Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 4
 FRETTIR Útgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgæiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23 Njarðvik simi42l 4717 fax 4212777 fíitstjóri og ábm.: Páll Ketilsson heimas.: 4213707, GSM: 893 3717 Fréttastjóri: Hilmar Báróarson GSM: 898 2222 Blaðamaður: Dagný Gísladóttir heimas.:42l 1404 Auglýsingastjóri: Sigriður Gunnarsdóttir Útlit, litgreining og umbrot: Vikurfréttir ehf. Filmuvinna og prentun: Stapaprenthf. simi: 4214388 Netfang: hbb@ok.is Stafræn útgáfa: www.ok.is/vikurfr MUNDI Það þarfþá ekki að frelsa neina iFramsókn? Fréttavakt allan sólartirínginn í síma 898 2222 Veríð óhrædd aðhríngjaef þið verðið vitni að fréttnæmum atburði. Drífa Sigfúsdóttir ræðir um stöðu sína innan Framsóknarflokksins í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir: Heltfl flokknum ekki í gíslingu VIÐTAL: DAGNY GISLADOTTIR Iikið hefur verið fjallað um óróa innan Franisóknarflokksfélag- anna í Reykjanesbæ vegna fyrir- hugaðra sveitarstjórnarkosninga í vor og hefur þá nafn Drífu Sigfúsdóttur forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar verið nefnt í því sambandi. Suinir tlokks- nienn hafa gengið svo langt að segja hana halda flokknum í gíslingu og velta menn því fyrir sér hvort afskiptum Drífu af bæjarmálum sé að Ijúka. Hver er staða þín innan flokksins? „Ég bauð mig fram í 1. sæti á lista fyrir bæj- arstjómarkosningamar í vor. Enn hefur ekki farið fram prófkjör en ég veit að ég á stuðn- ingsmenn á Suðumesjum sem styðja það sem ég hef verið að gera. Það er líka fólk sem styður mig ekki en það er nú eðlilegt að það séu skiptar skoðanir um það“. Nú hefur Þorsteinn Arnason dregið framboð sitt til baka og þá eru það aðeins þú og Steindór Sigurðsson sem gefið kost á ykkur í skoðanakönnun flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Er það ekki undarleg staða með tilliti til þess að sam- starf ykkar hefur ekki verið of gott að því sagt er? „Samstarf okkar Steindórs hefur gengið ágætlega og það er ekki málefnalegur ágreiningur okkar á milli þótt stundum hafi okkur greint á eins og gengur og gerist. Þetta em ekki hnökralaus samskipti en sam- starf okkar með meirihluta hefur gengið ágætlega. Bæjarfulltrúar em fyrst og fremt vinnufélagar og líkt og á öðmm vinnustöð- um þurfa þeir ekki að vera fjölskylduvinir". Er það rétt að þú haldir flokknum í gíslingu? „Nei, ég held flokknum ekki í gíslingu og finnst það í raun undarlegt ef einhver telur það. Eg hef verið að vinna í Framsóknar- flokknum sem vararitari, varaþingmaður, forseti bæjarstjómar og starfað að ýmsum verkefnum. Eg bauð mig fiam til áfram- haldandi starfa og það er öllum frjálst að fara fram. Ég sé ekki hvemig ég á að halda flokknum í gíslingu. Það eina sem ég gerði var að bjóða mig fram. Ég get ekki skilið þessi ummæli en ég hef oft orðið fyrir sleggjudómum og umtali í fjölmiðlum. Það kom mér á óvart hversu fáir gáfu kost á sér en ef til vill erekki hægt að búast við að nýtt fólk gefi kost á sér innan lokaðs prófkjörs flokksins. Það em misjafnar leiðir til þess að stilla fólki á lista en mikilvægt er að fá gott fólk sem getur unnið að bæjarmálum og haft áhrif á umgjörð bæjarins". Getur hugsast að einhverjir fari ekki fram vegna þín? „Samkvæmt skilaboðum Steindórs er hann tilbúinn að vinna mér með þannig að ég held að slíkar sögur séu ýktar.