Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 11
Það eiga lleiri sveilarlelog 90 ára afmæli en GerDahreppur Það hefur komið fram í frétt- um að Gerðahreppur verði níutíu ára á þessu ári og jafn- framt að þess verði minnst í sveitarfélaginu á árinu með ýmsum hætti. Það hefur hinsvegar ekkert verið á það minnst að annað sveitarfélag hér á Reykja- nesskaga var stofnað sama dag og Gerðahreppur og skai nú að því vikið. „Fyrir frumkvæði sýslunefnd- ar Gullbringusýslu ritaði sýslumaður Stjórnarráði Is- lands bréf dagsett 12. júní 1908 með ósk um staðfest- ingu á þeirri samþykkt sýslu- nefndar að Njarðvíkurhreppur og kauptúnið Keflavík í Rosmhvalaneshreppi yrðu sameinuð í einn hrepp. I jákvæðu svarbréfí Stjómar- ráðs íslands nr. 65 dagsettu 15.júní 1908 kom m.a. fram: „Njarðvíkurhreppur ásamt landi jarðarinnar Keflavíkur, skal vera hreppur útaf fyrir sig, er nefnist Keflavíkur- hreppur, og Rosmhvalanes- hrepppur að fráskilinni jörð- inni Keflavík skal vera hrepp- ur útaf fyrir sig, er heiti Gerðahreppur" (Árbók Suður- nesja 1985.). Samkvæmt þessum heimild- um þá á Keflavíkurhreppur sem stofnaður var sama dag og Gerðahreppur níutíu ára afmæli á þessu ári en ekki hefur það koniið fram að stjómendur þess sveitarfélags ætli að minnast þess afmælis á einn eða annan hátt. Lögsagnammdæmi Keflavík- urhrepps sem stofnaður var 1908 hefur því tekið yfir land jarðarinnar Keflavfkur og Njarðvíkurhrepps hins eldri sem stofnaður var árið 1889 og þá með landshöfðingja- bréfi dagsettu 21. september 1889, að tilmælum Vatns- Bæjarstjómin í heild lá undir feldi í heilt ár til að finna ráð til þess að traðka á vilja bæjar- búa og fundu þeir út nafnið Reykjanesbær, sem sett var á sveitarfélagið í andstöðu við meginþorra bæjarbúa. Reykjanesbær er hvað íbúa snertir einkum á því svæði sem Keflavíkurhreppur var stofnaður á 1908 að viðbætt- um Hafnahreppi og 415 hekt- .../r« gekk allt með ósköpum að koma nafni á þetta nýstofnaðu sveitarfélag og um fram allt gœttu frá- farandi sveitarstjórnir þess vandlega að vilji liins almenna kjósundafengi þar engu um að ráða þrátt fyrir fógurfyrirheit þar um... leysustrandarhrepps, en Njarðvíkur voru áður í Vatns- leysustrandarhreppi. Fyrir um það bil fjórum árum var samþykkt að sameina Keflavík, Njarðvík og Hafnir í eitt sveitarfélag. Eins og ntenn muna þá gekk allt með ósköp- um að koma nafni á þetta ný- stofnaða sveitarfélag og um fram allt gættu fráfarandi sveitarstjómir þess vandlega að vilji hins almenna kjósanda fengi þar engu um að ráða þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um. Vinnubrögð fráfarandi sveitarstjóma voru úrskurðuð ógild af félagsmálaráðuneyt- inu. Ekki tókst bæjarstjórn hins nýja bæjarfélags betur til en þeim sem áður sátu við stjóm. urum sem sneiddir voru af Gerðahreppi og lagðir til Keflavíkur 1966. Eg ætla því að hvetja fólk til að minnast þessa afmælis á kosningaári til sveitarstjórna með því að fella þá bæjarfull- trúa í Reykjanesbæ á vori komanda sem ekki vildu á neinn hátt virða vilja sinna kjósenda varðandi nafn á sveitarfélagið og knýja fram að nýju atkvæðagreiðslu um nafn á sveitarfélagið þar sem vilji íbúanna fær að ráða. Því er það brýn nauðsyn að frambjóðendur í komandi kosningum verði krafðir um afstöðu í þessu máli. Keflavík, 12. janúar 