Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.1997, Síða 11

Víkurfréttir - 13.11.1997, Síða 11
Vinn það ei fyrir vinskap manns Greinarkom þetta er skrifað í tilefni þess að út er komin bók! Þótt útkoma bókar þyki, sem betur fer, ekki ennþá stórtíð- indi á íslandi vill undirritaður af ýmsum ástæðum vekja at- hygli okkar Suðumesjamanna á útkomu þessarar bókar. Og þá þeirri fyrst að höfundur bókarinnar var eitt sinn bæjar- listamaður Reykjanesbæjar og leggi slíkur nafn sitt við verk er það að sjálfsögðu okkar, bæjarbúa, að leggja við eyru. I annan stað er það sem úr penna Hilmars Jónssonar kemur ævinlega samið af and- hita og einlægni, meiri en menn eiga að venjast frá ýms- um öðmm, þótt sumum þeirra sé á skáldabekk hærra hossað. Umrædd bók er annað bindi af ritsafni Hilmars Jónssonar og þar er m.a. að finna bókina „Foringjar falla“ sem er fyrsta skáldsaga hans. Sú bók olli töluverðu fjaðra- foki er út kom því í henni var ýmsum steinum velt og undir þeim reyndist hreint ekki allt vera í sómanum. Það er fróð- legt að sjá hvemig þessi bók hefur staðist tímans tönn. Má ef til vill enn finna eitt og ann- að smálegt í okkar samtíð sem illa þolir dagsbirtu? Þama er einnig að fínna annan gamlan kunningja, „Hunda- byltinguna", uppreisn þeirra gegn hundabanni. f þessari frásögn um velheppnaða frels- isbaráttu hundanna er þó að finna gagnrýni af ýmsum toga sem vísar til mannheima. Ekki er einfalt að setja þetta verk á bókmenntalegan bás en engu að síður er það forvitnilegt af- lestrar. í umræddri bók er einnig að finna tvö leikrit. Annað þeirra „útkall í klúbbinn“ tók Leikfé- lag Keflavíkur til sýninga árið 1979 og vakti það töluverða athygli enda var þar að fmna óvægna gagnrýni á umdeildan og sérkennilegan þátt í skemmtanahaldi Suðumesja- manna er tíðkaðist hér á árum áður. Hitt leikritið er þó ef til vill það sem forvitnilegast er í umræddri bók. Það hefur ekki birst áður en höfundur hefur unnið að því nú undanfarin ár. Þótt ekki væri fyrir aðrar sakir en þær að dramatísk verk um atburði sem lifað hafa í sögum um aldir hafa löngum vakið áhuga íslenskra áhorfenda ætti fTitltnttt*ýfíi/txjvo/i ritsafimJ? $6é (ei/i/'ti - x/tt'Mxöym* tíðina sungið marga eldmess- una yfir okkur komniúnistun- um og öðru vafasömu fólki. Það er því vel við hæfi nú á þessum steingeldu sameining- artímum þegar við teljumst loks samkvæmishæfir í sjálfu musteri borgaralegs lýðræðis og göngum orðið hönd í hönd með krötum á vit vestrænnar samvinnu að hann bjóði okkur sögu annars eldklerks og ekki spillir að hún er hreint ágæt- lega sögð. Um leið og ég óska Hllmari, og þó einkum lesendum hans, til lukku með bókina vil ég hvetja sem flesta til þess að verða sér úti um eintak. Asgeir Arnason. #.#?. Húsgagna- og innréttingamálun - FYFUFt UÓLWJ! Tek ad mér alla málun á hús- gögnum og innréttingum, nýjum sem gömlum, skrautmálun, litun, bæsun, glærun. Önnumst einnig \/iðgerðir. Hef til sölu iönaðarlökk, sýruhert og polyuritan Upplýsingar gefur Ingi í símum 421-4010 og 421-2384. Grófin 8 - Keflavík - ingi@ok.is /\T\/nvrj/v Óskum eftir duglegu fólki í flökun. Næg atvinna í bodi. Upplýsingar í símum 423-7827, 898-9170, 897-1025. r „Hilmar Jónsson hefur gegnum tíðina sungið marga eldmessuna yjir okkur kommúnistun- um og öðru vafasömu fólki. Það er þvi vel við hœfi nú d þessum steingeldu sameiningartím- um þegar við teljumst loks samkvœmishœfir ( sjálfu musteri borgaralegs lýðrœðis og göng- um orðið hönd i hönd með krötum á vit vest- rœnnar samvinnu að hann bjóði okkur sögu annars eldklerks og ekki spillir að hún er hreint ágœtlega sögð“. VERÐHRUN! Allar gæludýravörur á stórmarkaðsverði til áramóta. Gœludýrahornið Borgarvegi 24 - Njarðvík - Sími 421-4632 tetta verk að uppfylla öll skil- yrði til þess að hljóta verðuga eftirtekt. Mér koma í hug fjölmörg verk önnur þar sem róið er á lík mið. Verk eins og Skálholt Kambans eða Islandsklukka Laxness em dæmi um slíkt. Leikrit Hilmars fjallar um séra Jón Steingrímsson og lífs- hlaup hans. Þetta er líklega metnaðarfyllsta verk höfundar til þessa; verk sem gaman væri að sjá á sviði í verðugum búningi. Hilmar talar í einu Ijóða sinna um að hann komi til lesenda sinna sem „einmanna rödd sannleikans". Það hefur aldrei verið öfundsvert hlutskipti að benda á meinsemdir samfé- lagsins, afhjúpa spillingu, tvf- skinnung og loddarahátt. Sá sem velur sér slíkt hlutskipti tekur að sér að vera rödd hrópandans. Margur hefur lotið að minnu. Hilmar Jónsson hefur gegnum Smáauglýsins kostar aðeins 500 kr. Greiðslukortaþjónusta. Framsóknarflokkurinn - Uppstillingarnefnd: Auglýsing frá Uppstillingarnefnd Framsóknarfélaganna í Iteykjanesbæ Á fundi fulltrúaráðs 12. október sl. var eftirfarandi samþykkt: „Uppstillingarnefnd láti fara fram skoðanakönnun meðal aðalmanna og varamanna þeirra félagsmanna sem nú eiga sæti í Fulltrúaráði flokksins. Skoðanakönnunin skal vera leynileg og fara fram í janúar 1998." I framhaldi af þessari samþykkt auglýsir uppstillingar- nefnd Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ eftir fram- bjóðendum sem ætla að taka þátt í könnuninni vegna kosninga til Bæjarstjórnar í Reykjanesbæ í vor. Framboðum skal skila til formanns uppstillingarnefndar eigi síðar en 1. desember nk. Reglur um framkvæmd skoðanakönnunarinnar fást afhentar hjá formanni nefndarinnar. F.h. uppstillingarnefndar Gylfi Guðmundsson, formaður. Víkmfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.