“ Ertu erfið í samstarfi? „Ég er ákveðin, fylgin mér og hef áhuga á að koma ýmsum málum í höfn. Samstarf okkar við meirihluta hefur gengið vel og Ellert Eirfksson bæjarstjóri ákvað að hafa aftur samband við mig eftir 4 ára samvinnu. Það er enginn málefnalegur ágreiningur í meirihlutanum en ef að fólk hefur skoðanir verður það alltaf umdeilt. Þeir sem gera ekki neitt, segja ekki neitt og eru ekki neitt fá minni gagnrýni. Það er ekkr sparkað í liggj- andi hund þannig að möigu leyti er Jressi umræða viðurkenning fyrir mig. Jafnvel Emil Páll blaðamaður sem hefur haft hom í síðu mér heldur því fram að ég sé dugleg. Það er mitt mat að skoðanalaust fólk hafi ekkert að gera í pólitík. Þar verður fólk að hafa skoðanir og vera tilbúið að berjast lyrir þeim. Sem bæjarfulltrúi hef ég reynt að sinna málum vel. Ég hef boðið fram starfs- krafta mína næstu fjögur árin og það er ann- arra að ákveða hvort af verður“. Hvernig hefur sanistarf ykkar í ineiri- hluta gengið? „Líkt og á fyna kjörtímabili hefur okkur tekist að standa við þau fyrirheit sem við gáfum bæjarbúum og framkvæma flest það sem stóð í málefnasamningi okkar. Ég er sérstaklega ánægð með fegmn bæjarins og breytingamar á gamla bænum sem og nýjar áherslur í fjölskyldumálum". Telur þú að flokkurinn muni halda óbreyttu fvlgi í næstu kosningum ineð sömu bæjarfulltrúum? , Já, ég tel að flokkurinn eigi að geta haldið sínu“. Er það rétt að samstarf ykkar Ellerts hafi verið stirt? ,,Ég held að samstarf okkar hafi gengið ágætlega. Það hefur komið upp ágreiningur líkt og gerist í góðu hjónabandi þegar upp koma mikilvæg mál. En við emm oddvitar tveggja mismunandi flokka og það væri óeðlilegt ef við væmm sammála í öllu. Ég og Ellert þekkjum starfshætti hvors annars sem og kosti og galla enda höfum við starf- að saman í átta ár.“ Nú hefur mikið verið fjallað um óánægju innan Framsóknarflokksins og jafnvel látið að því liggja að þú eigir að víkja til hliðar. Hefur þú íhugað að hætta? „Ég íhugaði málið vandlega áður en ég ákvað að gefa kost á mér aftur þannig að ég nrun ekki hætta. Maður hefur þann valkost eftir fjögur ár að ákveða hvort hætta skuli eða gefa kost á sér afitur og ég ákvað að fara í þessa skoðanakönnun". En er ekki óánægja með þig innan flokksins? , Auðvitað em skiptar skoðanir innan flokksins og það em ákveðin öfl sem vinna að því að ég hætti í pólitík. En það em líka aðrir sem vilja mig áffam. Þótt jteir sem em á móti mér séu háværastir túlka þeir ekki endilega meirihluta fólksins. Ég hef hlotið mikið fylgi í prófkjömm sem sýnir að marg- ir íbúar kunna að meta það sem ég er að gera“. Hyggur þú á þingmennsku? ,JNei, ég tapaði prófkjörinu síðast þannig að ég er varaþingmaður og hef einu sinni feng- ið tækifæri til að sitja á þingi. Ég held að sitjandi þingmenn haldi sínu þannig að ég er ekki á leið í landspólitík. Hvar telur þú að aðaláherslur komandi kosninga muni liggja? „Ég tel að fjölskyldan og jafnvel umhverfis- mál muni verða þar ofarlega ásamt íþrótta- málum“. Suzuki Baleno Station Suzuki árgerð 1998 í sýningarsal BILAKRINGLAN GRÓFIN 8 - SÍMI 421 1200 4 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.