1998 Einar Ingimundarson. Dagvistunarmál em alfarið í höndum sveitarfélagsins og þrátt fyrir að leikskólinn Vesturberg hafi verið tekið í notkun nýlega og Gimli stækkaður, vantar enn mikið upp á að viðunandi lausn hafí fengist í þessum málum. Fjöldi bama er enn á biðlista eftir leikskóla. Þessari þörf er mætt að mestu með dagmæðraþjón- ustu og eru um 150 fjölskyldur í bænum með böm sín þar. Vinna dag- mæður yfir- leitt af alúð og dug. En þessi þjónusta er ekki sam- bærileg hversu vel sem þær leggja sig fram. Leikskólastarfi er stýrt af sérmenntuðu fagfólki sem vinnur með öðmm á stofnununni að uppeldis- málurn bama okkar á með- an dagmæðumar starfa yfirleitt einar. Og þar sem þær vinna einar fylgir því oft mikil óvissa sökum forfalla þeirra af ýmsum orsökum og lenda þá margir í vandræðum með vinnu sína eða skóla. Auk þess kostar heilsdagsvistun bams um 11-12 þúsund kr. meir hjá dagmóður en á leikskóla þrátt fyrir að bær- inn niðurgreiði vistuninna með allt að 11 þús.kr.á mánuði. Misrétti Hér ríkir því talsvert mis- rétti milli bama í bænum og verður það ekki liðið. Einnig ber á það að líta að ástand í dagvistunarmálum ásamt gmnnskóla- og íþrótta og æskulýðsmálum sveitarfélagsins er stórmál fyrir allt atvinnulíf í bænum þar sem þetta em þeir hlutir sem ungt fólk athugar fyrst þegar það ákveður hvert áland það ræður sig í vinnu. Stuðningur ykkar. Góðir bæjarbúar. Bætt grunnþjónusta við okkur er og verður helsta baráttumál mitt og em mál- efni leikskóla einn hlekkur- inn í þeirri keðju. Til þess þarf ég stuðning ykkar og skora ég því á ykkur að taka þátt í prófkjöri jafnaðar- og fé- lagshyggjufólks 7. og 8. febrúar n.k. og veita mér brautaigengi í 1. sæti listans fyrir komandi sveit- arstjómarkosningar. Kristmundur Asmundsson Reykjanesbær í alfaraleid á heimsmarkaði Sá sem þetta skrifar hefur um sinn starfað á vettvangi framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Stundum hvarlar hugurinn heim og minnist þá þeirrar yfirlýsingar for- sætisráðherra á flokksþingi sínu s.l. ár að aðild Islands að Evrópusam- bandinu væri ekki til umræðu fyrir Islendinga. Mér þótti skondið, að ekki skuli vera á dagskrá að ræða félagslegar og efnahagslegar afleið- ingar, kosti og galla sem full aðild að Evrópusambandinu gæti haft fyrir þjóðina þegar til lengri tíma er litið. Á Islandi fer lítil sem engin umræða fram um það hvort og á hvaða kjömm það gæti hentað okk- ur að sækja um aðild að Evrópu- sttmbandinu. Norðmenn hafa í tví- gang, 1972 og 1994, eftir ftarlega urnræðu. hafnað þessum kosti. meðan Danir og síðar Svíar og Finnar komust að þeirri niðurstöðu að það munði styrkja efnahagslíf og hagsæld í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi ef löndin væm fullgildir aðilar. þessu er við að bæta að þegar samningurinn um evrópska efnahagsvæðið. EES, hafði tekið gildi, töldu Austurríkismenn það nánast formsatriði að óska eftir aðild að Evrópusambandinu. Rökin vom að betra væri að geta haft bein áhrif á stefhumörkun, heldur en að standa utan áhrifa eins og Norð- menn völdu að gera. Islendingar hafa aldrei rætt þennan kost, aldrei valið, hann er ekki á dagskrá. Að athuguðu máli virðist mér vafalaust að hagsmum jaðarsvæða sé betur borgið innan sambandsins en utan og að smáríki njóti aðildarinnar umffam stærri