október sl.
en fulltrúar minnihluta Iögðu
fram bókun um málið þar sem
segir m.a. „I sjálfu sér getur það
verið göfugt markmið að bygg-
ja fjölnota íþróttahús, séu pen-
ingar fyrir hendi. I tillögu meiri-
hlutans er vísað í væntanlegar
tekjur bæjarins af sölu Eingar-
haldsfélags Brunabótafélags ís-
lands. Það er þó enn aðeins
vonarpeningar". Jafhframt segir
í bókuninni að nauðsynlegt sé
að meiri vitneskja liggi fyrir um
fjármögnun áður en lengra er
haldið í ffamkvæmd málsins og
er lagt til að Hilmar Pálsson,
forstjóri EBI verði fenginn til
þess að ræða við bæjarráð um
fyrmefndar greiðslur.
I máli meirihluta kom fram að
ljóst væri að bæjarstjórn
Reykjanesbæjar heíði ekki getu
til þess að reisa slíkt hús á kjör-
tímabilinu þar sem um vemlega
fjármuni væri að ræða og væri
því mikilvægt að leita að utan-
aðkomandi fjármagni og hefja
um leið stefnumörkun til fram-
tíðar.
Fulltrúarminnihluta lögðu áher-
slu á að um „vonarpeninga"
væri að ræða og bæri tillaga
meirihluta hvorki vott um ábyr-
ga stefnu né fjármálastjórn.
Jafnframt töldu jreir önnur mál
hafa forgang í bæjarfélaginu og
nefndu í því sambandi fram-
kvæmdir við nýjan skóla í
Heiðarbyggð vega lögbundinna
einsetningar grunnskóla 1999
og mikla þörf á nýjum leikskóla
sem bæjarstjóm samþykkti ný-
verið hönnun á. Að mati minni-
hluta var fjölnota íþróttahús
hvergi á forgangslista íþrótta-
hreyfinganna.
Böðvar Jónsson (D) sagði
stefnumörkun á möguleikum
slíks liúss vera af hinu góða og
hafi forsvarsmenn íþróttahreyf-
ingarinnar lýst yfir áhuga sínum
á því að slíkt hús rísi í bæjarfé-
laginu. „Einhversstaðar verður
að byrja“, sagði Björk Guðjóns-
dóttir (D) og Drífa Sigfúsdóttir
sagði næsta stóra verkefni
Reykjanesbæjar vera bygging
fjölnota iþróttahúss.
t
Móðirokkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
Hansína Kristjánsdóttir
Hlévangi, áður Suðurgötu 35
Keflavík
léstá Sjúkrahúsi Suðurnesja 5. nóvembersl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ellert Eiríksson
Eiríkur Guðnason
Steinunn Guðnadóttir
Árnheiður Guðnadóttir
Vignir Guðnason
Birgir Guðnason
Guðbjörg Sigurðardóttir
Þorgerður Guðfinnsdóttir
Neviiie Young
Jónas H. Jónsson
Guðríður Árnadóttir
Harpa Þorvaldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
TiL. SOLU
Víkurbraut 13,
Grindavík
146 ferm. fallegt og mikið endurnýjað einbýli
ásamt 40 ferm. bílskúr. Gangur, vinnuherb, leik-
herb, borðstofa, stofa, sjónvarpskrókur, þvotta-
herb, stór geymsla, 2-3 svefnherb. Stór og
skemmtilegur garður, barnakofi. Laust strax.
Sjón er sögu ríkari.
Tilboð til 1 .desember kr. 5.300.000.-
Löybóit Grincla vílt.
2
Víkurfréttir