Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1998, Síða 11

Víkurfréttir - 12.02.1998, Síða 11
DAGMÓÐIR Mun hefja störf 1. mars n.k. Hef góða aðstöðu og tilskilin leyfi. Kolbrún sími: 421-4187 FISKVERKAFOLK A SUÐURNESJUIVIATHUGID! PHARUS ehf. óskar eftir starfsfólki í iodnufrystingu í frystihúsinu að Hafnarbakka 7 7, Ytri Njarðvík. Einnig óskast verkstjóri og vélstjóri til tímabundinna eða áframhaldandi starfa. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofunni Hafnarbakka 7 7, fimmtudaginn 12. febrúar milli kl. 10:00 og 12:00 og föstudaginn 13. febrúar milli kl. 15:00 og 17:00. Nánari upplýsingar í símum 421-6190, 898-7887 og 897-0602. PHABUS ehf ■ Jóhann Geirdal leiðir lista Bæjarmálafálags jafnaðar- og fálagshyggjufólks: Hlakka til að vinna með Kristmundi Baráttan stóð á milli Jó- hanns Geirdals og Kristmundar Ás- mundssonar í próf- kjöri jafnaðarmanna sem fram fór um síðustu helgi. Ert þú persónulega ánægður með þessi úrslit? ,Að sjálfsögðu er ég persónu- lega ánægður með þann stuðning sem ég fékk í þessu prófkjöri og vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem þátt tóku í því að aðstoða við að velja á væntan- legan framboðslista“. Hvernig líst þér á listann? „Mér líst mjög vel á þennan hóp. Ég sagði reyndar á fund- inum í Fmmleikhúsinu mánu- daginn í síðustu viku að list- inn yrði óhjákvæmilega góður miðað við það mannval sem var í prófkjörinu. Þetta ætti að geta verið vinnusamur og samtaka hópur, ef við vinnum rétt úr framhaldinu". Nú var mikil barátta á milli þín og Kristmundar, hvern- ig heldur þú að samstarf ykkar verði? , J>að er rétt að við Kristmund- ur stefndum báðir í fyrsta sæt- ið. Ég hef hins vegar ekki orðið var við neitt í fari Krist- mundar sem ætti að koma í veg fyrir að við gætum unnið saman. Við höfum ekki átt í neinum illdeilum og ég hlakka til að vinna með hon- um og öðrum sem koma til með að skipa sigurliðið í vor“. Nú þótti kjörsókn vera góð, gefur það einhverja vís- bendingu um fylgi í kom- andi sveitarstjórnarkosn- ingum? „Um það bil 14,5% íbúa tók þátt í prófkjörinu. Hjá Sjálf- stæðismönnum í Reykjavík tóku um 6% íbúa þátt og þar töldu menn þátttöku ekkert svo dræma. Við sjáum því að þátttaka hér var góð. Að sjálf- sögðu vona ég að þetta boði gott í kosningunum sjálfum“. Nær þessi listi meirihluta í bæjarstjóm Reykjanesbæjar? „Við stefnum að því, bæjar- búar eiga það skilið". Þakklæti efst í huga Kristmundur Ásmunds- son varð annar í próf- kjöri Bæjarmáiafé- lagsins en Kristmund- ur hefur búið í Keflavík á annað ár og starfar við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja sem yfirrnaður heilsugæslu- sviðs. Áður hafði Krist- mundur starfað við heilsu- gæsluna í Grindavík og hafði komið að bæjarmál- um þar. Að sögn Krist- mundar er honum þakklæti efst í huga sérstaklega með tilliti til þess hversu nýr hann er í bæjarfélaginu og sagði hann úrslit prófkjörs- ins vera mikla hvatningu fyrir sig þar sem hann hafi ekki búist við slíku gengi. Hann kvaðst ánægður með það fólk sem hafði skipast á lista og engan vafa á því að Bæjarmálafélagið myndi láta gott af sér leiða. ■ Sveindís Valdimarsdóttir hafnaði í 5. sæti Ekki sátt við Miit kvenna í ppóflqörinii Sveindís Valdimars- dóttir kennari náði glæsilegri kosningu og hafnaði í 5. sæti á lista Bæjarmálafélagsins í prófkjörinu sem fram fór um helgina. Kom útkoman þér á óvart? „Hvað sjálfa mig varðar gerði ég ekki ráð fyrir að komast þetta ____________ofarlejga. Ég get sátt við unað. Eg er þó ekki sátt við hlut kvenna í prófkjörinu sem slíku. Þama eru virkilega kraftmiklar konur sem eiga heima ofar á listanum. Við konur vomm að vfsu hlutfallslega of fáar í upphafi og útkoman úr prófkjörinu er okkur síður en svo hagstæð". Hver er ástæðan fyrir því að þú ferð í þetta prófkjör? „Ástæðan fyrir þátttöku minni núna er fyrst og fremst áhugi á bæjannálunt og velferð bæjarbúa al- mennt. I þessu nýja félagi tel ég geta fundið skoðun- um mínum farveg. Ég fékk að vísu hvatningu frá góðu fólki, það hafði áhrif á mig. Ég hef auðvitað fyrst og fremst litið á okkur í próf- kjörshópnuni sem mann- eskjur sem eigum sameigin- leg markmið. Hlutur kvenna hefði svo sannarlega mátt vera stærri. Ekki að ég van- treysti karlmönnunum, þeir gera það a.m.k. ekki sjálfir það eitt er víst. Hvað segir maðurinn þinn um þetta? ,JJann varð nú hálf hvumsa við þessari spurningu og spurði mig á móti. „Skyldu konur hinna frambjóðend- anna fá þessa spumingu.” Hann er auðvitað gallharður stuðningsmaður minn“. Víkuifréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.