ríkin. Islendingar hafa jafnan gefið sér þá fosendu að ekki taki að ræða aðild- arumsókn vegna fiskveiðistefnu Evrópusambandsins sem sé and- snúin íslenskum hagsmunum. Á þetta hefur að vísu aldrei fengið að reyna í samningum og vandséð er hvort fiskveiðihagsmunum Islend- inga sé í raun betur borgið utan sambandsins miðað við núverandi aðstæður. Reykjanesbær hefur á unðanfömum misserum orðið átak- anlega var við hvemig fiskikvótinn hefur horftð úr atvinnulífi bæjarins. jafhvel norður í landbúnaðarhéruð- in við Eyjafjörð svo dæmi sé tekið án þess að Evrópusambanðið hafi þar komið við sögu. Reykjanes er um margt eitt ákjós- anlegasta byggðarlag landsins. Hér er snjólétt og samgöngur góðar. þrátt fyrir minni fiskikvóta í bili, em hér atvinnumöguleikar meiri en víðast annars staðar á Islandi. Heimurinn er að verða eitt markaðssvæði og Reykjanesbær er í alfaraleið heimsálfa í milli. það er ekki bara í flugi og aukinni flug- frakt að innlend flugfélög munu auka umsvif sín á Keflavíkurflug- velli, erlendir samkeppnisaðilar eins og Cargolux í santvinnu við Sviss-air og Lufthansa hugsa sér einnig gott til glóðarinnar að gera Island í auku mæli að skiptistöð vömflutninga yfir haftð. Hafnar- möguleikar og tollbúð vegna hlið- stæðra vöruflutinga á haftnu gætu einnig komið til greina í Reykja- nesbæ. Hollendingar eru sennilega um- fangsmestu útflytjendur afurða sem ræktaðir em í gróðurhúsum í heim- inum. þá skortir landrými og orka er dýr í Hollanði. Reykjanes hefur ofgnótt af hvom tveggja við hóf- legu verði, en takmarkað fjármagn og litla markaðsþekkingu til að geta nýtt sér auðlind sína svo vel sé. Einokun (Landsvirkjun) á raforku- framleiðslu er ólögmæt innan Evr- ópusambanðins og EES-svæðisins og mér er ekki kunnugt um neinar lagaheimilðir (nema ef vera kynnu umhverfisréttar-sjónarmið) sem heft geta möguleika Hitaveitu Suðurnesja á eigin orkuöflun til enðursölu á heimamarkaði m.a. til útlendinga. Samvinna við Hollend- inga gæti orðið báðum aðilum til góðs svo fátt eitt sé talið. Aðdrátt- arafl Reykjaness fyrir erlenðar fjár- festingar á ýmsum sviðum orku- iðnaðar, (ekki endilega stóriðju) yrði sennilega meira ef Island væri beinn aðili að Evrópusambanðinu, þó ekki sé nema vegna þess trausts sem í því felst að vera hluti af heilð sem lýtur sömu leikreglum. Oft njóta jaðarsvæði einnig sérstakrar fyrirgreiðslu sem Island mundi njóta góðs af væri landið aðili að Evrópusambandinu. Reyknesingar þurfa sjálfir að huga að eigin möguleikum, litlar líkur eru fyrir því að aðrir geri það fyrir þá. þeir ættu þess vegna að treysta á eigið frumkvæði og þar skipta sveitarstjórnirnar verulegu máli. það hlýtur að vera keppikefli stjóm- málaflokkanna í komanði sveitar- stjómarkosningum að benða á leið- ir til að efla atvinnulífið og tryggja hagsæld til framtíðar í því heims- markaðsumhverfi sem blasir við. Af einangmnarsjónarmiðum og af- dalamennsku er oftast lítils að vænta. Þótt Reykjanesbær sé nú nokkuð öflugt sveitarfélag, mættu Garður, Grindavík, Sandgerði og Vogar einnig slást í hópinn, þá yrði styrkurinn meiri. Höfundur: Skúli Thoroddsen er lögfræðing- ur sent býr í Keflavík en starfar sem sérfræðingur í heilbrigð- isþjónustufræðum hjá Evrópu- santbandinu í Luxemborg. Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.