Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 7
Besta sjoppan í bænum fær góðar viðtökun
Þrjár aukasýningar
Tónlistarskólinn í Keflavík hef-
ur undanfama daga sýnt söng-
leikinn Bestu sjoppuna í bæn-
um eftir Þorstein Eggertsson
við frábærar viðtökur og hefur
verið húsfýllir á öllunr sýning-
um.
Því hefur verið ákveðið að efna
til þriggja aukasýninga í vik-
unni. Sú fyrsta verður fimmtu-
dagskvöldið 6. nóventber kl.
20.30 og tvær aukasýningar
verða sunnudaginn 9. nóvem-
berkl. 17.00 og 20.30.
Sýningin er sett upp í tilefni af
40 ára afmæli Tónlistarskóla
Keflavíkur og eru öll lögin eftir
lagahöfunda af Suðurnesjunt
s.s. Gunnar Þórðarson, Magnús
Kjartansson, Jóhann Helgason,
Jóhann G. Jóhannsson, Rúnar
Júlíusson og ntarga fleiri.
I sýningunni er sagt frá áhöth
Kvalarinnar frá Olafsvík sem
hefur stuttan stans í Keflavíkur-
höfn. Áhafnamteðlimir fara út á
lífið og koma við á Bestu
sjoppunni í bænum. Þar hitta
þeir fyrir alls konar fólk og
hlutir fara að gerast.
Leikstjóri sýningarinnar er
Hulda Ólafsdóttir og hljóm-
sveitarstjóri er Karen Sturlaugs-
son. Emilía Dröfn er höfundur
dansa og Gróa Hreinsdóttir er
kórstjóri en útsetningu tónlistar
annaðist Þórir Baldursson. Þátt-
takendur í sýningunni eru tæp-
lega 50 og em allir
nemendur í tónlistarskólanum.
Þar fyrir utan starfar fjöldi að-
stoðarfólks við sýninguna.
Miðasala og pantanir fara fram
á skrifstofu skólans alla virka
daga frá kl. 13-17.00 og í síma
421-1153. Verð aðgöngumiða
er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr.
700 fyrir börn á grunnskóla-
aldri. Ef 10 eða fleiri panta
saman fæst einn frímiði fyrir
hverja 10.
Afmaeliskaffi Sparisjóðsins!
í tilefni af 90 ára afmælis Sparisjóðsins í Keflavík er
Suðurnesjamönnum boðið upp á afmæliskaffi
í afgreiðslum Sparisjóðsins.
í afgreiðslunum í Keflavík, Njarðvík og Grindavík
verður boðið upp á tónlistaratriði frá kl. 10-16
I KEFLAVIK
VíHirCrát.tiv
GRAFÍSK HÓNNUN, auglýsingaþjónusta