Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 9
VATNSLEYSUSTRANDARHREPPUR: Meirihluti vill kjósa um sameiningu við Reykjanesbæ Á borgarafundi sem haldinn verður í Vogum á Vatnsleysu- [ strönd í kvöld verður hrepp- snefndinni afhentur undir- skriftalisti þar sem óskað er eftir þvf að fram fari skoða- nakönnun meðal fbúa um sameinnigu hreppsins við Reykjanesbæ. Á listanum hafa vel á þriðja hundrað íbúa skrifað nöfn sín eða um 55% þeirra sem eru á kjörskrá. Á fundinum verða fleiri mál til umfjöllunar, s.s. fjár- hagsáætlun fyrir árið 1998. Að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, atvinnurekanda í Vogum var gengið í hús í hreppnum og fólki boðið að setja nöfn sín á listann. Taldi hann að mikill vilji væri fyrir sameiningu og jafnvel meiri en tölumar gefa til kynna því margir hefðu lýst yfir já- kvæðu viðhorfi til sam- einingar þó svo þeir hafí ekki látið nafn sitt á listann. Nýtt bæjarmáa' félag í Vogum Nýtt bæjarmálafélag var stofnað í Vogum þann 17. janúar sl. og nefnir sig H- lista, lista óháðra borgara í Vatnsleysustrandarhreppi. Stjórn félagsins skipa Guð- laugur Atlason foimaður, Sig- urður Kristinsson varaformað- ur, Þóra Bragadóttir gjaldkeri, Lára Baldursdóttir ritari og Andrés Guðmundsson ritari. Kjömefnd skipa Jóhann Sæv- ar Símonarson, Sólveig Birg- isdóttir og Ólafur E. Ólafsson. Stofnfélagar em 39 talsins og er þeim sem ætla að gefa kost á sér til setu á H-listanum í komandi sveitastjórnarkosn- ingum bent á að kjörnefnd hefur staðlað form á fram- boðstilkynningum og er hægt að nálgast þær hjá kjömefnd- armönnum. Tilkynningum til framboðs skal skilað fyrir laugardaginn 31. janúar kl. 13.00. Kór eldri borgara á leið til Ítalíu Margþætt starf er framundan hjá Eldey kór félags eldri borgara á Suðurnesjum en stjórnandi kórsins er eins og mörg undanfarin ár Ágota Joó. Kórinn æfir einu sinni í viku þ.e. á þriðjudögum kl. 14.30 - 16.30 í Ytri- Njarðvíkurkirkju. Ákveðið hefur verið að halda tónleika laugardaginn 14. mars n.k. og em æfingar fyrir þá að hefjast af fullum krafti. Alltaf er þörf fyrir fleiri söng- krafta og er eldra fólk því hvatt til að mæta á æfingar og njóta ánægjunnar með þeim sem fyrir em í kómum. Þann 24. maí verður haldið kóramót í Mosfellsbæ. Þar hittast fimm kórar eldri borg- ara til að syngja saman og blanda geði. Þetta er orðinn árviss viðburður og hefur gef- ist vel. Fyrirhuguð er ferð til Italíu 2. til 12. júní ásamt kór eldri borgara á Selfossi. Kórinn hefur vilyrði fyrir ca. 60 sæt- um þannig að aðrir en kórfé- lagar geta farið með ef ntenn hafa áhuga. Nánari upplýsing- ar verða kynntar síðar þegar endanlega hefur verið gengið frá samningi við ferðaskrif- stofu. Þetta er nýlunda í starfsemi kórsins og hefur hann aldrei tekið þátt í slíkri ferð áður. Ferðin verður auglýst sfðar en upplýsingar fást hjá kórfor- manni í síma 421-2180. Peysur kr. 1.990.- Sparibuxur kr. 2.500.- Stakir jakkar kr. 5.900.- Skyrtur kr. 1.900.- / Ulpur og jakkar Nú kr. 7.900.- Áður kr. 14.900.- 1-ta.fna.rgötu 25 * símí 421 7111 og er leiðbeinandi í Lífsstíl. Þar býð ég upp á fjölbreytta opna tíma í fitubrennslu, á tröppum, Hkamsrækt og jafnvel afró-tíma ef áhugi reynist fyrir því. / hádeginu á laugardögum verð ég svo með /étta hjólabrennslutíma. Tilvalið fyrir byrjendur sem lengra komna. Upplýsingar og skráning í tíma ísíma 420 7001 Lúsin lætur á sér kræla Lúsin hefur látið á sér kræla að undanfömu og hafa foreldrar barna á leikskólanum Garðaseli í Keflavík verið sendir heim með leiðbeiningar um meðferð. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta virðist lúsin vera nokkuð öflug um þessar mundir og óvenjumikið af henni. nmuE Víkuifréttir Q

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.