Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.1997, Side 3

Víkurfréttir - 13.11.1997, Side 3
I Lukkudagar ífullum gangi Vinningaskrá hangir uppi í SAMKAUP áföstudögum. SAMKAUP Skoðanakönnun framsókn- armanna í byrjun nýs árs Uppstillingamefnd Framsókn- arfélaganna í Reykjanesbæ samþykkti á fundi fulltrúaráðs þann 12. október sl. að láta fara fram skoðanakönnun meðal að- almanna og varamanna þeirra félagsmanna sem nú eiga sæti í fulltrúaráði flokksins vegna kosninga til bæjarstjórnar í Reykjanesbæ næsta vor. Skoðanakönnunin verður leyni- leg og fer fram í janúar á næsta ári. í framhaldi af því auglýsir upp- stillingamefnd eftir frambjóð- endum sem ætla að taka þátt í könnuninni en framboðum skal skilað fyrir 1. desember næstkomandi. ■ Myndavélar mæla hrada á Reykjanesbraut Lögreglan í Keflavík hefur tekið þátt í hraðaátaki á Reykjanes- braut sl. viku og jafnframt hafa ný tæki verið notuð sem mæla hraða ökutækja og taka mynd af þeim um leið. Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hafa 20 ökumenn verið teknir á Reykjanesbrautinni í vikunni en þó hefur hraðinn ekki mælst mikill og reynist aðeins vera rétt yftr mörkun- um. Nýja tækið mældi og myndaði fimm ökumenn en sá sem ók hraðast mældist á 128 km hraða. ■ Brotist inn í Hólmgarð Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um innbrot í verslunina Hólmgarð í Keflavík sl. miðvikudagsmorgun. Innbrotsþjófamir fóm inn um aðaldymar og inn á skrifstofu verslun- arinnar þaðan sem þeir tóku með sér peninga. Málið telst enn óupp- lýst. Kristján látinn Kristján Sigurðsson, fyrrverandi yfirlæknir Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs lést á Landsspítalanum 9. nóv. sl. en hann hefði orðið 73 ára 14. nóv. nk. Kristján var yfirlæknir sjúkrahússins í rúm tuttugu ár en hann hóf störf árið 1971 í Keflavík og starfaði til ársins 1992. Allt lfá starfslokum hans í Keflavík bjó hann ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Halldórsdóttur í Reykjavík. Þau eignuðust fimm böm sem öll em uppkomin. Keflvfldngar og Suðumesjamenn minnast Kristjáns sem glaðværðs læknis sem f mörg ár var alltaf „á vakt“. BCristján sótti sín síðustu ár fundi af og til í Lionsklúbbi Keflavíkur, þar sem hann var félagi, þó hann væri fluttur í höfuðborgina og hélt þannig tenglsum sínum við Suðumesjamenn sem hann þjónaði svo vel í tvo áratugi. Guðlaug Magnús- dóttir látin Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, Höfnum lést á Landsspítalanum 29. okt. sl. sex- tíu og tveggja ára gömul. Guðlaug og eftirlifandi eiginmaður hennar, Jón Borgarson, áttu saman fjóra syni og eina fósturdóttur. Þau voru blaðafólkið í Höfnunum og hafa komið Víkurfréttum til skila í hvert hús í Höfnum um árabil, einnig á þeim tíma þegar blaðið lá frammi á hinum ýmsum stöðum á Suðumesjum. Þá fengu Hafnamenn betri þjónustu en aðrir Suðumesjamenn, fyrir tilstilli Gullu og Jóns. Starfsfólk Víkurfrétta vottar fjölskyldu og ættingjum samúðar vegna fráfalls Guðlaugar. Tvær nýjar línur frá GRAHAMWEBB Mllúnikgjqurð, hrdn og dnjöld VATNSNESTORGI SÍMI 421 4848 JÓLAVÖR UMARKAÐ UR! MIKIÐ ÚRVAL AFJÓLAVÖRUM Amerískar gæðavörur áfrábærum veróum! Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.