Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 11.12.1997, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 11.12.1997, Qupperneq 19
♦ Sturlaugur Ólafsson skrifar: Reykjanesbrautin stærsta vatnsrennibraut landsins Dugleysi er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég ek um Reykjanesbraut. Brautin er sem endranær með djúpum hjólförum á löngum köflum, sem skapa stórhættu. Og það sem verra er, brautin er aðeins ein akrein að hluta á sumar- mánuðum og verður það væntanlega næstu árin vegna viðhalds á henni á aðal ferða- mannatímanum. Ein akrein um háannatíman á aðalvegi þjóðarinnar það er glæsilegt hjá þjóð sem telur sig vera fremsta í flestu. Ef til vill er hægt að laða hingað ferða- menn til að skoða herlegheit- in? Það þarf ekki vegaverk- fræðing til að sjá að ógjöm- ingur er að viðhalda brautinni svo vel sé við svo búið. Eg hef heyrt tölfræðilegar upplýs- ingar frá sérfræðingi Vega- gerðarinnar um að bifreiða- fjöldi á sólahring sé ekki næg- ur til að réttlæta tvöföldun brautarinnar með háfleygum tilvitnunum í erlendar viðmið- anir. Ef menn hefðu hugsað svona fyrir þrjátíu árum hefði brautin ekki verið byggð. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá verður að hafa í huga það mikla viðhaldi sem brautin þarf. Eina raun- hæfa leiðin er að fjölga akreinum. Nú liggur fyrir áætlun um að gera stórátak í vegamálum sem er hið besta mál en því miður er ekki gert ráð fyrir fjölgun akreina á Reykjanesbraut. Það var stundum sagt til sjós þegar veðurspá var mjög mis- vísandi. „Þeir ættu að opna hjá sér hjaragluggann þama á veðurstofunni”. Ég held að best væri að skylda þá sem meta eiga álagið, að aka brautina t.d. í mánuð yfir annatíma í júlí eða desember. Það er engum blöðum um það að fletta að þessi vegur er úr öllu samhengi við þann raun- veruleika sem Islendingar telja sig búa við. Fyrir liggur að umferð er meiri á Reykja- nesbraut en samanlögð unt- ferð um Borgarfjarðarbraut og Suðurlandsveg þar sem þrjár j akreinar em komnar að hluta sem er gott mál Er það einlæg stefna stjórn- Greiðar oa öfluaar sam- aönaur aeana Ivkilhlut- verki í haaræðinau oa haavexti þióða en því miður læðist sá arunur að mér að verið sé að veria Revkiavíkurfluavöll með bví að hafa sam- aönaur við Keflavíkur- fluavöll í ólestri. valda að draga úr slysum á brautinni? Það er gott og blessað hjá þingmönnum að standa úti í vegkanti og biðja ökumenn að j aka hægar en hvar er dugurinn J og kjarkurinn til að ná fram löngu tímabærum vegabótum á þessum vegi. Hvers eiga þeir að gjalda sem ekki treysta sér til að aka hratt á brautinni en því miður valda þeir hvað mestri hættu við núverandi aðstæður. Fólk getur svo velt því fyrir sér hve margar akreinar væru á Reykjanes- brautinni ef hún lægi um Vest- firði með sambærilegu álagi. Nú er þetta ekki sagt til að gera lítið úr vestfirskum þing- mönnum, freniur til að minna okkar þingmenn á mátt sam- stöðunnar. Greiðar og öflugar samgöngur gegna lykilhlut- verki í hagræðingu og hag- vexti þjóða en því miður læð- ist sá grunur að mér að verið sé að verja Reykjavíkurflug- j völl með því að hafa sam- göngur við Keflavíkurflugvöll í ólestri. Því ljóst er að mun auðveldara er að flytja innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar þegar samgöngur em komnar í við- unandi ástand. Eða em menn farnir að trúa því sem stendur í farseðlum í millilandaflugi að Keflavíkur- flugvöllur sé í Reykjavík. Því skyldi það nú vera, spyr sá sem ekki veit? Hagræðing og | aftur hagræðing, þetta hefur j ríkisapparatið lagt höfuðá- herslu á, og jafnvel farið offari að margra dómi. Væri það ef til vill hagræðing og skyn- samlegt að nota það fjármagn sem eyða á í að endurbyggja J Reykjavíkurflugvöll til að j byggja nýjar akreinar á Reykjanesbraut? Og flytja síðan innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar. Það má benda á fjölmargt sem mælir með þessari tilhögun og hirði | ég ekki um að telja allt sem í hugann kemur, en læt nægja að nefna stórbætt flug-og um- ferðaröryggi. En burt séð frá Reykjavíkur- flugvelli er löngu tímabært að fjölga akreinum á Reykjanes- braut sem að mínu áliti er eitt brýnasta hagsmunamál okkar Suðurnesjabúa sem og allra landsmanna og ætti því ekki að vefjast fyrir mönnum. Sturlaugur Olafsson. Jóla- | ton eikar t°nustars IVIHVIHHI NJARÐVIKM Jólatónleikar skólans verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju laugar- daginn 13. desember kl. 14:00 og kl. 16:00. Á tónleikunum kl. 14 koma fram yngri lúðrasveitin, forskóladeild, Suzuki-nemendur og tölvutón- listardeild ásamt öðrum samleiks- og einleiksatriðum. Á tónleikunum kl. 16 koma fram eldri lúðrasveitin, gítarhljómsveit, tölvutónlistardeild og málm- blásarakvartett ásamt öðrum samleiks- og einleiksatriðum. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jólafrí hefst fimmtudaginn 18. desember. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 5. janúar 1998. Skólastjóri. Mikið úrval af hönskum og jóla- inniskóm á alla fjölskylduna V JSkóbúdin fccfíavik Hafnargötu 35 - Sími 421-1230 Víkurfréttir 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.