Víkurfréttir - 05.02.1998, Síða 2
FRÉTTIR frá lögreglurmi
Dýrt spól
Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af ökumanni
jeppabifreiðar sl. mánudag þar sem hann var að
spóla á grasbala við Aðalgötu. Lögreglan myndaði
skemmdirnar og liafði samband við starfsmenn
bæjarins. Má ökumaður jeppans búast við bótakröfu
vegna uppátækisins.
Stal farsíma
úr sýningarglugga
Oprúttinn þjófur gerði sér lítið fyrir og nældi sér í
Nokia 1611 farsíma úr sýningarglugga verslunar í
Keflavík sl. mánudag. Þjófurinn er ófundinn.
Sania dag var tilkynnt um þjófnað úr bifreið það-
an sem tekið var 20 rása Yeasu talstöð og slökkvitæki.
Engar skemmdir urðu á bifreiðinni.
Lögreglunni í Keflavík
barst tilkynning aðfara-
nótt sunnudagsins um
slagsmál í Vogum. Þegar
voru grunaðir um ölvun.
Lögreglan veitti þeim eft-
irför og handtók þá á
heimili annars drengsins.
lögreglan koni á staðinn
höfðu tveir piltar á aldrin-
um 17 og 18 ára yfirgefiö
hann á bifreið en þeir
M Dansleikur í Stapa á dögunum:_
MIKIL ÓLÆTIÁ FJÖL-
BRAUTASKÓLABALLI
24TIMA
FRÉTTAVAKT
898 2222
Maður með
hasspípu
Lögreglumenn í sérstöku fíkni-
efnaeftirliti höfðu afskipti af
manni sl. fimmtudagskvöld.
Hann hafði í fórum sínum has-
spípu og að því að talið var
hass f bréfi.
Mikil ólæti og slagsmál
brutust út að loknu
Fjölbrautaskólaballi í
Stapa föstutlagsk\ ()kl-
ið 23. janúar og veittist hópur
unglinga að lögreglumönnum
við skvldustörf á vettvangi.
Af gefnu tilefni hefur lögreglan
verið með skemmtanir Fjöl-
brautaskóla Suðumesja undir
sérstöku eftirliti undanfarin ár
og hefur að sögn Karls Her-
mannssonar aðstoðaryfirlög-
Fastei pnasalan
HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 SÍMAR421 1420 OG 4214288
Hátún 6, Keflavík
3ja herb. íbúð á efri hæð.
fbúðin er öll ný tekin í gegn
að innan með nýjum lögnum
og innréttingum. Bein sala.
4.700.000,-
Heiðarvegur 25, Keflavík
75 ferm. íbúð á 1. hæð í
þríbýlishúsi. 3 svefnherb. í
íbúðinni. Bein sala.
4.500.000,-
Þórustígur 30, Njarðvík
162 femi. einbýli sem hægt er
að selja sem tvær íbúðir.
Húsið er ný klætt að utan.
Skipti á minni eign.
Tilboð.
Tjarnargata 28, Keflavík
171 ferm. parhús með 23
ferm. bílskúr. Húsnæðið er á
þremur hæðum. Góð eign á
góðum stað í bænum. Góð lán
áhvílandi.
Tilboð.
Gónhóll 36, Njarðvík
162 ferm. raðhús með bílskúr,
en skúrinn er inn í stærð
hússins. Glæsileg eign á
góðunr stað. Ymsir greiðs-
lumöguleikar.
11.900.000.-
Austurbraut 6, Keflavík
4ra herb. 100 ferm. íbúð á efri
hæð með 42 ferm. bílskúr.
Húsið er klætt að utan með
steini. Skipti á minni eign í
Keflavík eða Reykjavík.
Hagstæð lán áhvílandi. Upp-
lýsingar um verð og greiðslu-
skilmála á skrifstofunni.
Skodið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum,
sem eru á söluskrá hjá okkur.
regluþjóns myndast gott sam-
starf milli lögreglu. yfirstjómar
skólans og nemendaráðs um
framkvæmd þessara skemmt-
ana. Þó er talið nauðsynlegt að
endurskoða fyrirkomulag þeirra
og takmarka fjölda eftir vand-
ræði lögreglu vegna unglinga
sem voru að koma af fyrr-
nefndri skemmtun.
Tveir voru handteknir og færðir
í fangageymslur en fjöldi ung-
linga veittist að lögi'eglubifreið
og skemmdu hana með spörk-
um og barsmíðum. Reynt var
að hindra lögreglumenn í því að
handtaka þá sem verst létu og
var einn lögreglumaður sleginn
tvisvar í andlitið. Hlaut hann
nokkra ávarka af jreim völdum.
Þá kærði einn unglingur annan
fyrir líkamsárás og sagðist vera
nefbrotin.
Málið er nú í rannsókn og lítur
lögreglan framkomu ungling-
anna mjög alvarlegum augum.
Leidari
Forvarnarstarf með stæl
Forvamarstarf ÍRB hófst með formlegum hætti á Vetrarbrautinni
um síðstu helgi þar sem hátt í þúsund manns með forvamir að
leiðarljósi mynduðu samfelldan hring. Margir starfa í for-
vamarhópunt IRB og virðist sem að vakning haft átt sér stað í
þessum málum á Suðumesjum. Ahyggjuefnin em víst næg og
sem dænri nrá nefna að samkvæmt heimildum Lögreglunnar í
Keflavík hafa unglingar á grunnskólaaldri greiðan aðgang að
fíkniefnum.
Vonandi hafa íþróttafélögin tekið til sinna ráða því samkvæmt
nýlegri niðurstöðu RUM er fíkniefnaneysta meiri rneðal stúlkna
á Suðumesjum og íþróttaiðkun þeina að sama skapi í lágmarki
en sýnt hefur verið fram á fylgni þar á milli.
Fjölnota íþróttahús eða gervigras
Svo gæti farið að Reykjanesbær muni standa að byggingu fjöl-
nota íþróttahúss aðallega til knattspymuiðkunar en stofnkostn-
aður er yfir 300 milljónir króna. Það skýrist á næstu vikum. Svo
virðist sem menn séu komnir á kaf í þetta draumaverkefni sem
vissulega er gott og þarft. Hafnfirðingar em hins vegar þessa
dagana að hefja framkvæmir við byggingu gerfigrasvallar fyrir
aðeins fáa tugi milljóna króna, um níu til tífalt minna fé. Málið
snýst um að byggja knattspymuvöll fyrir boltamenn okkar. I
Reykjavík hefur varla dagur dottið út í útleigu á gervigras-
vellinum. Er hugsanlegt að byrja á ódýrari leið með byggingu
gerfigrasvallarins? Einhverjir kunna að benda á að hér sé vinda-
samt og því þurfi að byggja yfir völlinn. Dýr má vindurinn vera!
Ljóst er að rniklu rnunar í fjármagni þó svo að leita eigi eitthvað
annað en í bæjarsjóð eftir því, verði fjölnota hús byggt.
Sennilega væri þó hægt að byggja all marga gerfigrasvelli fyrir
rúmar 300 milljónir króna eins og frændur okkar Færeyingar
hafa gert. Þeir eru með nálægt tvo tugi valla í notkun en ekkert
fjölnota hús.
DG/PK.
2
Víkuifréttir